Hversu langt verður bataferlið?

Hversu langt verður bataferlið?

Nýlega var ég spurður að því í útvarpsviðtali hvers vegna ég teldi viðbrögðin við kórónuveirunni hafa verið jafn öfgafull og raun bar vitni. Ég sagði að mín besta ágiskun væri fjöldamóðursýki líkt og Mattias Desmet hefur getið sér til um. Skiljanlega spurði fréttamaðurinn þá hversu líklegt það væri í raun og veru að meira og minna allur heimurinn yrði slíku að bráð; fyrir henni…
Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í nýlegu viðtali að bandarísk stjórnvöld beiti nú miklum þrýstingi og að nái þau sínu fram gæti svo farið að Assange verði framseldur á næstu vikum. Kristinn er staddur í Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeim hagsmunum tjáningarfrelsis sem eru í húfi verði Julian Assange dæmdur. Markmiðið sé að fá stjórnmálaleiðtoga í Suður Ameríku og Mexíkó til að hvetja Biden-stjórnina til að endurskoða málið út frá eigin hugsjónum um hefðbundið fjölmiðlafrelsi og að fella niður kærur á grundvelli þeirra.
Aðventuandinn árið 2021

Aðventuandinn árið 2021

Síðan í upphafi ársins 2020 hafa gengið yfir fordæmalausir tímar. Samfélaginu var skellt ítrekað í lás, fyrirtækjum gert að loka, börnum meinað að sækja menntun í skóla og stunda skipulagt félagsstarf, aldrað fólk einangrað, grímuskylda sett á hvarvetna og ferðafrelsið skert til mikilla muna, fyrir utan að ákveðinni lyfjagjöf var ýtt mjög að fólki án…
Trúverðuga fréttaframtakið

Trúverðuga fréttaframtakið

Þegar skoðaðar eru fréttir frá hinum stærstu fjölmiðlum á Vesturlöndum má oft sjá nákvæmlega sama orðalagið í fyrirsögnunum. Þetta er sérlega áberandi í fréttum um loftlagsmál, leiðtogakosningar, appelsínugulu uppreisnirnar í múslimalöndum fyrir nokkrum árum, gulu vestin í Frakklandi, útlendingamál, Covid, bólusetningar og nú síðast stríðið í Úkraínu. 
Twitter skjölin: Aðeins blábyrjunin

Twitter skjölin: Aðeins blábyrjunin

Nú vitum við að Elon Musk gæti rekið 3 af 4 starfsmönnum Twitter og miðillinn myndi virka betur en nokkru sinni fyrr. Þetta fólk var nefnilega ekki að vinna fyrir miðilinn. Það var að vinna gegn honum. Og í hvaða tilgangi? Að halda skólunum lokuðum. Til að neyða fólk í bólusetningu. Að viðhalda ferðatakmörkunum. Að þvinga fram grímunotkun og magna upp veiruótta.
Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða

Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða

Sóttvarnaraðgerðir á heimsvísu vegna covid-19 hafa skapað gjörsamlega viðurstyggilegt ástand hvað eigna- og tekjumisrétti varðar. Á einungis tveimur árum hefur eftirfarandi gerst:  Auður 10 ríkustu einstaklinga heims hefur tvöfaldast. Á tímum covid-19 græddu hinir 2755 milljarðamæringar heimsins meira en þeir höfðu gert á síðustu fjórtán árum á undan. Ríkasta 1 prósentið í heiminum á nú tuttugu sinnum meira en fátækustu 50% jarðarbúa. 252 einstaklingar eiga meiri auð en allur milljarður kvenna í Afríku og Suður Ameríku samanlagt.
“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

„Woke“ hugmyndafræðin sem látið er líta út fyrir að snúist um menningarlegt andóf hinna jaðarsettu og kúguðu er nú orðin opinber hugmyndafræði líföryggisríkisins, sem á grunni hennar réttlætir stöðugt eftirlit, ritskoðun og æ öflugri stýringu ríkisvaldsins á líffræðilegri tilveru okkar, segir Elmer.