Posted inMálfrelsi Tjáningarfrelsi
Þöggun falskra kóra
Einhverjum kann að finnast þetta ólýðræðislegt og brot á athafnafrelsi fólks sem vill fá að syngja í kór þrátt fyrir að geta ekki sungið. Kannski er eitthvað fasistalegt við það að fara í sérstaka söngprufu til að skera úr um það hvort viðkomandi geti sungið eða ekki áður en aðgangur að kórnum er gefinn. Falska fólkinu er vitanlega brugðið yfir þessari miskunnarlausu slaufun. Er þetta ekki bara þöggun, útilokun og eitthvert hatur gagnvart þeim?