Vilja nýjan foringja til að segja sér fyrir verkum

Vilja nýjan foringja til að segja sér fyrir verkum

Donald Trump Bandaríkjaforseti er iðinn við að kynna heiminum sálarlíf sitt. Eitt er víst að maðurinn er ekki í miklu jafnvægi. Einnig má efast um erindi Zelenskys sem var farinn að bjóða Bandaríkjamönnum auðlindir lands síns þegar í september samkvæmt Washington Post – fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvernig-skipta-skuli-ransfeng-a-kostnad-thjodarEn það breytir því ekki að hegðan Trumps var…
Hverjir eru raunverulega við völd?

Hverjir eru raunverulega við völd?

Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump sem er við stjórnvölinn á tæknikratíska skipinu eru skyndilega engin andmæli. Trúarsöfnuður Trump eru tilbúnir í að fara gegn grunngildum sínum til að réttlæta hverja ákvörðun sem nú kemur frá Washington.
Kolefnisspor Íslendinga á heimsvísu

Kolefnisspor Íslendinga á heimsvísu

Kolefnisspor íslensks heimilis er langtum minna en gerist í Evrópu. Hér eru hús lýst með raforku frá vatnsorkuverum og hituð með jarðvarma. Á meginlandinu er 80% af orkunotkun heimila jarðgas eða rafmagn frá gas- og kolaorkuverum. Svigrúm meðalheimilis í ESB til að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofts er því miklu meira en íslensks heimilis og…
Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Oft grípa blaðamenn til þeirrar einföldunar að skella skuldinni á „öfgamenn“ þótt það blasi við öllum að á götum eru venjulegir einstaklingar í borgaralegum klæðum að fá útrás fyrir það sem þeir telja vera aftenging samfélags og stjórnmála. Blaðamenn þurfa að veita samhengi áður en hægt sé að ræða rétt og rangt.
Er ég heilaþveginn?

Er ég heilaþveginn?

Hvað með tungumálið sjálft? Við lærum tungumál í kjölfar endurtekningar í umhverfi sem endurspeglar orðaforða okkar. Sem dæmi eru um 40 orð til yfir snjó á tungumáli Ínúíta sem hafa þ.a.l. mun dýpri orðaforða til að lýsa umhverfi sínu en utanaðkomandi gestir. Tungumál lærast einnig í gegnum umbun og verða í kjölfarið vegakerfi hugsana okkar og tjáningar þar sem takmarkaður orðaforði passar upp á að engar hugsanir keyri útaf veginum.
Hlustum á nasistann

Hlustum á nasistann

Auðvelt er að telja upp fjölda skoðana sem óhætt er að kalla óumdeildar í okkar samfélagi. Almennt er til dæmis viðurkennt að náttúran sé verðmæt í sjálfu sér og eigi að fá pláss og næði. Fáir missa svefn yfir því að tveir einstaklingar af sama kyni felli saman hugi og stofni heimili, gangi í hjónaband…
Sjónhverfinga- og svikamyllusamfélagið

Sjónhverfinga- og svikamyllusamfélagið

Í ársbyrjun 1941 strengdi Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), forseti Bandaríkjanna, eins konar ármótaheit. Hann sagði Bandaríkjamenn „líta til framtíðar í veröld, sem reist væri á fjórum grunnstoðum frelsis.“ Þessar grunnstoðir eru: Tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi þjóða til að tryggja þegnum sínum viðurværi og frelsi frá ógn og ótta, þ.e. víðtækri afvopnun til að koma í veg…
Orð sem miðill, orð sem blekking

Orð sem miðill, orð sem blekking

Orwell sá betur en flestir að besta leiðin til að heilaþvo almenning eða afla einhverjum vondum málstað fylgis er ekki sú að kúga, ógna, hóta, hræða, fangelsa og svelta. Nei, það væri skilvirkast að breyta tungumálinu, gefa gömlum orðum nýja merkingu og finna upp á nýjum orðum til að ná fram hughrifum.
Hefðbundið lýsi slæmt, lyfseðilsskylt lýsi gott…

Hefðbundið lýsi slæmt, lyfseðilsskylt lýsi gott…

Fréttir af auknum líkum á heilsuskaða af völdum fiskiolíu birtust á íslenskum fréttamiðlum í vikunni. Íslendingar hafa löngum talið lýsið vera hin mesta heilsubót og fjölmargir vanið sig á að taka matskeið af lýsi með morgunmatnum frá blautu barnsbeini. Flestir eiga því erfitt með að trúa meintri skaðsemi lýsissins, ef marka má viðbrögðin við fréttinni…
Málfrelsið á gervihnattaöld

Málfrelsið á gervihnattaöld

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld og þrátt fyrir lýðræðislega samskiptareiginleika internetsins er málfrelsinu stöðugt ógnað. Nú í lok apríl verða liðin tvö ár frá því að félagið Málfrelsi – Samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi var stofnað af hvatamönnum sem höfðu áhyggjur af skertum mannréttindum í kóvitinu. Óhætt er að segja að…