Posted inEfahyggja Fjölmiðlar Gagnrýnin hugsun
„Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar
Hugarheimur æði margra samborgara okkar er gegnsýrður af amerískum þankagangi. Þess sér reglulega stað í stjórnmálaumræðunni hér — sem og annars staðar í Norðurálfu — þar sem reynt er að heimfæra deiluefni bandarísks þjóðlífs upp á evrópskan veruleika. Útkoman verður í besta falli hjákátleg en getur líka orðið stórskaðleg.