Vita sjálfskipaðir “sérfræðingar” ríkisins ávallt betur en þú?

Vita sjálfskipaðir “sérfræðingar” ríkisins ávallt betur en þú?

Ef einhverjir aðrir en sérfræðingar ríkisvaldsins hefðu gefið út svona misvísandi yfirlýsingar hefði það verið kennt við ,,upplýsingaóreiðu". Nú sakna landsmenn þess væntanlega að fjölmiðlanefnd hafi ekki stigið fram til að greina þessa framvindu með gleraugum falsfrétta, upplýsingafölsunar (e. disinformation) og rangra upplýsinga (e. misinformation). En við slíku er þó líklegast ekki að búast, því eins og Winston Smith í 1984 vita starfsmenn Fjölmiðlanefndar það sem meirihluti almennings verður raunar líka að fara að skilja, að talsmenn ríkisins hafa aldrei rangt fyrir sér (!). 
Upptaka frá fundi Málfrelsis um Ísrael og Palestínu

Upptaka frá fundi Málfrelsis um Ísrael og Palestínu

https://youtu.be/RKzwcClledg Sunnudaginn 12. nóvember hélt Málfrelsi umræðufund um málefni Ísraels og Palestínu. Markmið fundarins var að fá fram umræðu og samtal milli fulltrúa ólíkra sjónarmiða í þessu mikla hitamáli. Frummælendur voru Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundarstjóri var Bogi…
Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman

Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman

"Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar.
Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi boðar til málfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Markmið okkar er að efna til málefnalegrar umræðu um ólík sjónarhorn í þessu umdeilda máli.  Frummælendur eru þau Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum…
Að murka lífið úr heilli þjóð

Að murka lífið úr heilli þjóð

B sýndi okkur húsin sem enn eru í eigu múslima en eru nú innlyksa í landnemahverfunum. Íbúarnir mega til dæmis ekki keyra heim til sín, heldur verða að leggja hinu megin við nýju landamerkin og flytja allt á hjólbörum eða ösnum eða bera það sjálfir. Ég sá fyrir mér sjálfa mig með barn á öðrum handleggnum og þunga innkaupapokana í hinni, gangandi nokkra kílómetra frá þeim stað sem þurfti að skilja bílinn eftir. 
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.
Ríkisstjórnin þaggaði niður í mér og öðrum vísindamönnum. Við tókum slaginn og unnum.

Ríkisstjórnin þaggaði niður í mér og öðrum vísindamönnum. Við tókum slaginn og unnum.

Úrskurðurinn er sigur fyrir foreldra sem töluðu fyrir einhvers konar eðlilegu lífi barna sinna, en Facebook hópum þeirra var lokað. Hann er sigur fyrir þau sem urðu fyrir skaða af bóluefnunum og leituðu samskipta við aðra í svipaðri stöðu, en voru gaslýst af samfélagsmiðlum og stjórnvöldum og talin trú um að heilsutjón þeirra væri ímyndun ein.
Þjóðnýting aftur á dagskrá

Þjóðnýting aftur á dagskrá

NATÓ ríkin hafa sem kunnugt er sammælst um að krefja Rússa um stríðsskaðabætur. Þessum áformum var veitt mannréttindavottorð á Reykjavíkurfundi Evrópuráðsins. Til að fjármagna skaðabæturnar var ákveðið að byrja á því að taka gjaldeyrisforða Rússa eignarnámi og þar með þær “eigur” rússneskra auðkýfinga sem komast mætti yfir. Þetta er af sama meiði og kallað hefur…
Að horfast í augu við eigin djöfla

Að horfast í augu við eigin djöfla

Stórmyndin Sound of Freedom er í sýningu í Sambíóunum þessa dagana og nýlega fékk ég þann heiður að sjá loksins myndina sem ég hef fjallað mikið um hér á Krossgötum. Má segja að hún hafi staðist allar væntingar. Myndin er listilega vel leikin með flottri myndatöku og afbragðsgóðri tónlist. Uppsetning myndarinnar er ekki eins og…