Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

En í þessu hafi ritskoðunar, lyga og blekkinga vekur heiðarleg rödd Kevins Bass von. Einmana rödd enn sem komið er að vísu, en margir fleiri innan vísindasamfélagsins hljóta að hugsa á sömu nótum. Þeir þora kannski ekki að tjá sig ennþá. En á einhverjum tímapunkti verða þeir að gera það. Þeir verða að tjá sig og þeir verða að horfast í augu við ábyrgð sína.
Stefnumótið sem endaði með uppljóstrun

Stefnumótið sem endaði með uppljóstrun

Á einum sólarhring, eftir að uppljóstrunin var komin í loftið á vefnum, var búið að þurrka út allar upplýsingar á netinu um þennan starfsmann Pfizer og Google búið að koma upp síu sem skilaði engum leitarniðurstöðum á nafninu hans. Rannsóknarmaðurinn Brian O’Shea, sem hefur getið sér gott orð sem rýnandi, birti ítarlega samantekt á bakgrunni Walker þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að bakgrunnur hans sé sá sem haldið er fram af Project Veritas. 
RÚV notað í sókn og vörn

RÚV notað í sókn og vörn

Ef öryggisþráhyggja fær áfram að grassera í hræddri þjóðarsál er það ávísun á stjórnskipulegar ófarir, þar sem tækniveldi mun leysa lýðveldið af hólmi. Í stað pólitískrar rökræðu og stefnumótunar á þeim grunni munu sérfræðingar gefa út fyrirskipanir og annast eftirlit með þeim afleiðingum að borgaralegt frelsi eyðist smám saman.  
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Samhengi og plaströrin

Samhengi og plaströrin

Blaðamenn halda áfram að umorða fréttatilkynningar yfirvalda til að halda okkur á beinu brautinni – forðast hið stærra samhengi, gagnrýni og málefnalegt aðhald. Stundum væri hreinlega mest við hæfi að gera grín að hugmyndum yfirvalda okkar. En bíðum ekki eftir því að fjölmiðlar komi að notum þar. Sjálfstæð hugsun er mun vænlegra verkfæri. 
Ráðstefna í Stokkhólmi: Viðbrögð og uppgjör í lok faraldurs

Ráðstefna í Stokkhólmi: Viðbrögð og uppgjör í lok faraldurs

Fyrirlestraröðin á ráðstefnudögunum tveimur var mjög tæmandi og gaf góða heildarmynd af uppgjörinu. Ræðumennirnir voru með fjölbreyttan bakgrunn og einstaklingsbundna afstöðu gagnvart bóluefnum almennt. Um er að ræða nokkra af helstu sérfræðingum heims með þekkingu á mRNA-tækni, faraldsfræði og hjartasjúkdómum. 
Landamæri án landa og lendur án landamæra

Landamæri án landa og lendur án landamæra

Þar með varð ljóst að ekkert Kúrdaríki yrði til. Og ekki nóg með það, lengi vel var látið svo að Kúrdar væru ekki til í Tyrklandi. Ataturk kallaði þá fjallatyrki, bannaði mál þeirra og menningu og þegar þeir snerust til varnar og sóknar eftir atvikum voru þeir kallaðir hryðjuverkamenn. Undir það hafa aðildarríki NATÓ tekið fram á þennan dag, beint eða þá óbeint með þögn sinni.
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.
Toby Young á fundi Málfrelsis

Toby Young á fundi Málfrelsis

Vandinn við rökfærslu Pascals er í rauninn sá að ekkert liggur fyrir um líkurnar á tilvist guðs og réttmæti kenninga biblíunnar. Og með svipuðum hætti er vandinn við ofsafengin viðbrögð við farsótt, ýktar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og taugaveiklun gagnvart "rangupplýsingum" sá að tengslin milli líkinda og alvarleika glatast. Mjög afdrifaríkur atburður, sem nánast engar líkur eru á að eiga sér stað, og er jafnvel bara hreinn hugarburður, virðist stundum réttlæta, í huga fólks, gríðarlega skaðlegar aðgerðir til að reyna að stemma stigu við atburðinum.
Orðin sem geyma hatrið

Orðin sem geyma hatrið

Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Nýverið ræddu Þórarinn Hjartarson og Þorsteinn Siglaugsson saman í þætti hins fyrrnefnda, Ein Pæling. Þórarinn var svo vinsamlegur að leyfa okkur að birta spjallið í heild, en þættirnir í fullri lengd eru almennt aðeins aðgengilegir áskrifendum. Gerast má áskrifandi að þáttum Þórarins hér. Í þættinum var farið vítt og breitt og fjallað um tjáningarfrelsið og…
Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Ráðist hefur verið á Jordan Peterson á vettvangi Háskólans í Toronto, þar sem hann var prófessor, en nú nýlega hefur samband sálfræðinga í Ontario í Kanada (e. College of Psychologists of Ontario), sem er stjórnvald fyrir sálfræðinga, kveðið upp þann úrskurð að hann eigi að undirgangast endurmenntun í notkun samfélagsmiðla en ella missa starfsleyfi sitt sem klínískur sálfræðingur. Peterson talar um mikilvægi þess að standa á sínu – alræðishyggjan nærist meðal annars á undanlátssemi og meðvirkni. Hann mun ekki undirgangast endurmenntun.