Posted inEfahyggja Gagnrýnin hugsun Ritskoðun Sálfræði Skoðanafrelsi Tjáningarfrelsi Upplýsingaóreiða
Orð sem miðill, orð sem blekking
Orwell sá betur en flestir að besta leiðin til að heilaþvo almenning eða afla einhverjum vondum málstað fylgis er ekki sú að kúga, ógna, hóta, hræða, fangelsa og svelta. Nei, það væri skilvirkast að breyta tungumálinu, gefa gömlum orðum nýja merkingu og finna upp á nýjum orðum til að ná fram hughrifum.