Posted inLýðræði Mannréttindi Tjáningarfrelsi
Breskir bankar ráðast gegn lýðræðinu – Hvað um þá íslensku?
Skoðana- og tjáningarfrelsi er grundvallarforsenda lýðræðislegs samfélags og fjármálastofnanir, sem gegna mikilvægu hlutverki sem innviðir samfélagsins geta ekki leyft sér að ráðast gegn rótum lýðræðisins með þessum hætti. Stjórn Málfrelsis, samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, hefur af framangreindu tilefni ákveðið að senda forstjórum íslensku viðskiptabankanna bréf, þar sem óskað er svara við því hvort háttsemi af þessu tagi sé stunduð hér eða hvort hún sé áformuð.