Tilnefning Roberts Kennedy til heilbrigðsráðherra

Tilnefning Roberts Kennedy til heilbrigðsráðherra

Tilnefning Donalds Trump á Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra hefur valdið miklum verðlækkunum á hlutabréfum Moderna, Pfizer og Novavax. Hlutabréf í Moderna féllu um 7% eftir tilkynningu um að RFK Jr. yrði heilbrigðisráðherra, hlutabréf Pfizer lækkuðu um 3% og Novavax sá hlutabréf sín falla um 5%. Hugmyndin um að einn af þekktustu efasemdamönnum Bandaríkjanna…
Frambjóðendurnir og dómnefndin

Frambjóðendurnir og dómnefndin

Ég var spurð í sumar hvort ástæðan fyrir því að gagnrýnisraddir fá stundum ekki undirtektir eða meðbyr almennings hljóti ekki að vera sú að málflutningurinn sé bara ekki nógu öflugur og nái því ekki til fólks. Þessu var ég ósammála. Helstu sérfræðingar heimsins geta verið sammála um ýmis álitamál en ná samt ekki alltaf að…
Ritskoðun á Facebook komin úr öllum böndum

Ritskoðun á Facebook komin úr öllum böndum

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, lýsti nýlega eftirsjá vegna þess hvernig fyrirtæki hans gekk að kröfum alríkisstjórnarinnar um að ritskoða gagnrýni á Covid-stefnu Biden-stjórnarinnar. En er Facebook virkilega að hefja tímabil tjáningarfrelsis í anda "Fagra nýja heimsins"? Facebook tilkynnti mér á sunnudagsmorgni að fyrir átta árum síðan hefði ég birt tengil á grein mína í Washington…
Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana

Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana

Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings.  Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar…
Í þessum töluðu orðum er verið að endurskrifa veraldarvefinn

Í þessum töluðu orðum er verið að endurskrifa veraldarvefinn

Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum. Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu í rauntíma.
Samúðarvopn

Samúðarvopn

En er hægt að vopnvæða samkennd án þess að skemma raunverulegan kjarna hennar? Getur tilfinning, sem er svo djúpstæð og mikilvæg fyrir mannlega tengingu, verið notuð í hernaðarlegum tilgangi án þess að glata gildi sínu?
Hættum við að geta hugsað?

Hættum við að geta hugsað?

Með tilkomu spunagreindar á borð við ChatGPT hefur gervigreindartækni tekið risastökk fram á við og notkun hennar vex hratt. Hefðbundin gervigreind getur greint gögn, reiknað og gert flóknar spár. En spunagreindin hefur náð valdi á tungumálinu, getur skilið texta og bætt við hann og í krafti þess getur hún skrifað ritgerðir og skýrslur, lesið gríðarlegt…
Til varnar þess óverjanlega

Til varnar þess óverjanlega

Kannski er kominn tími til að leyfa rógburð og mannorðsárásir, afleiðingalaust. Slíkt fellur hvort eð er yfirleitt bara í frjósaman jarðveg ef ásökunin hefur meira að bak við sig en illkvittinn huga. Undantekningar frá þessu finnast vissulega í sögunni, en þá hefur atbeini stjórnvalda eða ráðandi afla ávallt leikið lykilhlutverk.
Munu þau dæma í eigin sök?

Munu þau dæma í eigin sök?

Munum að dánartíðni af völdum sjálfsmorða einna er gríðarlega há núna hjá kynslóðinni sem missti af framhaldsskólanámi í lokununum – en ekki var valið að verja þá sem ungir voru, heldur þá sem voru gamlir og svo hraklegir að heilsu að þeir þoldu ekki faraldurinn – og þeir kallaðir morðingjar sem vildu breiðari forsendur aðgerða.
Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Mögulega er versti glæpurinn sá að þykjast vera torg en vera borg. Að þykjast leyfa ólíkar skoðanir en leyfa svo bara sumar. Þeir sem mæta á torgið telja sig vera í samfélagi manna en eru svo raun í samfélagi borgara – í einu samfélagi en ekki samfélagi allra manna.