Hættum við að geta hugsað?

Hættum við að geta hugsað?

Með tilkomu spunagreindar á borð við ChatGPT hefur gervigreindartækni tekið risastökk fram á við og notkun hennar vex hratt. Hefðbundin gervigreind getur greint gögn, reiknað og gert flóknar spár. En spunagreindin hefur náð valdi á tungumálinu, getur skilið texta og bætt við hann og í krafti þess getur hún skrifað ritgerðir og skýrslur, lesið gríðarlegt…
Er ég stýrð andstaða?

Er ég stýrð andstaða?

Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að eftir yfirlestur þessarar greinar þá skil ég  vel að einhver telji þessa grein vera málgagn stýrðrar andstöðu. Ég veit ekki hvernig ég get afsannað þann grun enda gæti ég verið stýrð andstaða án þess að vita af því.
Er ég heilaþveginn?

Er ég heilaþveginn?

Hvað með tungumálið sjálft? Við lærum tungumál í kjölfar endurtekningar í umhverfi sem endurspeglar orðaforða okkar. Sem dæmi eru um 40 orð til yfir snjó á tungumáli Ínúíta sem hafa þ.a.l. mun dýpri orðaforða til að lýsa umhverfi sínu en utanaðkomandi gestir. Tungumál lærast einnig í gegnum umbun og verða í kjölfarið vegakerfi hugsana okkar og tjáningar þar sem takmarkaður orðaforði passar upp á að engar hugsanir keyri útaf veginum.
Orð sem miðill, orð sem blekking

Orð sem miðill, orð sem blekking

Orwell sá betur en flestir að besta leiðin til að heilaþvo almenning eða afla einhverjum vondum málstað fylgis er ekki sú að kúga, ógna, hóta, hræða, fangelsa og svelta. Nei, það væri skilvirkast að breyta tungumálinu, gefa gömlum orðum nýja merkingu og finna upp á nýjum orðum til að ná fram hughrifum.
Ritskoðun – mannlegt eðli eða menningarlegt fyrirbæri?

Ritskoðun – mannlegt eðli eða menningarlegt fyrirbæri?

Ég velti stundum fyrir mér hvað liggi að baki þeirri tilhneigingu að vilja skrúfa niður í skoðunum annara. Eru þetta einhvers konar „Darwinískir" líffræðilegir eiginleikar sem hafa orðið til og jafnvel stigmagnast í gegnum náttúruval, eða er um að ræða nýlegra fyrirbæri sem endurspeglast í manngerðum aðferðum/áróðri, spilar með skynjun okkar og skapar þannig andúð á fólki…
Hugleiðingar um dánaraðstoð og “hála ísinn”

Hugleiðingar um dánaraðstoð og “hála ísinn”

Ef það er nóg að upplifa sorg og tilgangsleysi með lífinu til að eiga rétt á að læknir aðstoði mann við að binda enda á það þá falla ansi margir í þann flokk og þá sérstaklega á erfiðum tímabilum þegar sorg og áföll dynja yfir. Sem betur fer líða slík tímabil oftast hjá.
Hin endanlega lausn

Hin endanlega lausn

Þegar ég kom til fundarins vissi ég það eitt að þar myndi tala maður sem hafði eytt þriðjungi ævinnar í haldi miskunnarlausra stríðsherra. Það fór eiginlega ekki saman hljóð og mynd þegar þessi maður sté í pontu og tók að tala. Því þarna fór ekki bitur maður, fullur heiftar og sjálfsvorkunnar, heldur maður sem lífshamingjan og kærleikurinn geislaði af.
Málþing um Covid-19 og bóluefnin

Málþing um Covid-19 og bóluefnin

Samtökin Frelsi og ábyrgð og Málfrelsi standa fyrir málþingi á Hótel Natura (Hótel Loftleiðum) 4. apríl n.k. um álitamál tengd Covid-19 með sérstakri áherslu á mRNA covid efnin. Meðal fyrirlesara verður hinn eftirsótti og þekkti hjartalæknir Dr. Aseem Malhotra. Dr. Malhotra er margverðlaunaður ráðgjafi á svið hjartalækninga. Hann er meðlimur í Royal College of Physicians og forseti…
Veislurnar í garði Höss

Veislurnar í garði Höss

Margir höfðu dásamað kvikmyndina The Zone of Interest áður en ég lét til leiðast að sjá hana en hún fjallar um Rudolph Höss, útrýmingarstjóra Auschwitz og hans fjölskyldu sem bjó við góðan kost, svo að segja utan í ógeðslegustu og afkastamestu dauðaverksmiðju helfararinnar. Ástæðan fyrir tregðu minni til að sjá hana var ekki sinnuleysi gagnvart…
Tækniframfarir eru ekki náttúruhamfarir

Tækniframfarir eru ekki náttúruhamfarir

Ærandi skjávaðinn kristallast í magnþrungnu andvaraleysi og tilgangslausum rifrildum, andsvörum, aðdróttunum, misskilningi og móðgunum - gaslýsingum og smættunum. Samtímis  sitja börnin okkar með sætisólar spenntar og glyrnurnar glenntar að lesa þetta sama umhverfi með 60% lesskilning (Pisa, 2023). Algrímið og aðgengið eru farin að gefa sál barnsins þíns að borða og þér líka. Allt sem þið vogið ykkur að smakka verður það sem þið munið alltaf borða.