Réttindastaða trans fólks á Bretlandi í óvissu

Réttindastaða trans fólks á Bretlandi í óvissu

Í mínu daglega lífi hér í Bretlandi mun þetta eflaust breyta mjög litlu enda veit fólk ekki að ég er trans í mínu daglega lífi. Þau forréttindi hafa nú orðið enn stærri forréttindi sem veita mér öryggi sem flest annað trans fólk virðist ekki lengur búa við.
Vókismi gagnrýndur frá vinstri

Vókismi gagnrýndur frá vinstri

Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri.
Líkamar annarra: Lífvald, samfélag og frelsi

Líkamar annarra: Lífvald, samfélag og frelsi

Wolf var ekki efasemdamaður frá upphafi. Fyrst trúði hún opinberu frásögninni, óttaðist um sjálfa sig og ástvini sína, en smám saman fór hún að uppgötva hina undarlegu mótsögn milli frásagnarinnar og staðreyndanna. Hún fór að efast um gögnin sem kynnt voru, gagnsemi gagnráðstafananna, hugsa um sálrænan skaða af notkun gríma, sérstaklega fyrir börn, og hún lýsir því hversu hissa hún var að verða vitni að algjörum skorti á gagnrýninni hugsun af hálfu fjölmiðla. Hún uppgötvar hvernig ótti við veiruna hafði breyst í helgisið, þar sem veiran tekur á sig mynd „Satans í lýsingu Miltons."
Hugvíkkandi eða hugrýmkandi

Hugvíkkandi eða hugrýmkandi

Ef við ímyndum okkur hugann sem rými má segja að hugvíkkun feli í sér eðlilegt ferli þar sem nýjar dyr opnast af sjálfu sér, á meðan hugrýmkun felur fremur í sér vélræna endurskipulagningu rýmisins, þar sem veggir eru færðir til, fjarlægðir eða byggðir upp eftir hentisemi annarra.
USAID og NED: Verkfæri bandarískrar heimsvaldastefnu

USAID og NED: Verkfæri bandarískrar heimsvaldastefnu

Bólivía er annað dæmi um hvernig USAID vinnur markvisst gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Árið 2013 rak Evo Morales, fyrsti frumbyggjaforseti Bólivíu, USAID úr landinu eftir áralanga íhlutun stofnunarinnar í innanríkismálum landsins. Skjöl sem fengin voru í gegnum upplýsingalög (FOIA) sýndu að USAID hafði fjármagnað hópa sem beittu ofbeldi og kyntu undir pólitískt upplausnarástand árið 2008.
Hvert er erindi Málfrelsis?

Hvert er erindi Málfrelsis?

Krossgötur.is eru ritmiðill samtakanna Málfrelsi og þar höfum við í ritnefnd skrifað greinar reglulega sl. 2,5 ár, ásamt því að halda viðburði og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á okkur í viðtöl, skrifa skoðanagreinar á helstu fréttamiðlum landsins og fleira.  Félagið Málfrelsi var stofnað haustið 2022 af nokkrum hvatamönnum og með…
Myndband – Framtíð fréttamennsku – viðburður í Þjóðminjasafninu 11 janúar

Myndband – Framtíð fréttamennsku – viðburður í Þjóðminjasafninu 11 janúar

Málþing félagsins Málfrelsi, með yfirskriftinni „Framtíð blaðamennskunnar - stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun“, var haldið í lestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 11. janúar sl.  Svala Ásdísardóttir, formaður félagsins Málfrelsi og ritstjóri Krossgatna ávarpaði fundinn og fagnaði sigri yfir að komin sé viðurkenning á stórfelldri þöggun sem reið yfir samfélagsmiðla í faraldrinum, sbr. yfirlýsingu Mark Zuckerberg, forstjóra Meta/Facebook.…
Munu þau dæma í eigin sök?

Munu þau dæma í eigin sök?

Munum að dánartíðni af völdum sjálfsmorða einna er gríðarlega há núna hjá kynslóðinni sem missti af framhaldsskólanámi í lokununum – en ekki var valið að verja þá sem ungir voru, heldur þá sem voru gamlir og svo hraklegir að heilsu að þeir þoldu ekki faraldurinn – og þeir kallaðir morðingjar sem vildu breiðari forsendur aðgerða.
Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upphaflega spratt þetta samstarf úr baráttu fyrir frelsun Julian…
Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið veitir innsýn í hvernig smávægileg persónuleg deila getur orðið að stórum átökum sem endurspegla valdastríð, réttlæti og samfélagsstöðu. Snæbjörn Pálsson var einstaklingur sem taldi sig órétti beittan og barðist gegn valdakerfi sem byggði á persónulegum tengslum og miðstýrðum völdum. Í nútímanum sjáum við enn sambærileg átök þar sem einstaklingar eða hópar standa gegn stórum valdaaðilum, hvort sem þeir eru stórfyrirtæki, stjórnvöld eða samfélagsmiðlar. Vald tengist enn efnahagslegum og pólitískum tengslum, og þeir sem mótmæla því lenda oft í erfiðleikum með að fá réttláta meðferð í kerfi sem getur verið flókið, formfast og tengt persónulegum völdum. Rykkilínsmálið sýnir okkur að mótþrói gegn slíkum kerfum er ekki nýr vandi. Það kallar fram spurningar um réttlæti, vald og hvernig samfélög takast á við breytingar, bæði á 18. öld og í nútímanum.
Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Og já, leitt að heyra að barnið þitt hafi verið misnotað eða lagt í einelti – við bara getum ekki boðið upp á áfallameðferð á næstunni, því aftur; sérhæft starfsfólk hefur yfirgefið kerfið. Við bara forgangsröðum öðru en heilsu og velferð barna. En hey – við ætlum að reyna að plástra þetta sár með því að fjölga löggum á vakt! Allir sáttir?