Hugvíkkandi eða hugrýmkandi

Hugvíkkandi eða hugrýmkandi

Ef við ímyndum okkur hugann sem rými má segja að hugvíkkun feli í sér eðlilegt ferli þar sem nýjar dyr opnast af sjálfu sér, á meðan hugrýmkun felur fremur í sér vélræna endurskipulagningu rýmisins, þar sem veggir eru færðir til, fjarlægðir eða byggðir upp eftir hentisemi annarra.
USAID og NED: Verkfæri bandarískrar heimsvaldastefnu

USAID og NED: Verkfæri bandarískrar heimsvaldastefnu

Bólivía er annað dæmi um hvernig USAID vinnur markvisst gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Árið 2013 rak Evo Morales, fyrsti frumbyggjaforseti Bólivíu, USAID úr landinu eftir áralanga íhlutun stofnunarinnar í innanríkismálum landsins. Skjöl sem fengin voru í gegnum upplýsingalög (FOIA) sýndu að USAID hafði fjármagnað hópa sem beittu ofbeldi og kyntu undir pólitískt upplausnarástand árið 2008.
Hvert er erindi Málfrelsis?

Hvert er erindi Málfrelsis?

Krossgötur.is eru ritmiðill samtakanna Málfrelsi og þar höfum við í ritnefnd skrifað greinar reglulega sl. 2,5 ár, ásamt því að halda viðburði og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á okkur í viðtöl, skrifa skoðanagreinar á helstu fréttamiðlum landsins og fleira.  Félagið Málfrelsi var stofnað haustið 2022 af nokkrum hvatamönnum og með…
Myndband – Framtíð fréttamennsku – viðburður í Þjóðminjasafninu 11 janúar

Myndband – Framtíð fréttamennsku – viðburður í Þjóðminjasafninu 11 janúar

Málþing félagsins Málfrelsi, með yfirskriftinni „Framtíð blaðamennskunnar - stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun“, var haldið í lestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 11. janúar sl.  Svala Ásdísardóttir, formaður félagsins Málfrelsi og ritstjóri Krossgatna ávarpaði fundinn og fagnaði sigri yfir að komin sé viðurkenning á stórfelldri þöggun sem reið yfir samfélagsmiðla í faraldrinum, sbr. yfirlýsingu Mark Zuckerberg, forstjóra Meta/Facebook.…
Munu þau dæma í eigin sök?

Munu þau dæma í eigin sök?

Munum að dánartíðni af völdum sjálfsmorða einna er gríðarlega há núna hjá kynslóðinni sem missti af framhaldsskólanámi í lokununum – en ekki var valið að verja þá sem ungir voru, heldur þá sem voru gamlir og svo hraklegir að heilsu að þeir þoldu ekki faraldurinn – og þeir kallaðir morðingjar sem vildu breiðari forsendur aðgerða.
Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upphaflega spratt þetta samstarf úr baráttu fyrir frelsun Julian…
Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið veitir innsýn í hvernig smávægileg persónuleg deila getur orðið að stórum átökum sem endurspegla valdastríð, réttlæti og samfélagsstöðu. Snæbjörn Pálsson var einstaklingur sem taldi sig órétti beittan og barðist gegn valdakerfi sem byggði á persónulegum tengslum og miðstýrðum völdum. Í nútímanum sjáum við enn sambærileg átök þar sem einstaklingar eða hópar standa gegn stórum valdaaðilum, hvort sem þeir eru stórfyrirtæki, stjórnvöld eða samfélagsmiðlar. Vald tengist enn efnahagslegum og pólitískum tengslum, og þeir sem mótmæla því lenda oft í erfiðleikum með að fá réttláta meðferð í kerfi sem getur verið flókið, formfast og tengt persónulegum völdum. Rykkilínsmálið sýnir okkur að mótþrói gegn slíkum kerfum er ekki nýr vandi. Það kallar fram spurningar um réttlæti, vald og hvernig samfélög takast á við breytingar, bæði á 18. öld og í nútímanum.
Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Og já, leitt að heyra að barnið þitt hafi verið misnotað eða lagt í einelti – við bara getum ekki boðið upp á áfallameðferð á næstunni, því aftur; sérhæft starfsfólk hefur yfirgefið kerfið. Við bara forgangsröðum öðru en heilsu og velferð barna. En hey – við ætlum að reyna að plástra þetta sár með því að fjölga löggum á vakt! Allir sáttir?
Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Þetta gerist ekki af sjálfu sér

Við Íslendingar skuldum börnum samfélagsins okkar mikið, þar sem það er á okkar ábyrgð að tryggja að þau fái öll þau tækifæri og þann stuðning sem þau þurfa til að dafna sem heilbrigðir og hamingjusamir einstaklingar. Við berum ábyrgð á að tryggja þeim öryggi og vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Við skuldum þeim umhverfi þar…
Mannúð

Mannúð

Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það er enginn sem bíður tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið, andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn.
Einn hugrakkasti stjórnmálamaður Bretlands heldur erindi á Íslandi

Einn hugrakkasti stjórnmálamaður Bretlands heldur erindi á Íslandi

Áhugavert verður að hlýða á Bridgen greina frá persónulegri reynslu sinni af baráttunni við áhrifin sem lyfjaframleiðendur hafa á Bretlandseyjum en sem þingmaður þekkir hann ítök lyfjaframleiðenda í pólitíska baklandinu þar í landi.