Breskir bankar ráðast gegn lýðræðinu – Hvað um þá íslensku?

Breskir bankar ráðast gegn lýðræðinu – Hvað um þá íslensku?

Skoðana- og tjáningarfrelsi er grundvallarforsenda lýðræðislegs samfélags og fjármálastofnanir, sem gegna mikilvægu hlutverki sem innviðir samfélagsins geta ekki leyft sér að ráðast gegn rótum lýðræðisins með þessum hætti. Stjórn Málfrelsis, samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, hefur af framangreindu tilefni ákveðið að senda forstjórum íslensku viðskiptabankanna bréf, þar sem óskað er svara við því hvort háttsemi af þessu tagi sé stunduð hér eða hvort hún sé áformuð. 
Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Ég er varkárari en Chomsky og Marcuse. Ég vara við því að við eigum á hættu að lenda í alræðissamfélagi — ekki að við séum þar enn. En blæbrigði eru stundum til einskis. Samkennari einn lýsti mér nýlega sem „hugmyndafræðingi öfgastefnu gegn stjórnvöldum“ á degi sem í háskólanum var tileinkaður hægriöfgastefnu. Við venjulegar aðstæður hefði ég sprungið úr hlátri. En bros mitt var dauft. Ég get ekki útilokað að kollegi minn trúi þessu í einlægni.
Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Þann 18. júní sl. fjarlægði YouTube, sem er í eigu Google, viðtal kanadíska sálfræðingsins Dr. Jordan B. Peterson við bandaríska forsetaframbjóðandann Robert F. Kennedy Jr. af vettvangi sínum.  Kennedy sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi fyrir hönd demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum 2024. Skoðanakannanir benda nú þegar til þess að hann sé næst líklegastur til að ná…
Að uppnefna forsetaframbjóðanda

Að uppnefna forsetaframbjóðanda

Skjáskot úr myndbandi af ræðu RFK Jr hjá Hillsdale College. Á dögunum átti sér stað sögulegt viðtal við forsetaframbjóðandann Robert Kennedy Jr í einum vinsælasta hlaðvarpsþættinum í heiminum; „The Joe Rogan Experience“. Hlaðvarpið, sem hefur gefið út yfir 2000 þætti á 13 árum, er í efsta sæti á vinsældarlista Spotify í flestum enskumælandi löndum og…
Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Þegar Kurt Carlsen kom heim til New York biðu hans móttökur sem hann hafði ekki órað fyrir. Honum var fagnað sem þjóðhetju og farið með hann í skrúðgöngu frá hafnarbakkanum og heim, en tugþúsundir fylltu gangstéttirnar, veifuðu og fögnuðu heimkomu hans. Í huga Carlsens skipstjóra var málið einfalt: Honum var treyst fyrir skipinu og farmi þess. Ábyrgðin var hans og einskis annars, og ekki kom annað til greina en að standa undir henni.
Að þykjast er allt sem þarf

Að þykjast er allt sem þarf

Tóbaksiðnaðurinn, áfengisframleiðendur og framleiðendur klasasprengna, eiturgass og pyntingatóla þurfa ekki að örvænta. ESG kemur þeim til bjargar. Í stað samfélagslegrar ábyrgðar koma áferðarfallegar skýrslur. Raunveruleg áhrif starfseminnar skipta engu máli lengur séu aflátsbréfin aðeins keypt dýrum dómum. Að þykjast er allt sem þarf.
Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Við létum sprauta okkur. Við erum að tæma vopnabúr og ríkissjóði í stríðsrekstur á landamærum  tveggja ríkja. Við erum að taka á okkur gríðarlega skattheimtu og skerðingar á lífskjörum í nafni loftslagsbreytinga. Við erum að telja okkur í trú um að kyn homo sapiens séu ekki tvö eins og annarra spendýra heldur óendanlega mörg. Þeir sem andmæla eru samsæriskenningasmiðir, vitleysingar og jafnvel hættulegir. Þeir eiga ekki að fá að tjá sig!
„Fasisminn vill ekkert ónæði“

„Fasisminn vill ekkert ónæði“

Í gær kom reiðarslag í baráttunni fyrir frjálsa fjölmiðlun, og frelsun Julian Assange, þegar breski dómarinn Jonathan Swift hafnaði beiðni um að áfrýja dómnum um framsal til Bandaríkjanna. Flestir óttast að ómannúðleg meðferð og lífstíðardómur á bakvið lás og slá sé í vændum fyrir Assange verði hann framseldur frá Bretlandi. Ákæran hljóðar upp á allt…
Blaðamenn þöglir

Blaðamenn þöglir

Þögn blaðamanna á meðferð Julian Assange er nógu skerandi. En Assange er sannarlega ekki einn. Aðfarirnar gegn hugrökkum blaðamönnum og uppljóstrurum á Vesturlöndum verða æ ógeðfelldari og hópur þeirra sem lenda í þöggun, fangelsun og morðtilræðum fer sístækkandi. Blaðamenn sem láta þetta viðgangast án mótbára eru meðsekir.
Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Meirihluti sérfræðinganna leitast við að hindra að almenningur hugsi sjálfstætt. Almenningur forðast þá sjálfstæða hugsun og krefst leiðsagnar. Sérfræðingarnir hafa þá ekki önnur úrræði en að festast í dogmatískum skoðunum, því víki þeir frá þeim þvingar almenningur þá til fylgis við þær aftur. Þannig viðheldur ósjálfræðið sjálfu sér.
Stjórnarskrá átti að verja réttindi borgara

Stjórnarskrá átti að verja réttindi borgara

Þegar vestræn ríki sömdu og samþykktu stjórnarskrár á sínum tíma, eftir aldalanga kúgun einvalda, prinsa, kónga, keisara og fursta, var markmiðið eitt: Að takmarka völd hins opinbera og tryggja þannig réttindi einstaklinga og samfélags þeirra. Þær voru girðing til að halda aftur af ríkisvaldinu, ekki uppskrift í beitingu þess. Með því að innleiða stjórnarskrá er…