Posted inMannréttindi Orðræða Tjáningarfrelsi
Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri.