Hin dularfullu umframdauðsföll

Hin dularfullu umframdauðsföll

Nágrannalöndin Noregur og Svíþjóð, eru að koma mjög svipað út úr tölfræðinni sem sýnir umframdauðsföll en þjóðirnar tóku ekki eins á faraldrinum og beittu ekki sömu sóttvarnaraðgerðum. Svíþjóð var, eins og þekkt er orðið, harðlega gagnrýnt fyrir að hafa samfélagið opið og starfrækt án grímuskyldu, nema innan heilbrigðiskerfisins.
Leitin að hófstilltu umræðunni

Leitin að hófstilltu umræðunni

Þegar ég hóf nám í fjölmiðlafræði, við Háskólann í Malmö fyrir 20 árum síðan, höfðu helstu samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter ekki litið dagsins ljós. Menn höfðu ekki miklar áhyggjur af „upplýsingaóreiðu“. Í staðinn var tjáningarfrelsi í hávegum haft. Enda stórkostlegt afrek Vesturlanda að hafa opnað fyrir þau samfélagslegu mannréttindi að geta stundað opna umræðu. Annars væri ekkert lýðræði. 
Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Ferðamálastofa hefur hafnað því að biðjast afsökunar, en hins vegar sýnt þá bíræfni að krefja Ivu sjálfa um afsökunarbeiðni vegna skoðana hennar! Iva sagðist aðeins hafa forherst við þessi viðbrögð. „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.
„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

Um miðjan janúar, aðeins viku fyrir ráðstefnuna í Stokkhólmi, hafði Malhotra komið fram í sjónvarpsviðtali á fréttastöðinni BBC og bent á að nýleg gögn sýni að sprauturnar geti valdið alvarlegum aukaverkunum hjá að minnsta kosti einum af hverjum 800 einstaklingum. BBC var harðlega gagnrýnt í kjölfarið af öðrum meginstraumsfjölmiðlum fyrir að birta viðtalið. Malhotra bendir á þetta og segir að þöggun sé einmitt hluti af vandamálinu.
Stefnumótið sem endaði með uppljóstrun

Stefnumótið sem endaði með uppljóstrun

Á einum sólarhring, eftir að uppljóstrunin var komin í loftið á vefnum, var búið að þurrka út allar upplýsingar á netinu um þennan starfsmann Pfizer og Google búið að koma upp síu sem skilaði engum leitarniðurstöðum á nafninu hans. Rannsóknarmaðurinn Brian O’Shea, sem hefur getið sér gott orð sem rýnandi, birti ítarlega samantekt á bakgrunni Walker þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að bakgrunnur hans sé sá sem haldið er fram af Project Veritas. 
Ráðstefna í Stokkhólmi: Viðbrögð og uppgjör í lok faraldurs

Ráðstefna í Stokkhólmi: Viðbrögð og uppgjör í lok faraldurs

Fyrirlestraröðin á ráðstefnudögunum tveimur var mjög tæmandi og gaf góða heildarmynd af uppgjörinu. Ræðumennirnir voru með fjölbreyttan bakgrunn og einstaklingsbundna afstöðu gagnvart bóluefnum almennt. Um er að ræða nokkra af helstu sérfræðingum heims með þekkingu á mRNA-tækni, faraldsfræði og hjartasjúkdómum. 
Orðin sem geyma hatrið

Orðin sem geyma hatrið

Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Twitter files uppljóstrunarbylgjan virðist engan enda ætla að taka og hún leiðir í ljós að þöggunin og spillingin í faraldrinum var mun útbreiddari en nokkur gat ímyndað sér. Skjáskot af tölvupóstum frá Robert Flaherty, verkefnisstjóra stafrænu samskiptadeildar Hvíta Hússins, sýna fram á beinar tilskipanir til stjórnenda stærstu samskiptamiðlana um að þagga markvisst niður og eyða efni sem gæti ýtt undir efasemdir gagnvart bólusetningarherferðinni.
Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur…
Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í nýlegu viðtali að bandarísk stjórnvöld beiti nú miklum þrýstingi og að nái þau sínu fram gæti svo farið að Assange verði framseldur á næstu vikum. Kristinn er staddur í Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeim hagsmunum tjáningarfrelsis sem eru í húfi verði Julian Assange dæmdur. Markmiðið sé að fá stjórnmálaleiðtoga í Suður Ameríku og Mexíkó til að hvetja Biden-stjórnina til að endurskoða málið út frá eigin hugsjónum um hefðbundið fjölmiðlafrelsi og að fella niður kærur á grundvelli þeirra.
Fjölmiðlar sem bergmálshellir stjórnvalda?

Fjölmiðlar sem bergmálshellir stjórnvalda?

Í lýðræðislegu samhengi gegna fjölmiðlar því mikilvæga hlutverki að veita aðhald þeim sem fara með pólitískt og efnahagslegt vald á hverjum tíma. Þetta er gert í þágu almennings. Hlutverk fjölmiðla er m.ö.o. ekki að veita almenningi aðhald í þágu valdhafa. Fram eru komnar vísbendingar um að þetta samhengi hafi riðlast á tímum kórónuveirunnar. Jafnvægið er…