Okkar lágkúrulega illska

Okkar lágkúrulega illska

Heimspekingurinn Hannah Arendt skilgreindi fyrirbærið lágkúrulega illsku, sem er af öðrum meiði en sú djöfullega illska sem birtist okkur meðal annars í trúarbrögðum. Undir merkjum djöfullegu illskunnar eru kölski, illir andar, skrímsli, illmenni og allt sem talið er vera í eðli sínu illt. Eftir seinni heimsstyrjöldina fylgdist Arendt með réttarhöldum yfir nasistanum Adolf Eichmann og…
Mannúð

Mannúð

Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það er enginn sem bíður tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið, andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn.
Wikileaks vann

Wikileaks vann

Julian Assange stofnandi Wikileaks-fréttaveitunnar er frjáls maður. Undanfarin fimm ár hefur hann setið í Belmarsh-fangelsinu í London án dóms og laga á meðan tekist var á um það hvort fara skyldi að kröfu Bandaríkjastjórnar um framsal til Bandaríkjanna. Þar yrði hann látinn svara til saka fyrir að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og…
Alþjóðalög; réttarfar og refskák

Alþjóðalög; réttarfar og refskák

”Skýrt brot á alþjóðalögum” hljómar oft og tíðum í eyrum okkar. Það er ekki ýkja langt síðan, að ríkisstjórn Íslands tilkynnti, að innrás Rússa í Úkraínu – sem þeir reyndar kölluðu sérstaka hernaðaraðgerð – væri brot af því tagi. Það þurfti ekki rökstuðnings við. Því liggur beint við að spyrja, hvað alþjóðalög séu og hvert…
Þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, hvað ertu þá?

Þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, hvað ertu þá?

Í opinni og lýðræðislegri umræðu má búast við því að skoðanir séu skiptar. Oft eru málin flókin og á þeim margar hliðar og ekki alveg á hreinu að eitt hafi valdið öðru en miklu frekar að röð atburða yfir lengri tíma hafi þrýst á einhverja þróun mála. Þar með er ekki sagt að það sé…
Svar og opið bréf til Þórdísar Kolbrúnar varðandi vopnakaup íslensku þjóðarinnar.

Svar og opið bréf til Þórdísar Kolbrúnar varðandi vopnakaup íslensku þjóðarinnar.

Eftirfarandi grein var birt á vísi.is föstudaginn 7. júní og er svar við grein Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra sem má lesa hér: https://www.visir.is/g/20242581243d/hvi-stydur-island-vopnakaup-fyrir-ukrainu- ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Mig langaði að varpa nokkrum spurningum til þín Þórdís með tilvitnunum í grein þína „Hví styður Ís­land vopnakaup fyrir Úkraínu“[1] 1) „En þegar kemur að fjármagni þá viljum við nýta það til…
Lok, lok og læs. Það heyrist ekkert.

Lok, lok og læs. Það heyrist ekkert.

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis var haldinn í gær, 3 maí, en yfirlýstur tilgangur hans er að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsi.  Í tilefni dagsins birti Blaðamannafélag Íslands nýjustu niðurstöður „World Press Forum Index“, sem er stuðull á vegum Reporters sans frontières (RSF), Blaðamanna án landamæra, sem metur frammistöðu fjölmiðlafrelsis þjóða. Efst á listanum trónir Noregur,…
Tillaga til Ketils skræks

Tillaga til Ketils skræks

Áður en ég geri grein fyr­ir Katli skræk vil ég segja frá for­send­um þeirr­ar til­lögu sem ég legg hér fram í eins knöppu máli og kost­ur er, enda er þetta sunnu­dagspist­ill sem á ekki að vera lengri en nem­ur ein­um kaffi­bolla í lestri.Til­lag­an bygg­ir á svo­nefndri dómínó­kenn­ingu. Hún geng­ur út á að hið sama ger­ist…
Veislurnar í garði Höss

Veislurnar í garði Höss

Margir höfðu dásamað kvikmyndina The Zone of Interest áður en ég lét til leiðast að sjá hana en hún fjallar um Rudolph Höss, útrýmingarstjóra Auschwitz og hans fjölskyldu sem bjó við góðan kost, svo að segja utan í ógeðslegustu og afkastamestu dauðaverksmiðju helfararinnar. Ástæðan fyrir tregðu minni til að sjá hana var ekki sinnuleysi gagnvart…