Motaz Azaize.

Kúnstin að fela sviðna slóð

Motaz Azaize, blaðamaður í Gaza. Þegar ég var í Sarajevó að gera heimildarmynd árið 2003 fékk ég að upplifa stríðshrjáða borg í fyrsta sinn. Mér leið ekki eins og ég væri í Evrópu þrátt fyrir að vera stödd á landsvæði á milli Grikklands og Ítalíu. Hver einasta bygging í þessari fallegu borg bar vitni um…
Hverjum heldur þú með í stríðinu?

Hverjum heldur þú með í stríðinu?

Snorri Másson skrifar: Hverjum heldur þú með í stríðinu?Það veltur á ýmsu, aðallega upplýsingunum sem þér er leyft að sjá X logar stafnanna á milli í hatrömmum deilum á milli íslenskra stuðningsmanna Ísrael og stuðningsmanna Palestínu. Gjörið svo vel, djúp heift ef ekki á stundum hreinlega hatur í garð samlanda okkar vegna málefnis sem er…
Tómlæti á landamærum

Tómlæti á landamærum

Tölur fengnar af heimasíðu Útlendingastofnunar, utl.is. Eng­um dylst að stjórn­völd standa nú á gati þegar kem­ur að mót­töku fólks sem hingað leit­ar í von um alþjóðlega vernd (hæl­is­leit­end­ur). Stefnu um skipu­lega mót­töku flótta­manna í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög og alþjóðastofn­an­ir hef­ur verið kastað fyr­ir róða. Eft­ir standa handa­hófs­kennd­ar ákv­arðanir stjórn­valda og skuld­bind­ing­ar sem strax frá upp­hafi…
Stóru fjölmiðlarnir eru á fallanda fæti

Stóru fjölmiðlarnir eru á fallanda fæti

Traust almennings til fjölmiðla á Vesturlöndum hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Þetta kemur m.a. fram í könnunum þar sem spurt er hvort fólk telji fréttamiðla vera óháða gagnvart þrýstingi frá stjórnmálum og ríkisvaldi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum gætir stöðugt vaxandi vantrausts til stóru fjölmiðlanna. Í leit að skýringum má telja mestar líkur á að þetta megi rekja til þess…
Öryggi hverra?

Öryggi hverra?

Í frétt á visir.is 29. september sl. var sagt frá því að nú væri „Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu“. Fram kom í fréttinni að „ráðamenn Evrópusambandsins“ hefðu nýlega samþykkt ný lög (Digital Services Act - DSA) „sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum“, en nú muni reyna „almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna…
Glæpur aldarinnar: Verðbólgufíllinn

Glæpur aldarinnar: Verðbólgufíllinn

Í fyrri grein­um 29. júní, 7. og 18. júlí og 16. ág­úst var fjallað um aðdrag­anda kór­ónufar­ald­urs­ins og í grein 6. sept­em­ber var byrjað að fjalla um af­leiðing­arn­ar. Nú verður fjallað um kór­ónu-verðbólg­una. Nokkuð und­ar­leg umræða hef­ur spunn­ist að und­an­förnu um rót yf­ir­stand­andi verðbólgu­skots, þar sem ásak­an­ir hafa gengið á víxl. Sum­ir kenna skatta­hækk­un­um um,…
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.
Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Umræðan um kynfræðslu er komin út í skurð. Fjölmiðlar virðast ekki nenna að útskýra ákveðinn misskilning varðandi þetta mál og kjósa þess í stað að rægja fólk fyrir að gagnrýna bókina "Kyn, kynlíf og allt hitt" eftir Cory Silverberg. Í þessari grein verður farið yfir málin og greitt úr flækjunni.
„Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

„Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

Hugarheimur æði margra samborgara okkar er gegnsýrður af amerískum þankagangi. Þess sér reglulega stað í stjórnmálaumræðunni hér — sem og annars staðar í Norðurálfu — þar sem reynt er að heimfæra deiluefni bandarísks þjóðlífs upp á evrópskan veruleika. Útkoman verður í besta falli hjákátleg en getur líka orðið stórskaðleg.