Braut hinna ranglátu

Braut hinna ranglátu

Ég vísa þér á veg viskunnar, og leiði þig á beina braut, Á göngunni verður ekki haldið aftur á þér, og hlaupirðu muntu ekki hrasa. Varðveittu leiðsögnina og slepptu henni ekki, varðveittu hana því að hún er líf þitt. Stígðu ekki fæti á braut hinna ranglátu, og gakktu ekki á vegi illra manna. Forðastu hann,…
Atkvæðagreiðsla

Stóra spurningin – Er virkilega enn í dag kerfisbundið grafið undan vestrænu lýðræðissamfélagi? (seinni hluti greinaraðar)

Grein þessi er framhald af fyrri grein höfundar: „Samfélagsrof - Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði“, sem leiddi fram þá niðurstöðu að vestrænt samfélag hefur verið sýkt af hugmyndafræði sem ætlað er að valda samfélagsrofi og þá með hugsjónalegum undirróðri (Ideological subversion). Eftir stóð hins vegar að svara spurningunni um í hvaða tilgangi það hefur verið…
Gangandi bergmálshellar

Gangandi bergmálshellar

Því dýpra sem maður flyt­ur inn í eig­in berg­máls­helli því ólík­legri er maður til að geta átt sam­ræður við ein­hvern ann­an en sjálf­an sig, og því sann­færðari sem maður er um eig­in sjón­ar­mið því lík­legri er maður til að af­greiða skoðanir sem stang­ast á við manns eig­in sem „rang­ar skoðanir“ og fólkið sem legg­ur þær fram sem „vont fólk“. 
Rökhugsun, réttlæting, hugrekki og ótti

Rökhugsun, réttlæting, hugrekki og ótti

Í stað þess að nota réttlætingarrök til að sannfæra aðra um fyrirframgefna niðurstöðu snýst raunveruleg rökhugsun um að ögra sérhverri fyrirfram gefinni hugmynd, hverri forsendu, sérhverju orsakasambandi. Hún snýst um að þora að að ögra okkar eigin djúpstæðu sýn á heiminn. Til þess verðum við að sigrast á óttanum. Og til að sigrast á óttanum þurfum við hugrekki til að velja rökhugsun frekar en réttlætingu.
Hvað er vekni?

Hvað er vekni?

Meðal gallanna má telja afneitun á náttúrulegu eðli mannsins sem dýrategundar með hlutlægt tilfinninga- og siðferðislíf sem býður sjálfdæmishyggju birginn. Ýmsir óttast einnig ósættanleikann sem skautunarmenningin virðist bera í sér og kvíðann og gremjuna sem hún vekur upp, ekki síst á samfélagsmiðlum sem fitna eins og púki á fjósbita við hvert nýtt samfélagslegt kvíðakast.
Kundera og mikilvægi fáfengileikans

Kundera og mikilvægi fáfengileikans

1984 Orwells er léleg skáldsaga, segir Kundera í áttunda hluta ritgerðasafnsins Svikin við erfðaskrárnar. Hún er tilraun til að færa pólitík í búning skáldsögu og slíkar tilraunir misheppnast. En auk þess eru áhrif hennar slæm, segir Kundera, því hún þynnir raunveruleikann "út í hráa pólitík." Lífið er þynnt út í pólitík og pólitíkin út í áróður og verður þannig "hluti af hugsunarhætti alræðisins, hugsunarhætti áróðursins, þrátt fyrir góðan ásetning."
Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

„Það er ekkert til sem heitir samfélag“ sagði Margrét Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands í viðtali árið 1987. Aðeins einstaklingar eru til, fjölskyldur eru til. „Það er til nokkuð sem heitir samfélag“ sagði annar breskur forsætisráðherra, Boris Johnson, í ávarpi í mars 2020 þar sem hann hafði einangrað sig í neðanjarðarbyrgi. „Ég held að kórónuveirukreppan hafi…
Ertu hestur?

Ertu hestur?

Hvað ertu? Kona? Karl? Kisa? Grís? 6 ára stelpa? Ertu kannski hestur? Eða tunglið? Þetta hljómar mögulega eins og háð, en er það ekki. Þú ert auðvitað kona eða karl, nema að vera í agnarsmáu hlutmengi um núll komma núll núll eitthvað prósent fólks sem er raunverulega með líkama eins kyns en að öllu öðru…
Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Um helgina sem leið stóðu samtökin Málfrelsi fyrir fundi undir yfirskriftinni “Ótti og einangrun”. Þar kynnti rithöfundurinn Laura Dodsworth efni metsölubókar sinnar A State of Fear sem fjallar um það hvernig bresk yfirvöld beittu hræðsluáróðri til að fá almenning til að fylgja sóttvarnarreglum. Vísar hún t.a.m. í skýrslu stjórnvalda er segir: “A substantial number of…
Toby Young á fundi Málfrelsis

Toby Young á fundi Málfrelsis

Vandinn við rökfærslu Pascals er í rauninn sá að ekkert liggur fyrir um líkurnar á tilvist guðs og réttmæti kenninga biblíunnar. Og með svipuðum hætti er vandinn við ofsafengin viðbrögð við farsótt, ýktar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og taugaveiklun gagnvart "rangupplýsingum" sá að tengslin milli líkinda og alvarleika glatast. Mjög afdrifaríkur atburður, sem nánast engar líkur eru á að eiga sér stað, og er jafnvel bara hreinn hugarburður, virðist stundum réttlæta, í huga fólks, gríðarlega skaðlegar aðgerðir til að reyna að stemma stigu við atburðinum.