Hverju bjóst Kári við?
Kári á þakkir skildar fyrir að stíga fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og embættis Landlæknis og taka til varna fyrir misökin sem gerð voru og hafa kostað fjölda mannslífa og stórskaðað marga. Varna sem engu vatni halda eins og hér er rökstutt. Mikilvægt er að opna umræðu um viðbrögðin við faraldrinum til þess að unnt sé að draga lærdóm af mistökunum og draga úr líkum á að þau endurtaki sig.