Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið sem við höfum til að berjast við heimsendaspámenn og snákaolíusala er gagnrýnin hugsun; skýr rökhugsun, sífelld leit að staðreyndum, sívakandi efi. Og það nægir ekki að örlítill minnihluti hafi gagnrýna hugsun á valdi sínu. Fjöldinn þarf að vera nægur til að stöðva áróðurinn í fæðingu. Það að stuðla að þessu er mikilvægasta verkefni samtímans.
SARS-Cov-3

SARS-Cov-3

Hvað gerist þegar SARS-CoV-3 fer af stað? Eða annað álíka fyrirbæri úr rannsóknarstofum kínverskra og bandarískra samstarfsaðila? Verður nóg að lýsa yfir heimsfaraldri og við hlaupum heim með skottið á milli lappanna, læsum dyrunum, setjum á okkur grímu og látum líf okkar fara fram í gegnum tölvuskjá?
Þriðju- persónuáhrif og áróður

Þriðju- persónuáhrif og áróður

Fólk sem kemur með upplýsingar eða sjónarhorn sem stangast á við það sem við teljum sjálfsögð sannindi – hvort sem það tengist stríði, sóttvarnaraðgerðum, stefnumótun í verkalýðsmálum eða eðlileika stigveldisstjórnkerfis – mun verða sakað um að hafa látið glepjast af áróðri. Þumalfingursreglur hugans vinna hraðar en lestrarstöðvarnar.
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Samhengi og plaströrin

Samhengi og plaströrin

Blaðamenn halda áfram að umorða fréttatilkynningar yfirvalda til að halda okkur á beinu brautinni – forðast hið stærra samhengi, gagnrýni og málefnalegt aðhald. Stundum væri hreinlega mest við hæfi að gera grín að hugmyndum yfirvalda okkar. En bíðum ekki eftir því að fjölmiðlar komi að notum þar. Sjálfstæð hugsun er mun vænlegra verkfæri. 
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.
Toby Young á fundi Málfrelsis

Toby Young á fundi Málfrelsis

Vandinn við rökfærslu Pascals er í rauninn sá að ekkert liggur fyrir um líkurnar á tilvist guðs og réttmæti kenninga biblíunnar. Og með svipuðum hætti er vandinn við ofsafengin viðbrögð við farsótt, ýktar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og taugaveiklun gagnvart "rangupplýsingum" sá að tengslin milli líkinda og alvarleika glatast. Mjög afdrifaríkur atburður, sem nánast engar líkur eru á að eiga sér stað, og er jafnvel bara hreinn hugarburður, virðist stundum réttlæta, í huga fólks, gríðarlega skaðlegar aðgerðir til að reyna að stemma stigu við atburðinum.
Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi efna til málfundar um tjáningarfrelsið og hindranir í vegi þess. Frummælendur verða Toby Young formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 7. janúar og hefst kl. 14.
Hvað ef …?

Hvað ef …?

Þannig spyr Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður, landkönnuður liggur mér við að kalla hann í því hlutverki því að víða hefur hann farið á undanförnum árum, einkum í Austurvegi, fyrrum Sovétlýðveldunum, og kynnt sér aðstæður fólks þar um slóðir í nánast nýjum heimi eftir fall Sovétríkjanna. En hvað ef hvað? Spurninguna í heiti nýútkominnar bókar…
Með eða á móti

Með eða á móti

Því fleiri sem byrja að sjá í gegnum áróður fjölmiðlanna því fyrr missa þeir vald sitt. Gott ráð er að skoða marga fjölmiðla, innlenda og erlenda. Ef fjölmargir vestrænir fjölmiðlar eru með sömu fyrirsögnina næstum orðrétt, er nokkuð víst að það sé áróður, þýddur beint frá hinum ensku fréttaveitum. Eins ef fréttin er beinlínis skrifuð til að vekja upp sterkar tilfinningar eins og ótta eða fordæmingu.