Á vísindamönnum að leyfast að segja satt?

“Ættu vísindamenn að deila opinskátt um stefnu varðandi bóluefni?” Þetta er titill myndbands sem Dr. Paul Offit birti á dögunum, en efni þess birtist sem grein á MedpageToday þann 20. október. Offit er læknir á barnaspítalanum í Fíladelfíu og hann er einnig meðlimur í ráðgjafanefnd FDA um bóluefni og tengd efni.

Svarið við þessari spurningu ætti að vera augljóst. Ef stefnan er gölluð ættu vísindamenn að sjálfsögðu að gagnrýna hana, í raun er það skylda þeirra að gera það. En eins og Offit lýsir hefur þetta oft ekki verið raunin þegar kemur að Covid-19 bóluefnunum. Hann nefnir tvö dæmi.

Hið fyrra hefur að gera með svokölluðu „tvígildu örvunarskammta“sem boðið var upp á síðla árs 2021 og snemma árs 2022. Engar vísbendingar voru um að þessir svokölluðu örvunarskammtar veittu neina sérstaka vernd gegn þeim nýju veiruafbrigðum þeir áttu að virka gegn, segir Offit. Reyndar hafi allar rannsóknir sýnt greinilega að þessi virkni var engin. En þrátt fyrir þetta segir Offit lýðheilsusérfræðinga hafa haldið því statt og stöðugt fram að umræddir örvunarskammtar sýndu gríðarlega virkni gegn þessum afbrigðum. Sem er auðvitað lygi.

Hitt dæmið snýr að því hvernig bandarísk yfirvöld mæla nú með enn einum örvunarskammtinum fyrir alla frá 6 mánaða aldri, á meðan flest lönd mæla með þeim eingöngu fyrir áhættuhópa. Samkvæmt Offit eru rökin sem beitt er ekki þau að embættismenn telji að allir þurfi á þessum efnum að halda. Rökin eru þau að ef mælt sé með þeim fyrir alla séu áhættuhóparnir líklegri til að þiggja þá. Athyglisvert er að Offit virðist tilbúinn til að samþykkja þetta, svo framarlega sem skilaboðin virka á þennan hátt.

En setjum þetta nú í samhengi við veruleikann eins og hann er í raun. Það er vitað, og hefur verið vitað lengi, hvernig þessi bóluefni valda hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu hjá ungum körlum. Við skulum nú ímynda okkur að foreldri spyrði einn þessara lýðheilsusérfræðinga hvort það ættu að láta sprauta 15 ára drenginn sinn með örvunarskammtinum, vegna sjúkdóms sem er honum í raun alveg skaðlaus. Hvert yrði svarið? Myndi embættismaðurinn segja foreldrinu að hunsa skilaboðin? Það er vafamál. Í staðinn, til að vera samkvæmur sjálfum sér, væri hann ekki líklegri til að reyna að hræða foreldrið til að láta sprauta drenginn, ljúga til um alvarleika sýkingarinnar og þá eflaust líka um aukaverkanirnar, væri hann inntur álits á þeim, jafnvel þótt fyrir lægi að áhættan af sprautunni væri meiri en ávinningurinn? Eða hvað? Kannski við getum glöggvað okkur betur á því ef við rifjum upp tilmæli og röksemdir margra hérlendra lækna og embættismanna, þegar herferð fyrir bólusetningu barna hófst?

Offit forðast að ræða þessa atburðarás. Reyndar forðast hann alla umræðu um vel skjalfestar skaðlegar aukaverkanir af bóluefninu. Hann veit auðvitað að ef hann ræddi þetta hefði greinin aldrei birst á MedpageToday, myndbandið hans hefði örugglega verið fjarlægt af Youtube og líklegast hefði honum verið sparkað úr bóluefnanefndinni. Rétt eins og Dr. Martin Kulldorff var vikið úr undirnefnd FDA um bóluefnisöryggi eftir að hafa opinberlega gagnrýnt þá ákvörðun að bjóða ekki Moderna bóluefnið eingöngu öldruðum, ákvörðun sem var í raun snúið við nokkrum dögum síðar. En Kulldorff hafði opnað umræðuna um hvernig þessi lyf gætu gagnast sumum, en ekki öðrum, og það var ófyrirgefanlegur glæpur.

Offit gerir greinarmun á almennum og sértækum skilaboðum. Sértæk skilaboð felast í því að segja segja fólki hver ætti að fá lyfin og hver ekki. Almenn skilaboð eru að segja fólki að allir ættu að fá lyfin, hvort sem þeir þyrftu á þeim að halda eða ekki. En á endanum er Offit í raun og veru bara að gera greinarmun á því að segja sannleikann og ljúga.

Réttari titill á greininni hefði því verið þessi: “Á vísindamönnum að leyfast að segja satt?” Frá upphafi Covid-19 brjálæðisins hefur þeim ekki leyfst það, og til skamms tíma, og raunar að talsverðu leyti enn, hefur sannleikurinn mátt sæta einhverri samræmdustu og öflugustu árás í manna minnum. En þegar litið er á athugasemdirnar við grein MedpageToday, þar sem aðeins heilbrigðisstarfsfólk má tjá sig, má þó álykta að hugsanlega séum við að byrja að sjá ljósið við enda ganganna. Dauft ljós, vissulega, en smátt og smátt fer bjarmi þess þó vaxandi. Og þrátt fyrir augljósa annmarka á málflutningi Offits eigum við að fagna honum, því hann getur aðeins orðið til þess að styrkja þennan bjarma.

Greinin birtist fyrst á From Symptoms to Causes þann 25. október 2023.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *