Málfrelsið og áskoranir þess

Málfrelsið og áskoranir þess

Nú nýverið var formaður Málfrelsis, Svala Magnea Ásdísardóttir í spjalli hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Svala ræðir hér m.a. um þöggunina og frelsisskerðingarnar sem nutu víðtæks stuðnings þegar veiruhræðslan heltók samfélagið og hvernig fjölmiðlar brugðust í því hlutverki sínu að leita staðreynda og ýta undir gagnrýna umræðu. Í viðtalinu ræða þau hvernig ritskoðunin hefur…
Gagnrýnin hugsun og gervigreind

Gagnrýnin hugsun og gervigreind

Þannig snýst gagnrýnin hugsun ekki aðeins um að sannreyna staðreyndir og hugsa rökrétt og af nákvæmni, heldur snýst hún ekki síður um þá siðferðilegu afstöðu að kjósa að leita sannleikans og að hafa hugrekki til að viðurkenna að maður kunni að hafa rangt fyrir sér.
Okkar lágkúrulega illska

Okkar lágkúrulega illska

Heimspekingurinn Hannah Arendt skilgreindi fyrirbærið lágkúrulega illsku, sem er af öðrum meiði en sú djöfullega illska sem birtist okkur meðal annars í trúarbrögðum. Undir merkjum djöfullegu illskunnar eru kölski, illir andar, skrímsli, illmenni og allt sem talið er vera í eðli sínu illt. Eftir seinni heimsstyrjöldina fylgdist Arendt með réttarhöldum yfir nasistanum Adolf Eichmann og…
Kolefnisspor Íslendinga á heimsvísu

Kolefnisspor Íslendinga á heimsvísu

Kolefnisspor íslensks heimilis er langtum minna en gerist í Evrópu. Hér eru hús lýst með raforku frá vatnsorkuverum og hituð með jarðvarma. Á meginlandinu er 80% af orkunotkun heimila jarðgas eða rafmagn frá gas- og kolaorkuverum. Svigrúm meðalheimilis í ESB til að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofts er því miklu meira en íslensks heimilis og…
Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Við Íslendingar skuldum börnum samfélagsins okkar mikið, þar sem það er á okkar ábyrgð að tryggja að þau fái öll þau tækifæri og þann stuðning sem þau þurfa til að dafna sem heilbrigðir og hamingjusamir einstaklingar. Við berum ábyrgð á að tryggja þeim öryggi og vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Við skuldum þeim umhverfi þar…
Aðförin gegn frjálsri upplýsingamiðlun

Aðförin gegn frjálsri upplýsingamiðlun

Þegar félagið Málfrelsi var stofnað fyrir tveimur árum var það gert vegna alvarlegra þöggunartilburða á faraldursárunum sem hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir heimsbyggðina. En þótt faraldurinn sé afstaðinn á málfrelsi enn undir högg að sækja. Frumkvöðullinn Elon Musk varð málfrelsishetja í augum margra þegar hann keypti Twitter og umbreytti því í nýjan…
Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fram alþjóðleg risafrétt, sem við reyndar heyrum hvorki á RÚV né öðrum ríkisstyrktum íslenskum fjölmiðlum: Zuckerberg forstjóri FB viðurkennir, í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og beitt ritskoðun á…
Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% um komandi skeið. Í leiðinni gerði hann lítið úr bágri efnahagsstöðu stórrar hluta þjóðarinnar, þegar hann fullyrti að þessi harða peningastefna hafi ekki komið heimilum í vandræði, þar sem seðlabankinn sjái “eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum.” Þannig virðist hann vera algjörlega úr tengslum við stóran hluta almennings, og þann raunveruleika sem almenningur lifir.
Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði.