Fundur um fræðslustarf Samtakanna 78

Fundur um fræðslustarf Samtakanna 78

Mánudaginn 15. maí hélt Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi fund á Kringlukránni um fræðslustarf Samtakanna 78 í skólum. Þar hélt Þorbjörg Þorvaldsdóttir fræðslustýra samtakanna erindi og svaraði spurningum úr sal. Fundinum stýrði Baldur Benjamín Sveinsson, stjórnarmaður í Málfrelsi.
Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Í janúar sl. skilaði Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, inn umsögn í Samráðsgátt um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu. Umrætt mál er nú komið til Allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og hefur umsögn félagsins verið send nefndinni. Þetta mál er að mati félagsins gróf tilraun til að skerða málfrelsi og mismuna þegnum landsins.
Sjö ára grunnskólabörnum kennt að þau megi taka myndir af líkömum sínum

Sjö ára grunnskólabörnum kennt að þau megi taka myndir af líkömum sínum

Undanfarin misseri hefur verið virk umræða á samfélagsmiðlum og víðar um veggspjöld sem hanga á veggjum margra grunnskóla landsins. Fréttavefurinn Vísir kallar þau veggspjöld um kynheilbrigði, en greinir frá því að þau hafi verið „fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda.“ Þó sjái verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg að almennt sé mikil ánægja…
Hvað um fastanefndina um rangupplýsingar? Spurning handa Elon Musk

Hvað um fastanefndina um rangupplýsingar? Spurning handa Elon Musk

Þú sagðir sjálfur í margfrægu tísti sem mjög var fagnað: "Fólk sem slær um sig með rangupplýsingatali er nær örugglega sjálft sekt um að dreifa röngum upplýsingum." Einmitt. Hvað er það þá sem þú eða fulltrúar þínir eru að ræða í fastanefnd ESB um rangupplýsingar? Eru það ekki rangar upplýsingar? Því umræða um "rangupplýsingar" og hvernig eigi að "berjast" gegn þeim þannig að ESB sé ánægt, þetta er nú einmitt tilgangur nefndarinnar!
Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Það krefst hugrekkis að berjast gegn róginum en það er það sem Ware gerði. Hann höfðaði sögulegt meiðyrðamál gegn Verkamannaflokknum, útgefanda vefsíðunnar, og einnig gegn Naomi Wimborne-Idrissii, sem var fyrst til að ásaka hann um „kynþáttafordóma“ og að vera „hægrisinnaður“.
Þar sem er vilji þar er vegur

Þar sem er vilji þar er vegur

Þurfa nú ekki einhverjir að fara að eiga sér draum; þann draum að hugsað verði upp á nýtt, að farið verði að gera í stað þess bara að vera, stýra í stað þess að láta stjórnast?  Það þarf með öðrum orðum fleiri gerendur og færri verendur.  Þá tendrast bjartsýnin á ný. Ég held að marga sé farið að lengja eftir henni.
Ritskoðunin og útsendarar hennar

Ritskoðunin og útsendarar hennar

Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplýsingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull.
Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það var í salarkynnum háskólans í Hamborg sem til stóð um síðustu helgi að ræða um stjórnmál og efnahagsmál undir yfirskriftinni “Við viljum endurheimta heiminn okkar”. En svo gerist það að boð berast frá stjórnendum háskólans um að ákveðið hafi verið að banna að ráðstefnan fari fram innan veggja skólans, þýska leyniþjónustan hafi sagt að umræðan væri þess eðlis að hún ýtti undir róttækni og öfgar í stjórnmálum.
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Það er nauðsynlegt að við séum ekki sundruð meira en nú er orðið. Að við gröfum ekki skotgrafir á milli hópa með ólíkar áherslur sem deila þó því hugarfari að yfirvöldum ríkja og heilbrigðismála sé ekki lengur treystandi. Að blaðamenn séu ekki ábyrgir gagnrýnendur á samfélagið. Að hagsmunabarátta stórra alþjóðafyrirtækja teygir anga sína djúpt inn í samfélag okkar.
Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.