Glæpur aldarinnar: Verðbólgufíllinn

Í fyrri grein­um 29. júní, 7. og 18. júlí og 16. ág­úst var fjallað um aðdrag­anda kór­ónufar­ald­urs­ins og í grein 6. sept­em­ber var byrjað að fjalla um af­leiðing­arn­ar. Nú verður fjallað um kór­ónu-verðbólg­una.

Nokkuð und­ar­leg umræða hef­ur spunn­ist að und­an­förnu um rót yf­ir­stand­andi verðbólgu­skots, þar sem ásak­an­ir hafa gengið á víxl. Sum­ir kenna skatta­hækk­un­um um, aðrir ok­ur­kaup­mönn­um og enn aðrir launa­frekju verka­lýðsins. Allt er þetta rangt, því þetta eru af­leiðing­ar. Um raun­veru­lega rót verðbólg­unn­ar rík­ir enn þögg­un. Alla nú­ver­andi verðbólgu má nefni­lega rekja til óstjórn­ar í hag­stjórn á covid-tím­an­um.

En hvað er verðbólga? Hag­fræðing­ur­inn Milt­on Friedm­an skýr­ir það nokkuð vel í mörg­um fyr­ir­lestr­um.1) Verðbólga er leiðrétt­ing á virði pen­inga eft­ir að ójafn­vægi skap­ast á milli pen­inga­magns í um­ferð og magns á fram­leiðslu­vöru.

Best er að skýra þetta með dæmi: Ef yf­ir­völd myndu dag einn leyfa fólki að prenta sér pen­inga að vild tæki í fyrstu við gó­sentíð þar sem all­ir þeir nýríku færu út að versla. En þegar vör­ur í búðum færu að klár­ast myndu kaup­menn bregðast við og hækka vöru­verð. Verðmæti pen­ing­anna yrði þannig end­ur­metið og áður en langt um liði yrðu pen­ing­ar ekki leng­ur virði papp­írs­ins sem þeir væru prentaðir á.

Verðbólgu­tíma­bil­in eru því tvö. Fyrst er gó­sentíð á meðan hag­stjórn­ar­mis­tök­in eiga sér stað en síðan tek­ur við upp­gjör­stíð þegar virði pen­ing­anna er leiðrétt.

Mik­il­vægt er að átta sig á að eft­ir að verðlaus­um pen­ing­um hef­ur verið komið í um­ferð er ekk­ert í þess­um heimi sem get­ur komið í veg fyr­ir verðbólgu­skotið sem fylg­ir. Skaðinn er skeður og af­leiðing­arn­ar eru óumflýj­an­leg­ar.

Eft­ir að skaðinn er skeður verða tól seðlabank­ans líka bit­laus. Tök­um t.d. stýri­vext­ina sem dæmi. Á sama hátt og þú minnk­ar ekki súr­efn­is­inn­töku með að halda í þér and­an­um, þá dug­ar stýri­vaxta­hækk­un stutt. Því um leið og Seðlabank­inn gefst upp á há­vaxta­stefn­unni og lækk­ar stýri­vexti aft­ur ganga áhrif­in til baka og verð hækk­ar. Stýri­vext­ir jafna því bara úr verðbólgukúrf­unni en yfir lengri tíma verður heild­ar­verðbólgu­skotið það sama. Ef of langt er gengið í stýri­vaxta­hækk­un­um get­ur verðbólg­an jafn­vel auk­ist til lengri tíma. Það leys­ir nefni­lega eng­inn hús­næðis­vanda með því að hætta að byggja hús­næði og nú hafa stýri­vext­ir gert láns­fé það dýrt að upp­bygg­ing er að stöðvast. Þegar stýri­vext­ir verða lækkaðir aft­ur verður íbúðaverð því enn hærra en áður en stýri­vaxtatól­inu var beitt, því hús­næðisþörf­in er orðin enn meiri en nokkru sinni fyrr.

Eini tím­inn sem Seðlabank­inn hefði getað beitt sér var þegar verið var að gera hag­stjórn­ar­mis­tök­in. Mis­tök sem eng­inn vildi sjá en öll­um með augu ættu að hafa verið al­veg full­ljós: Fasísk­ar sótt­varn­araðgerðir yf­ir­valda sem stöðvuðu verðmæta­sköp­un stærstu at­vinnu­grein­ar lands­ins í rúm tvö ár. Fram­leiðslu­dýf­an milli 2019 og 2023 varð gríðarleg eða hátt í 800 millj­arðar. Til að fela niður­sveifl­una var tek­in meðvituð ákvörðun af yf­ir­völd­um um að keyra pen­inga­prent­un í botn. Stýri­vext­ir voru lækkaðir und­ir verðbólgu, björg­un­ar­pökk­um var dreift um allt og nýj­um rík­is­fjár­mögnuðum sótt­kví­ariðnaði ýtt úr vör. Slík fjár­mála­stefna pen­inga­prent­un­ar og fram­leiðslu­stopps var í raun upp­skrift­in að risa­verðbólgu­skoti sem Milt­on Friedm­an varaði við.

Veru­leika­flóttapar­tíið var byrjað og allt gert til að al­menn­ing­ur áttaði sig ekki á efna­hagsskaðanum sem glóru­laus­ar landa­mæra­lok­an­ir ollu. Ef það hefði ekki verið gert hefði þess­ari sjálf­skaðahag­stjórn verið sjálf­hætt því fólk hefði fundið fyr­ir krepp­unni strax og risið upp gegn of­beld­inu.

Ólík­legt verður að telj­ast að yf­ir­völd hafi ekki vitað að þau voru að hlaða verðbólgu­byss­una. En í stað þess að vara fólk við var fólk hvatt til að skuld­setja sig í botn með lág­um vöxt­um og nýj­um hlut­deild­ar­lán­um fyr­ir þá tekjuminnstu. En meðvirkn­in hætti ekki þar, því þegar kom að því að forðast ábyrgð með að hlýða í blindni sótt­varn­ar­stefnu sem kokkuð var af lyfja­fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um voru all­ir þing­flokk­ar í sama klappliði: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Fram­sókn, VG, Miðflokk­ur­inn, Sam­fó, Viðreisn, Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar. Eina stjórn­mála­aflið sem nokk­urn tím­ann hef­ur þorað að gagn­rýna sjálf­skaðastefn­una og vara við af­leiðing­un­um er Ábyrg framtíð.2)

Það er því eng­in til­vilj­un að eng­inn þeirra vill sjá bleika fíl­inn sem er bú­inn að bramla allt í stof­unni. Þetta er þeirra fíll. Þau bjuggu hann sjálf til.

1) htt­ps://​tinyurl.com/​fill­inn

2) htt­ps://​tinyurl.com/​fill­inn2

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. september 2023

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *