Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk.
Hvert beinist þín andúð?

Hvert beinist þín andúð?

Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar.
Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Ferðamálastofa hefur hafnað því að biðjast afsökunar, en hins vegar sýnt þá bíræfni að krefja Ivu sjálfa um afsökunarbeiðni vegna skoðana hennar! Iva sagðist aðeins hafa forherst við þessi viðbrögð. „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.
Firring og bæling

Firring og bæling

Þegar andstæðingar mínir urðu þess varir að engar slíkar efnislegar sannanir eru til, varð fólk enn reiðara og þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Landamæri án landa og lendur án landamæra

Landamæri án landa og lendur án landamæra

Þar með varð ljóst að ekkert Kúrdaríki yrði til. Og ekki nóg með það, lengi vel var látið svo að Kúrdar væru ekki til í Tyrklandi. Ataturk kallaði þá fjallatyrki, bannaði mál þeirra og menningu og þegar þeir snerust til varnar og sóknar eftir atvikum voru þeir kallaðir hryðjuverkamenn. Undir það hafa aðildarríki NATÓ tekið fram á þennan dag, beint eða þá óbeint með þögn sinni.
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.
Orðin sem geyma hatrið

Orðin sem geyma hatrið

Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Nýverið ræddu Þórarinn Hjartarson og Þorsteinn Siglaugsson saman í þætti hins fyrrnefnda, Ein Pæling. Þórarinn var svo vinsamlegur að leyfa okkur að birta spjallið í heild, en þættirnir í fullri lengd eru almennt aðeins aðgengilegir áskrifendum. Gerast má áskrifandi að þáttum Þórarins hér. Í þættinum var farið vítt og breitt og fjallað um tjáningarfrelsið og…