Hjartabólga og COVID-19 bólusetningar

Hjartabólga og COVID-19 bólusetningar

Nauðsynlegt er að það fari fram óháð uppgjör um viðbrögð okkar við COVID-19 faraldrinum. Til þessa hafa flestir sem líta til baka verið sjálfir aðal leikendur og gerendur og það er etv ekki áhrifaríkasta leiðin til að reyna að finna það sem betur hefði mátt fara, enda eru slíkir aðilar líklegri til að vilja horfa á fegurri hliðar málsins.
Að vera vitur fyrirfram

Að vera vitur fyrirfram

Greinin sem hér fer á eftir, eftir Helga Örn Viggósson, birtist á Facebook þann 30. janúar 2021. Helgi fer þar ítarlega í gegnum yfirlýsingar Kára Stefánssonar um tilurð og virkni bóluefnanna, en eins og alkunna er dásamaði hann þau mjög um leið og þau komu á markað, og raunar fyrr. Helgi vísar hér til rannsókna og viðvarana vísindamanna sem þá þegar höfðu komið fram. Allt upplýsingar sem lágu fyrir strax þá, áður en bólusetningaherferðin hérlendis hófst fyrir alvöru, og um hálfu ári áður en Kári Stefánsson krafðist útskúfunar þeirra sem neituðu að taka áhættuna, útskúfunar þeirra sem hugsuðu gagnrýnið, sem kynntu sér fyrirliggjandi upplýsingar og tóku upplýstar ákvarðanir á grunni þeirra. Útskúfunar þeirra sem höfðu hugrekki til að leitast við að upplýsa aðra af umhyggju fyrir velferð þeirra og voru tilbúnir til að hætta eigin hagsmunum, eigin orðspori og jafnvel fjölskyldu- og vinaböndum í því skyni. Útskúfunar þeirra sem ekki voru “vitrir eftir á” heldur vitrir fyrirfram.
Klappstýran sem krafðist ævilangrar sóttkvíar óbólusettra viðurkennir loks skaðsemi bóluefnanna

Klappstýran sem krafðist ævilangrar sóttkvíar óbólusettra viðurkennir loks skaðsemi bóluefnanna

Þrátt fyrir að viðurkenna loks hættuna sem stafar af hinum svokölluðu bóluefnum, reynir Kári þó í viðtalinu að halda fram hreinni fjarstæðu í örvæntingarfullri tilraun til að réttlæta "sóttvarnaráðstafanirnar". Hann staðhæfir, þvert á allar staðreyndir sem fyrir lágu, jafnvel þvert á sönnunargögnin sem hans eigið fyrirtæki safnaði strax í mars 2020, að í upphafi faraldursins hafi litið út fyrir að hann væri "fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns."
Atlagan að börnunum

Atlagan að börnunum

Kórónuveiran lokaði ekki einum einasta skóla. Hún lokaði ekki landamærunum. Hún lokaði ekki einu einasta fyrirtæki. Hún skipaði engum að ganga með gagnslausa grímu. Það var ekki hún sem bannaði fólki að vinna fyrir sér og hóf gegndarlausa peningaprentun sem nú hefur leitt af sér fordæmalausa verðbólgu og efnahagslegar þrengingar fjölda heimila. Það voru einstaklingar sem að þessu stóðu.
Fréttamaður RÚV gerir lítið úr kynlífsþrælkun barna

Fréttamaður RÚV gerir lítið úr kynlífsþrælkun barna

Sjálfstæða stórmyndin Sound of Freedom hefur vakið mikla athygli í sumar vegna sigurfarar sinnar um bandarísk kvikmyndahús. Hefur hún þénað 150 milljónir Bandaríkjadollara á fjórum vikum þrátt fyrir að hafa aðeins kostað 15 milljónir í framleiðslu, vera gefin út af óreyndum litlum kvikmyndaframleiðanda, og vera í samkeppni við margfalt dýrari og betur markaðsettar Hollywood myndir…
Breskir bankar ráðast gegn lýðræðinu – Hvað um þá íslensku?

Breskir bankar ráðast gegn lýðræðinu – Hvað um þá íslensku?

Skoðana- og tjáningarfrelsi er grundvallarforsenda lýðræðislegs samfélags og fjármálastofnanir, sem gegna mikilvægu hlutverki sem innviðir samfélagsins geta ekki leyft sér að ráðast gegn rótum lýðræðisins með þessum hætti. Stjórn Málfrelsis, samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, hefur af framangreindu tilefni ákveðið að senda forstjórum íslensku viðskiptabankanna bréf, þar sem óskað er svara við því hvort háttsemi af þessu tagi sé stunduð hér eða hvort hún sé áformuð. 
Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Áður en ég sný mér að þeim Dwight og Jo sem vísað er til í fyrirsögn langar mig til að segja frá samræðu um Úkraínustríðið. Þátttakendur komu víða að – gott ef ekki úr öllum heimshornum. Margir voru herskáir, ekki síst þeir sem bjuggu fjarri ófriðarbálinu, þeir vildu enga uppgjöf, barist skyldi til síðasta manns…
Frelsaðu hugann

Af hverju er svona auðvelt að blekkja gáfað fólk?

“Sem lögmál, hef ég komist að því að því gáfaðri sem maður er og því betur menntaður, því auðveldara er að rugla hann í ríminu.” Svo sagði sjónhverfingameistarinn Harry Houdini. Hann sagði það þegar hann deildi við skapara Sherlock Holmes, Sir Arthur Conan Doyle, vegna trúar þess síðarnefnda á miðilsfundi og álfa. Þrátt fyrir að…
Kundera og mikilvægi fáfengileikans

Kundera og mikilvægi fáfengileikans

1984 Orwells er léleg skáldsaga, segir Kundera í áttunda hluta ritgerðasafnsins Svikin við erfðaskrárnar. Hún er tilraun til að færa pólitík í búning skáldsögu og slíkar tilraunir misheppnast. En auk þess eru áhrif hennar slæm, segir Kundera, því hún þynnir raunveruleikann "út í hráa pólitík." Lífið er þynnt út í pólitík og pólitíkin út í áróður og verður þannig "hluti af hugsunarhætti alræðisins, hugsunarhætti áróðursins, þrátt fyrir góðan ásetning."
Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Ég er varkárari en Chomsky og Marcuse. Ég vara við því að við eigum á hættu að lenda í alræðissamfélagi — ekki að við séum þar enn. En blæbrigði eru stundum til einskis. Samkennari einn lýsti mér nýlega sem „hugmyndafræðingi öfgastefnu gegn stjórnvöldum“ á degi sem í háskólanum var tileinkaður hægriöfgastefnu. Við venjulegar aðstæður hefði ég sprungið úr hlátri. En bros mitt var dauft. Ég get ekki útilokað að kollegi minn trúi þessu í einlægni.