Við stöndum á krossgötum

Við stöndum á krossgötum

Þessa þróun verður að ræða út frá mörg­um hliðum og leita skýr­inga. Einn þátt­ur­inn í þessu er hvort við það verði unað að for­sæt­is­ráðherra lands­ins gegni sendi­herra­hlut­verki í þágu SÞ og sinni þar er­ind­rekstri sem mögu­lega er ósam­ræm­an­leg­ur hlut­verki henn­ar sem for­sæt­is­ráðherra.
Fundur um fangelsaðan mann og hugmyndir hans

Fundur um fangelsaðan mann og hugmyndir hans

Eins gott að ritskoðunarteymi Þýskalands fékk ekki veður af fundi þessa fólks í grennd við Bonn í Þýskalandi um síðustu helgi. Til fundarins var efnt til að ræða hugmyndir um lýðræði og frið, vernd umhverfisins, jafnrétti kynjanna og ýmislegt þessu tengt og með hvaða hætti mætti best örva umræðu um þessi efni. En þá kemur að…
Nýtt regluverk WHO þarf að draga fram í dagsljós frjálsrar umræðu

Nýtt regluverk WHO þarf að draga fram í dagsljós frjálsrar umræðu

Ef hugmyndir þeirra sem nú vinna að framangreindum reglum verða að veruleika, þ.e. ef tilskilinn meirihluti þjóða samþykkir breytingarnar í maí 2024 og hinar þjóðirnar hafna nýju reglunum ekki, mun WHO umbreytast í nýja valdastofnun sem öðlast mun nánast alræðisvald yfir aðildarríkjunum þegar yfirmaður þeirrar stofnunar ákveður að lýsa slíku ástandi yfir.
Þið voruð blekkt!

Þið voruð blekkt!

Ótal aðilar hafa áttað sig og fjölmargir hafa snúið baki við glæpaklíkunni sem ber ábyrgðina. Blessunarlega. Ég á bara svo erfitt með að skilja skortinn á sjálfsvitundinni, sjálfsgagnrýninni og þessa ólýsanlegu þrjósku sem knýr fólk til að halda dauðahaldi í fjarstæðukenndar mýtur og löngu afsannaðar eftiráskýringar í einhverri örvæntingarfullri þrá til að vernda stolt sitt.
Atkvæðagreiðsla

Stóra spurningin – Er virkilega enn í dag kerfisbundið grafið undan vestrænu lýðræðissamfélagi? (seinni hluti greinaraðar)

Grein þessi er framhald af fyrri grein höfundar: „Samfélagsrof - Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði“, sem leiddi fram þá niðurstöðu að vestrænt samfélag hefur verið sýkt af hugmyndafræði sem ætlað er að valda samfélagsrofi og þá með hugsjónalegum undirróðri (Ideological subversion). Eftir stóð hins vegar að svara spurningunni um í hvaða tilgangi það hefur verið…
Vita sjálfskipaðir “sérfræðingar” ríkisins ávallt betur en þú?

Vita sjálfskipaðir “sérfræðingar” ríkisins ávallt betur en þú?

Ef einhverjir aðrir en sérfræðingar ríkisvaldsins hefðu gefið út svona misvísandi yfirlýsingar hefði það verið kennt við ,,upplýsingaóreiðu". Nú sakna landsmenn þess væntanlega að fjölmiðlanefnd hafi ekki stigið fram til að greina þessa framvindu með gleraugum falsfrétta, upplýsingafölsunar (e. disinformation) og rangra upplýsinga (e. misinformation). En við slíku er þó líklegast ekki að búast, því eins og Winston Smith í 1984 vita starfsmenn Fjölmiðlanefndar það sem meirihluti almennings verður raunar líka að fara að skilja, að talsmenn ríkisins hafa aldrei rangt fyrir sér (!). 
Upptaka frá fundi Málfrelsis um Ísrael og Palestínu

Upptaka frá fundi Málfrelsis um Ísrael og Palestínu

https://youtu.be/RKzwcClledg Sunnudaginn 12. nóvember hélt Málfrelsi umræðufund um málefni Ísraels og Palestínu. Markmið fundarins var að fá fram umræðu og samtal milli fulltrúa ólíkra sjónarmiða í þessu mikla hitamáli. Frummælendur voru Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundarstjóri var Bogi…
Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman

Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman

"Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar.
Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi boðar til málfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Markmið okkar er að efna til málefnalegrar umræðu um ólík sjónarhorn í þessu umdeilda máli.  Frummælendur eru þau Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum…
Að murka lífið úr heilli þjóð

Að murka lífið úr heilli þjóð

B sýndi okkur húsin sem enn eru í eigu múslima en eru nú innlyksa í landnemahverfunum. Íbúarnir mega til dæmis ekki keyra heim til sín, heldur verða að leggja hinu megin við nýju landamerkin og flytja allt á hjólbörum eða ösnum eða bera það sjálfir. Ég sá fyrir mér sjálfa mig með barn á öðrum handleggnum og þunga innkaupapokana í hinni, gangandi nokkra kílómetra frá þeim stað sem þurfti að skilja bílinn eftir. 
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.