Málfrelsið og málfrelsið

Málfrelsið og málfrelsið

Algeng leið til að reyna þagga niður í gagnrýni málefnalegra andstæðinga er að kalla einhvern rasista, samsæriskenningasmið, álhatt, Trumpista, lygara, skítadreifara falsfrétta eða eitthvað orð sem kemur umræðuefninu jafnvel lítið við. Um leið styðjum við málfrelsi á meðan enginn er að hrópa eldur í leikhúsi að ósekju. En málfrelsi er ekki bara málfrelsi. Það mætti…
„Fallegt“ útsýni úr umferðarteppunni

„Fallegt“ útsýni úr umferðarteppunni

Til stendur að byggja brú yfir Fossvoginn, milli Kársness og Reykjavíkur. Að öllu óbreyttu hefst vinna við þetta verkefni í sumar.  Sam­kvæmt frumdrög­um að fyrstu lotu borg­ar­línu var áætlaður kostnaður við brúna sjálfa 2,25 millj­arðar. Nú er verðmiðinn kominn í 8,8 milljarða!  En eins og margir vita fara svona verkefni yfirleitt vel fram úr áætlun,…
Atlagan að málfrelsinu sem tapaðist

Atlagan að málfrelsinu sem tapaðist

Þegar fjölmiðlar völdu á tækniöld að þagga niður í skoðunum og reyna að móta umræðuna og viðhorf fólks, flytja áróður yfirvalda gagnrýnislaust og uppnefna gagnrýnendur sem samsæriskenningasmiði þá gerðist eitthvað. Málfrelsið fann nýja farvegi. Það verður ekki stöðvað úr þessu.
Kjarni alls frelsis

Kjarni alls frelsis

Frelsið er ekki - og hefur aldrei verið - ókeypis eða fyrirhafnarlaust. Málfrelsið er kjarni alls annars frelsis og þar með sennilega mikilvægasti hornsteinn sérhvers lýðræðisríkis.  Lýðræðið lifir ekki án málfrelsis. Án málfrelsis víkur lýðræðið fyrir annars konar og verra stjórnarfari. Þessu til skýringar má beina athyglinni að mismunandi afstöðu ólíks stjórnarfars:  Í lýðræði eru…
Farið offari í lokunum í Grindavík?

Farið offari í lokunum í Grindavík?

Frá fyrstu tíð höfum við Grindvíkingar sem börn leikið okkur í sprungum, í hellum og gjótum í hrauninu umhverfis Grindavík. Leikvöllur okkar var hraunið, bryggjan, fjaran, Þorbjörn og Ægissandur, við klifruðum í fjöllum, sváfum úti, syntum í sjónum, hlupum undan öldum og vorum úti allan daginn. Lífið var ekki hættulaust, við meiddum okkur, sýndum varkárni…
Atkvæðagreiðsla

Stóra spurningin – Er virkilega enn í dag kerfisbundið grafið undan vestrænu lýðræðissamfélagi? (seinni hluti greinaraðar)

Grein þessi er framhald af fyrri grein höfundar: „Samfélagsrof - Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði“, sem leiddi fram þá niðurstöðu að vestrænt samfélag hefur verið sýkt af hugmyndafræði sem ætlað er að valda samfélagsrofi og þá með hugsjónalegum undirróðri (Ideological subversion). Eftir stóð hins vegar að svara spurningunni um í hvaða tilgangi það hefur verið…
Samfélagsrof – Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði (fyrri hluti greinaraðar)

Samfélagsrof – Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði (fyrri hluti greinaraðar)

Hefur vestrænt samfélag verið sýkt af hugmyndafræði sem ætlað er að valda samfélagsrofi? Og ef svo er, í hvaða tilgangi hefur það verið gert, og af hverjum þá? Yuri Bezmenov, sovéskur blaðamaður og fyrrverandi meðlimur hinnar illræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB, flúði frá Sovétríkjunum til Vesturlanda árið 1969.  Í viðtali sem tekið var við Bezmenov lýsti…
Handhafar sannleikans

Handhafar sannleikans

Minn sannleikur er hvorki betri né verri en þinn sannleikur. Minn sannleikur ræður því á sama hátt og þinn hvernig ég hegða mér, hverja ég kýs, hvort ég drekki kaffi eða gos eða hvað mér finnst gaman að horfa á í sjónvarpinu. Hann er að baki vali mínu á álitsgjöfum, afþreyingu og upplýsingaveitum, alveg eins og þinn sannleikur hjá þér.
Hvað segja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður um covid-varnir?

Hvað segja hjúkrunarfræðingar og ljósmæður um covid-varnir?

Er umræða í gangi um stór­aukn­ingu á krabba­mein­um, löm­un­um, hjarta­bólg­um, fóst­ur­lát­um, blóðtöpp­um og öðrum al­var­leg­um heilsu­brest­um? Ég hvet hjúkr­un­ar­fræðinga og ljós­mæður til að tengja sam­an hug og hjarta og skapa op­in­ber­an umræðuvöll um reynslu síðustu þriggja ára, vit­andi að heiðarleg vís­indi spyrja spurn­inga og má aldrei þagga niður. Þess­ar fag­stétt­ir bera fyrst og fremst ábyrgð gagn­vart skjól­stæðing­um sín­um – ekki yf­ir­boðurum.
Játning hins útskúfaða

Játning hins útskúfaða

Baráttan fyrir frelsinu til að fá að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og lifa í takt við þær er aldrei full unnin. Tímabil heimsfaraldurs kenndi okkar raunar að slíkt frelsi sé alls ekki svo sjálfsagt, eigi undir högg að sækja og að meirihluti almennings sé ekki enn búinn að átta sig á því.
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.