Ritskoðun á Facebook komin úr öllum böndum

Ritskoðun á Facebook komin úr öllum böndum

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, lýsti nýlega eftirsjá vegna þess hvernig fyrirtæki hans gekk að kröfum alríkisstjórnarinnar um að ritskoða gagnrýni á Covid-stefnu Biden-stjórnarinnar. En er Facebook virkilega að hefja tímabil tjáningarfrelsis í anda "Fagra nýja heimsins"? Facebook tilkynnti mér á sunnudagsmorgni að fyrir átta árum síðan hefði ég birt tengil á grein mína í Washington…
Í þessum töluðu orðum er verið að endurskrifa veraldarvefinn

Í þessum töluðu orðum er verið að endurskrifa veraldarvefinn

Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum. Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu í rauntíma.
Til varnar þess óverjanlega

Til varnar þess óverjanlega

Kannski er kominn tími til að leyfa rógburð og mannorðsárásir, afleiðingalaust. Slíkt fellur hvort eð er yfirleitt bara í frjósaman jarðveg ef ásökunin hefur meira að bak við sig en illkvittinn huga. Undantekningar frá þessu finnast vissulega í sögunni, en þá hefur atbeini stjórnvalda eða ráðandi afla ávallt leikið lykilhlutverk.
Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Mögulega er versti glæpurinn sá að þykjast vera torg en vera borg. Að þykjast leyfa ólíkar skoðanir en leyfa svo bara sumar. Þeir sem mæta á torgið telja sig vera í samfélagi manna en eru svo raun í samfélagi borgara – í einu samfélagi en ekki samfélagi allra manna. 
Þöggun falskra kóra

Þöggun falskra kóra

Einhverjum kann að finnast þetta ólýðræðislegt og brot á athafnafrelsi fólks sem vill fá að syngja í kór þrátt fyrir að geta ekki sungið. Kannski er eitthvað fasistalegt við það að fara í sérstaka söngprufu til að skera úr um það hvort viðkomandi geti sungið eða ekki áður en aðgangur að kórnum er gefinn. Falska fólkinu er vitanlega brugðið yfir þessari miskunnarlausu slaufun. Er þetta ekki bara þöggun, útilokun og eitthvert hatur gagnvart þeim?
Olli prentlistin galdrafárinu?

Olli prentlistin galdrafárinu?

Við sjáum nánast daglega slík dæmi um að fjölmiðlum sé bannað að starfa, frelsi blaðamanna skert og þeir drepnir við störf sín, fólk dæmt í fangelsi fyrir að tjá skoðanir sínar. Það grunngildi sem tjáningarfrelsið hefur löngum verið er á hröðu undanhaldi. Það að almenningur láti sér þetta í léttu rúmi liggja, og að fræðimenn sem á endanum grundvalla störf sín einmitt á réttinum til frjálsrar tjáningar taki þátt í atlögunni án þess að átta sig á alvarleikanum er risastórt áhyggjuefni. Því tjáningarfrelsið er ekki aðeins forsenda þekkingarleitar og framþróunar, það er einnig sjálf grunnforsenda þess að lýðræðið fái þrifist. 
Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upphaflega spratt þetta samstarf úr baráttu fyrir frelsun Julian…
Dvínandi þátttaka í bólusetningum barna: þvinganir eða traust?

Dvínandi þátttaka í bólusetningum barna: þvinganir eða traust?

Í stað þess að stuðla að opinskárri og upplýstri umræðu um bæði ávinningu og áhættu bólusetninga, er umræðan að verða einhliða. Ef markmiðið er að byggja upp heilbrigðara og samheldnara samfélag, gæti leiðin áfram ekki legið í tilskipunum og áróðri, heldur í trausti, samræðu og gagnsæi.
Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið veitir innsýn í hvernig smávægileg persónuleg deila getur orðið að stórum átökum sem endurspegla valdastríð, réttlæti og samfélagsstöðu. Snæbjörn Pálsson var einstaklingur sem taldi sig órétti beittan og barðist gegn valdakerfi sem byggði á persónulegum tengslum og miðstýrðum völdum. Í nútímanum sjáum við enn sambærileg átök þar sem einstaklingar eða hópar standa gegn stórum valdaaðilum, hvort sem þeir eru stórfyrirtæki, stjórnvöld eða samfélagsmiðlar. Vald tengist enn efnahagslegum og pólitískum tengslum, og þeir sem mótmæla því lenda oft í erfiðleikum með að fá réttláta meðferð í kerfi sem getur verið flókið, formfast og tengt persónulegum völdum. Rykkilínsmálið sýnir okkur að mótþrói gegn slíkum kerfum er ekki nýr vandi. Það kallar fram spurningar um réttlæti, vald og hvernig samfélög takast á við breytingar, bæði á 18. öld og í nútímanum.
Málfrelsið og áskoranir þess

Málfrelsið og áskoranir þess

Nú nýverið var formaður Málfrelsis, Svala Magnea Ásdísardóttir í spjalli hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Svala ræðir hér m.a. um þöggunina og frelsisskerðingarnar sem nutu víðtæks stuðnings þegar veiruhræðslan heltók samfélagið og hvernig fjölmiðlar brugðust í því hlutverki sínu að leita staðreynda og ýta undir gagnrýna umræðu. Í viðtalinu ræða þau hvernig ritskoðunin hefur…