Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Ef hægt er að segja að það sé hollt að al­ast upp sem oln­boga­barn, þá birt­ast ávext­ir slíks upp­vaxt­ar m.a. í því að menn átta sig á að til­vist­in er í raun óháð vin­sæld­um okk­ar þá stund­ina. Ég nefni þetta hér því á tíma­bili (2021-2022) var ég far­inn að halda að ég væri mögu­lega einn óvin­sæl­asti maður á Íslandi! Síðustu vik­ur og mánuði er ég far­inn að hall­ast í hina átt­ina, því alls staðar virðist ég eiga nýja vini. Í tveggja manna tali heyri ég setn­ing­ar eins og þess­ar:

– „Takk fyr­ir skrif­in. Ég tek und­ir allt sem þú seg­ir, sam­mála hverju orði, en ég vil ekki „læka“ neitt.“

– „Þú átt mik­inn stuðning og hann er víða en menn þora ekki að tjá sig.“

– „Ekki gef­ast upp þótt þér finn­ist þú vera að tala út í tómið.“

– „ Horfðu á það að eng­inn and­mæl­ir þér leng­ur og mundu að þögn er sama og samþykki.“

Þetta eru dæmi um sam­töl og skeyti sem mér ber­ast nán­ast dag­lega frá fólki sem er feimið við að lýsa eig­in viðhorf­um.

Ég rita þess­ar lín­ur til að minna á að dag­lega höf­um við val um það hvort við kjós­um að tjá hug okk­ar eða rit­skoðum okk­ur sjálf. Dæm­in sem ég nefni hér að ofan hafa verið sett fram af fólki sem tel­ur sig þurfa að ganga í takt við koll­eg­ana, vill forðast að vekja á sér at­hygli – og tel­ur jafn­vel að hrein­skil­in tján­ing muni hafa skaðleg áhrif fyr­ir sig per­sónu­lega og fjár­hags­lega. Stærsta vanda­málið við þessa af­stöðu er að hún er í raun svo óheiðarleg, bæði gagn­vart sjálf­um okk­ur og öðrum. Með því að hunsa rödd sam­visk­unn­ar gröf­um við smám sam­an und­an eig­in sjálfs­virðingu. Menn sem hafa ekki sjálfs­virðingu þora ekki að tjá hugs­un sína, forðast þátt­töku í op­in­berri umræðu og neyta ekki and­mæla­rétt­ar.

Lágt sjálfs­mat í menn­ing­ar­um­hverfi sem hvet­ur fólk til sjálfs­rit­skoðunar er aug­ljós­lega skaðlegt fyr­ir lýðræðið. Þegar við bæt­ast rit­skoðun­ar­til­b­urðir hand­hafa rík­is­valds og eig­enda sam­fé­lags­miðla, rík­is­styrkt­ir og auðsveip­ir fjöl­miðlar, auk út­breidds van­trausts til rík­is­stofn­ana og sam­borg­ar­anna, þá hafa í raun skap­ast kjöraðstæður fyr­ir vald­boðs- og ráðrík­is­stjórn­mál sem byggj­ast á hlýðni við vald­hafa frem­ur en sjálfræði ein­stak­lings­ins.

Á fundi Mál­frels­is í Þjóðminja­safn­inu kl. 14 nk. laug­ar­dag verða fram­an­greind álita­mál rædd og leitað svara við þeirri spurn­ingu hvort sam­fé­lagsvef­ur­inn sé að rakna upp. Á fund­in­um fá Íslend­ing­ar tæki­færi til að hlusta á sjón­ar­mið konu sem hvet­ur okk­ur til að verða ekki ótt­an­um að bráð, held­ur taka ábyrgð á eig­in til­vist með virkri þátt­töku í því að verja lýðræðið. Laura Dodsworth er höf­und­ur bók­ar­inn­ar „A State of Fear“ (2021) sem fjall­ar um þann hræðslu­áróður sem fyr­ir ligg­ur að bresk stjórn­völd beittu frá því snemma árs 2020 í því skyni að hræða fólk til hlýðni við til­skip­an­ir yf­ir­valda. Líta má á fyr­ir­sögn þess­ar­ar grein­ar sem til­raun und­ir­ritaðs til að lýsa meg­in­inn­taki bók­ar­inn­ar.

Ann­ar frum­mæl­andi á fund­in­um verður dr. Viðar Hall­dórs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands, sem varað hef­ur við þeim nei­kvæðu og ein­angr­andi áhrif­um sem ra­f­ræn sam­skipta­tækni hef­ur á sam­fé­lag okk­ar.

Ótta­slegið fólk, sem glím­ir við vax­andi fé­lags­lega ein­angr­un og kepp­ist við að rit­skoða sjálft sig og aðra gæti haft gagn af því að mæta á þenn­an fund og átta sig á að virði okk­ar er ekki mælt í vin­sæld­um. Sjálfs­virðingu og heil­brigt lýðræði þarf að byggja upp inn­an frá, í sam­vinnu og í sam­fé­lagi við aðra. Heil­brigt lýðræði vex úr gras­rót­inni og upp. Vald­boðsstjórn­mál berja á okk­ur ofan frá og niður. Það má kall­ast verðugt verk­efni okk­ar allra að rjúfa ein­angr­un­ina, herða upp hug­ann og þora að tjá það sem í hjarta okk­ar býr.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *