Er ég stýrð andstaða?

Er ég stýrð andstaða?

Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að eftir yfirlestur þessarar greinar þá skil ég  vel að einhver telji þessa grein vera málgagn stýrðrar andstöðu. Ég veit ekki hvernig ég get afsannað þann grun enda gæti ég verið stýrð andstaða án þess að vita af því.
Mannúð

Mannúð

Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það er enginn sem bíður tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið, andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn.
Er ég heilaþveginn?

Er ég heilaþveginn?

Hvað með tungumálið sjálft? Við lærum tungumál í kjölfar endurtekningar í umhverfi sem endurspeglar orðaforða okkar. Sem dæmi eru um 40 orð til yfir snjó á tungumáli Ínúíta sem hafa þ.a.l. mun dýpri orðaforða til að lýsa umhverfi sínu en utanaðkomandi gestir. Tungumál lærast einnig í gegnum umbun og verða í kjölfarið vegakerfi hugsana okkar og tjáningar þar sem takmarkaður orðaforði passar upp á að engar hugsanir keyri útaf veginum.
Hræðsla, þöggun og grundvöllur lýðræðisins

Hræðsla, þöggun og grundvöllur lýðræðisins

Nú þegar svo virðist komið að ritskoðun og þöggun sé í huga margra að verða eðlilegt ástand, bæði fyrir tilstilli stjórnvalda ýmissa ríkja og ekki síður samfélagsmiðlarisa er kannski vert að huga að grundvelli og inntaki tjáningarfrelsisins. Það er kannski kaldhæðnislegt að samfélagsmiðlarisinn Meta skuli minna mig á þessa færslu sem skrifuð var fyrir tveimur…
Ritskoðun – mannlegt eðli eða menningarlegt fyrirbæri?

Ritskoðun – mannlegt eðli eða menningarlegt fyrirbæri?

Ég velti stundum fyrir mér hvað liggi að baki þeirri tilhneigingu að vilja skrúfa niður í skoðunum annara. Eru þetta einhvers konar „Darwinískir" líffræðilegir eiginleikar sem hafa orðið til og jafnvel stigmagnast í gegnum náttúruval, eða er um að ræða nýlegra fyrirbæri sem endurspeglast í manngerðum aðferðum/áróðri, spilar með skynjun okkar og skapar þannig andúð á fólki…
Braut hinna ranglátu

Braut hinna ranglátu

Ég vísa þér á veg viskunnar, og leiði þig á beina braut, Á göngunni verður ekki haldið aftur á þér, og hlaupirðu muntu ekki hrasa. Varðveittu leiðsögnina og slepptu henni ekki, varðveittu hana því að hún er líf þitt. Stígðu ekki fæti á braut hinna ranglátu, og gakktu ekki á vegi illra manna. Forðastu hann,…
Atkvæðagreiðsla

Stóra spurningin – Er virkilega enn í dag kerfisbundið grafið undan vestrænu lýðræðissamfélagi? (seinni hluti greinaraðar)

Grein þessi er framhald af fyrri grein höfundar: „Samfélagsrof - Niðurbrot sjálfsmyndar, gilda og hugmyndafræði“, sem leiddi fram þá niðurstöðu að vestrænt samfélag hefur verið sýkt af hugmyndafræði sem ætlað er að valda samfélagsrofi og þá með hugsjónalegum undirróðri (Ideological subversion). Eftir stóð hins vegar að svara spurningunni um í hvaða tilgangi það hefur verið…
Gangandi bergmálshellar

Gangandi bergmálshellar

Því dýpra sem maður flyt­ur inn í eig­in berg­máls­helli því ólík­legri er maður til að geta átt sam­ræður við ein­hvern ann­an en sjálf­an sig, og því sann­færðari sem maður er um eig­in sjón­ar­mið því lík­legri er maður til að af­greiða skoðanir sem stang­ast á við manns eig­in sem „rang­ar skoðanir“ og fólkið sem legg­ur þær fram sem „vont fólk“. 
Rökhugsun, réttlæting, hugrekki og ótti

Rökhugsun, réttlæting, hugrekki og ótti

Í stað þess að nota réttlætingarrök til að sannfæra aðra um fyrirframgefna niðurstöðu snýst raunveruleg rökhugsun um að ögra sérhverri fyrirfram gefinni hugmynd, hverri forsendu, sérhverju orsakasambandi. Hún snýst um að þora að að ögra okkar eigin djúpstæðu sýn á heiminn. Til þess verðum við að sigrast á óttanum. Og til að sigrast á óttanum þurfum við hugrekki til að velja rökhugsun frekar en réttlætingu.