Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Við Íslendingar skuldum börnum samfélagsins okkar mikið, þar sem það er á okkar ábyrgð að tryggja að þau fái öll þau tækifæri og þann stuðning sem þau þurfa til að dafna sem heilbrigðir og hamingjusamir einstaklingar. Við berum ábyrgð á að tryggja þeim öryggi og vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Við skuldum þeim umhverfi þar…
Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% um komandi skeið. Í leiðinni gerði hann lítið úr bágri efnahagsstöðu stórrar hluta þjóðarinnar, þegar hann fullyrti að þessi harða peningastefna hafi ekki komið heimilum í vandræði, þar sem seðlabankinn sjái “eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum.” Þannig virðist hann vera algjörlega úr tengslum við stóran hluta almennings, og þann raunveruleika sem almenningur lifir.
Af drag­drottningum og grát­kórum

Af drag­drottningum og grát­kórum

Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það.
Heil­brigð skyn­semi

Heil­brigð skyn­semi

Greinin birtist fyrst á www.visir.is fimmtudaginn 25. júlí 2024. Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi. Þetta er vandamál alls staðar í heiminum, en sennilega hvergi jafn ljóslifandi og á Íslandi og þá líklega sökum smæðar. Mér var hugsað til þessa fyrirbæris þegar…
Einni trúarjátningu frá draumaríkinu

Einni trúarjátningu frá draumaríkinu

Nýverið heyrði ég viðtal við vestrænan mann sem hafði tekið upp múslimatrú og flutt til Mið-Austurlanda. Í viðtalinu bar hann saman tjáningarfrelsi á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum. Hann vildi meina að á hvorugum staðnum væri raunverulegt tjáningarfrelsi. Persónulega fann hann þó fyrir meira tjáningarfrelsi í sínu nýja heimalandi en því gamla. Á Vesturlöndum vildi hann…
Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Ísrael og Palestína – ólík sjónarhorn

Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi boðar til málfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Markmið okkar er að efna til málefnalegrar umræðu um ólík sjónarhorn í þessu umdeilda máli.  Frummælendur eru þau Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum…
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.
Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Umræðan um kynfræðslu er komin út í skurð. Fjölmiðlar virðast ekki nenna að útskýra ákveðinn misskilning varðandi þetta mál og kjósa þess í stað að rægja fólk fyrir að gagnrýna bókina "Kyn, kynlíf og allt hitt" eftir Cory Silverberg. Í þessari grein verður farið yfir málin og greitt úr flækjunni.
Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Þann 18. júní sl. fjarlægði YouTube, sem er í eigu Google, viðtal kanadíska sálfræðingsins Dr. Jordan B. Peterson við bandaríska forsetaframbjóðandann Robert F. Kennedy Jr. af vettvangi sínum.  Kennedy sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi fyrir hönd demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum 2024. Skoðanakannanir benda nú þegar til þess að hann sé næst líklegastur til að ná…
Ómurinn af frelsinu

Ómurinn af frelsinu

Þrælahald var gert ólöglegt á Vesturlöndum á nítjándu öldinni. Engu að síður hafa aldrei verið fleiri þrælar í heiminum en í dag – um 20 milljónir manna. Þar af eru átta milljón börn. Tvær af þessum átta milljónum barna eru nauðbeygð til þess að athafna sig í kynlífsiðnaðinum! Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir barna kynferðislega misnotuð…
Að þykjast er allt sem þarf

Að þykjast er allt sem þarf

Tóbaksiðnaðurinn, áfengisframleiðendur og framleiðendur klasasprengna, eiturgass og pyntingatóla þurfa ekki að örvænta. ESG kemur þeim til bjargar. Í stað samfélagslegrar ábyrgðar koma áferðarfallegar skýrslur. Raunveruleg áhrif starfseminnar skipta engu máli lengur séu aflátsbréfin aðeins keypt dýrum dómum. Að þykjast er allt sem þarf.
Fundur 15. maí: Samtökin 78 sitja fyrir svörum

Fundur 15. maí: Samtökin 78 sitja fyrir svörum

Málfrelsi lítur á það sem hlutverk sitt að ýta undir upplýsta umræðu um umdeild mál. Við efnum því til fundar um þetta málefni, sem haldinn verður á Kringlukránni þann 15. maí nk. kl. 19:30. Þar mun Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnstýra Samtakanna 78 halda stutt erindi um hinseginfræðslu samtakanna og í kjölfarið verður opnað á spurningar úr sal.