Frambjóðendurnir og dómnefndin

Frambjóðendurnir og dómnefndin

Ég var spurð í sumar hvort ástæðan fyrir því að gagnrýnisraddir fá stundum ekki undirtektir eða meðbyr almennings hljóti ekki að vera sú að málflutningurinn sé bara ekki nógu öflugur og nái því ekki til fólks. Þessu var ég ósammála. Helstu sérfræðingar heimsins geta verið sammála um ýmis álitamál en ná samt ekki alltaf að…
Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana

Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana

Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Skoðanakannanir gegna lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Þær virka sem spegill sem endurspeglar vilja og viðhorf kjósenda en eru einnig notaðar sem áhrifaríkt stjórntæki fyrir stjórnmálaflokka sem vilja aðlaga stefnu sína að síbreytilegum aðstæðum og væntingum almennings.  Á meðal annarra atriða veita kannanir stjórnmálaflokkum rauntímaupplýsingar…
Munu þau dæma í eigin sök?

Munu þau dæma í eigin sök?

Munum að dánartíðni af völdum sjálfsmorða einna er gríðarlega há núna hjá kynslóðinni sem missti af framhaldsskólanámi í lokununum – en ekki var valið að verja þá sem ungir voru, heldur þá sem voru gamlir og svo hraklegir að heilsu að þeir þoldu ekki faraldurinn – og þeir kallaðir morðingjar sem vildu breiðari forsendur aðgerða.
Olli prentlistin galdrafárinu?

Olli prentlistin galdrafárinu?

Við sjáum nánast daglega slík dæmi um að fjölmiðlum sé bannað að starfa, frelsi blaðamanna skert og þeir drepnir við störf sín, fólk dæmt í fangelsi fyrir að tjá skoðanir sínar. Það grunngildi sem tjáningarfrelsið hefur löngum verið er á hröðu undanhaldi. Það að almenningur láti sér þetta í léttu rúmi liggja, og að fræðimenn sem á endanum grundvalla störf sín einmitt á réttinum til frjálsrar tjáningar taki þátt í atlögunni án þess að átta sig á alvarleikanum er risastórt áhyggjuefni. Því tjáningarfrelsið er ekki aðeins forsenda þekkingarleitar og framþróunar, það er einnig sjálf grunnforsenda þess að lýðræðið fái þrifist. 
Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Réttlæti og ranglæti til umræðu í Brussel

Um helgina sótti ég fund fólks sem beitir sér í þágu málfrelsis og gegn hvers kyns þöggun. Þessi hópur sem orðinn er allstór stendur að stofnun sem við köllum á ensku Institute for the Public Interest, skammstafað IPI. Á íslensku væri heitið Stofnun í þágu almannahags. Upphaflega spratt þetta samstarf úr baráttu fyrir frelsun Julian…
Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið veitir innsýn í hvernig smávægileg persónuleg deila getur orðið að stórum átökum sem endurspegla valdastríð, réttlæti og samfélagsstöðu. Snæbjörn Pálsson var einstaklingur sem taldi sig órétti beittan og barðist gegn valdakerfi sem byggði á persónulegum tengslum og miðstýrðum völdum. Í nútímanum sjáum við enn sambærileg átök þar sem einstaklingar eða hópar standa gegn stórum valdaaðilum, hvort sem þeir eru stórfyrirtæki, stjórnvöld eða samfélagsmiðlar. Vald tengist enn efnahagslegum og pólitískum tengslum, og þeir sem mótmæla því lenda oft í erfiðleikum með að fá réttláta meðferð í kerfi sem getur verið flókið, formfast og tengt persónulegum völdum. Rykkilínsmálið sýnir okkur að mótþrói gegn slíkum kerfum er ekki nýr vandi. Það kallar fram spurningar um réttlæti, vald og hvernig samfélög takast á við breytingar, bæði á 18. öld og í nútímanum.
Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fram alþjóðleg risafrétt, sem við reyndar heyrum hvorki á RÚV né öðrum ríkisstyrktum íslenskum fjölmiðlum: Zuckerberg forstjóri FB viðurkennir, í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og beitt ritskoðun á…
Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Lágstéttinni fórnað í baráttunni við verðbólguna

Á dögunum tilkynnti seðlabankastjóri að Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% um komandi skeið. Í leiðinni gerði hann lítið úr bágri efnahagsstöðu stórrar hluta þjóðarinnar, þegar hann fullyrti að þessi harða peningastefna hafi ekki komið heimilum í vandræði, þar sem seðlabankinn sjái “eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum.” Þannig virðist hann vera algjörlega úr tengslum við stóran hluta almennings, og þann raunveruleika sem almenningur lifir.
Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði.
Margt sem þú lest er lygi

Margt sem þú lest er lygi

Þegar ég hóf störf sem blaðamaður fyrir rúmum 29 árum hafði ég ekki fullmótaðar hugmyndir um íslenska fjölmiðla, starf þeirra og hlutverk. Ég var enda bara 21 árs, óreyndur og vanþroska stráklingur sem gerði ráð fyrir því að eina markmiðið væri að segja satt og rétt frá, á eins hlutlægan og hlutlausan hátt og mögulegt…
Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Oft grípa blaðamenn til þeirrar einföldunar að skella skuldinni á „öfgamenn“ þótt það blasi við öllum að á götum eru venjulegir einstaklingar í borgaralegum klæðum að fá útrás fyrir það sem þeir telja vera aftenging samfélags og stjórnmála. Blaðamenn þurfa að veita samhengi áður en hægt sé að ræða rétt og rangt.