Hin dularfullu umframdauðsföll

Hin dularfullu umframdauðsföll

Nágrannalöndin Noregur og Svíþjóð, eru að koma mjög svipað út úr tölfræðinni sem sýnir umframdauðsföll en þjóðirnar tóku ekki eins á faraldrinum og beittu ekki sömu sóttvarnaraðgerðum. Svíþjóð var, eins og þekkt er orðið, harðlega gagnrýnt fyrir að hafa samfélagið opið og starfrækt án grímuskyldu, nema innan heilbrigðiskerfisins.
Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Í kjölfarið á ráðstefnu Málfrelsis í janúar tók Þórarinn Hjartarson viðtal við Toby Young í podcastinu Ein pæling. Þeir ræða hér um ritskoðun og þöggun, útilokun, kórónuveirufaraldurinn og framtíðina. Viðtalið er nú komið á Youtube og má horfa á það hér. https://youtu.be/cg6mGGXnXCs
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Það er nauðsynlegt að við séum ekki sundruð meira en nú er orðið. Að við gröfum ekki skotgrafir á milli hópa með ólíkar áherslur sem deila þó því hugarfari að yfirvöldum ríkja og heilbrigðismála sé ekki lengur treystandi. Að blaðamenn séu ekki ábyrgir gagnrýnendur á samfélagið. Að hagsmunabarátta stórra alþjóðafyrirtækja teygir anga sína djúpt inn í samfélag okkar.
Samsærisstaðreyndir

Samsærisstaðreyndir

Skaðinn sem atburðir síðustu 3ja ára hafa valdið almenningi um allan heim er óendalega mikill og verður aldrei bættur. Eins og kom fram í vitnaleiðslunni eru sterkar vísbendingar um að rangt hafi verið haft við hvað varðar sjálfa tilurð faraldursins og ljóst að stjórnvöld víða um heim hafa blekkt eigin þegna með óttaáróðri og mörgu fleiru.
Endalok Fréttablaðsins

Endalok Fréttablaðsins

Það er raunar hlálegt að það óvissuástand sem nú er uppi er í bein afleiðing af þeirri sjálfsmorðsárás á samfélagið sem stjórnmálaflokkarnir stóðu að, allir sem einn snemma árs 2020, en sem Fréttablaðið barðist gegn af mikilli einurð lengi vel, árás sem raunar átti sér ekki aðeins stað hérlendis, heldur um allan heim.
Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.
Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Þann 25. mars 2020 birti belgíski sálfræðiprófessorinn Mattias Desmet stutta blaðagrein, titlaða "De angst voor het coronavirus is gevaarlijker dan het virus zelf", eða "Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf". Þessi grein vakti mikil viðbrögð, fyrst í Belgíu en í kjölfarið víða um heim og greining Desmets á þeirri kreppu sem hófst fyrir þremur árum hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Í tilefni af þessum tímamótum endurbirti Desmet greinina á bloggi sínu og hefur veitt Krossgötum góðfúslegt leyfi til að þýða hana og birta.
Var grímuskyldan léttir fyrir marga?

Var grímuskyldan léttir fyrir marga?

Eftir situr að gríman var mögulega elskað fyrirbæri af mörgum. Hún var gullstjarna fyrir góða hegðun. Hún var tákn fyrir hinn þæga þegn. Hún faldi okkur og leyfði okkur að hverfa í fjöldann. Hennar er jafnvel saknað af einhverjum. 
Hvenær má ljúga?

Hvenær má ljúga?

Getur lygarinn gert hreint fyrir sínum dyrum, játað lygarnar, og haldið áfram að styðja við fórnarlömb ofbeldis? Vitaskuld. Sé áhuginn á að veita slíkan stuðning áfram til staðar þá er það bara spurning um að biðjast afsökunar og gera það af auðmýkt en ekki með útúrsnúningum. Málfrelsi má líka nýta til þess.
Svíum farnaðist betur en flestum í faraldrinum

Svíum farnaðist betur en flestum í faraldrinum

Menn vildu ekki hafa þennan samanburð við Svíþjóð. Svíar gerðu það erfiðara fyrir aðra að halda því fram að aðeins væri ein leið möguleg. Fyrir þessa kollega hefði verið þægilegra ef Svíar hefðu gert eins og allir aðrir. Menn reyndu að fela eigið óöryggi með því að skamma Svía
Covid, kjúklingar og varnaðarorð Karls

Covid, kjúklingar og varnaðarorð Karls

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir í nýlegu viðtali við Bændablaðið að á undanförnum árum hafi fleiri látist af völdum sýklalyfjaónæmis en af völdum kovid-19 veirunnar.