Valið er okkar

Valið er okkar

Daniel Hannan hefur um margra ára skeið skrifað pistla í Daily Telegraph, Spectator o.fl. þar sem rauði þráðurinn hefur verið einstaklingsfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur manna og þjóða. Morgunblaðið birti ítarlegt viðtal Andrésar Magnússonar við Hannan sl. fimmtudag, sem vert er að vekja athygli á.  Ömurlegar og fáránlegar aðgerðir Hannan segir í viðtalinu að enn sjáist engin…
Mun íslenskt réttarkerfi standast prófið?

Mun íslenskt réttarkerfi standast prófið?

Nú eftir að nær allir Íslendingar hafa smitast, þá blasir tilgangsleysi aðgerðanna við öllum.  En mun íslenskt réttarkerfi átta sig á því og standast prófið, eða er stjórnarskráin marklaust plagg sem yfirvöld geta ýtt til hliðar þegar hentar. Klukkan 9:00 í dag (7.júní) fer mál sem tengist þessum aðgerðum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í sal 201. Hvet alla sem geta komist til að mæta.
Beinagrindurnar í skáp veirutíma

Beinagrindurnar í skáp veirutíma

Nú þegar beinagrindurnar eru byrjaðar að velta úr skápunum er kominn tími til að staldra við að hugleiða hvað við gerum næst þegar blásið er í yfirgengilegar skerðingar á borgaralegu frelsi fólks. Fyrsta skrefið fyrir alla er að byrja tjá sig, og óttast ekki. 
Hvað “lærðu” þau af faraldrinum og hvað getum við lært af því?

Hvað “lærðu” þau af faraldrinum og hvað getum við lært af því?

Fjórir þessara einstaklinga eru læknar og einn er hjúkrunarfræðingur. Allt þetta fólk ætti að hafa menntun og skynsemi til að greina milli læknisfræðilegra ráðstafana sem virka og þeirra sem virka ekki. Allt ætti þetta fólk að geta lesið, skilið og dregið rökréttar ályktanir af vísindarannsóknum.
Blaðamenn og fíllinn í herberginu

Blaðamenn og fíllinn í herberginu

Gagnrýnin hugsun á í vök að verjast og fagleg blaðamennska ekki síður. Það sem margir töldu áður vera trausta og hlutlæga fjölmiðla sem miðla mikilvægum upplýsingum og skoðunum eru oftar en ekki fyrirbæri sem hegða sér eins og hver annað launaður blaðamannafulltrúi stórfyrirtækis.
Ef ekki hefði verið fyrir lygar Hancocks hefði ég getað stöðvað lokanirnar

Ef ekki hefði verið fyrir lygar Hancocks hefði ég getað stöðvað lokanirnar

Og til hvers? Hugmyndin var sú að þessar lokanir myndu bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óhófleg dauðsföll. Hins vegar þarf ekki annað en að horfa til Svía, sem völdu að fara ekki hina hroðalegu haftaleið, til að sjá að þetta var víðsfjarri lagi. Nýjasta greining WHO sýnir að árin 2020 og 2021 var meðaldánartíðni í Svíþjóð 56 af hverjum 100.000 – samanborið við 109 í Bretlandi, 111 á Spáni, 116 í Þýskalandi og 133 á Ítalíu.
Vísindi hverra?

Vísindi hverra?

Mögulega er skýringa ekki að leita til vísindanna heldur yfirvalda, stórfyrirtækja og fjölmiðla á spena þeirra. Ástand ótta ríkti og við þreifuðum út í loftið eftir einhverju til að veita okkur sálarró (og aðrir fundu tækifæri til að hagnast á ástandinu). Við tókum þátt í þöggunum á röddum sem fylgdu ekki línunni enda mátti ekki raska samtakamættinum í sjálfseyðileggingunni. Þetta kom vísindum ekkert við, enda eru þau alls ekki alltaf sammála um allt þá frekar en nokkurn tímann. Það er jú eðli vísinda: Þau eru leitandi. 
Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Getur verið að fyrir hvert dauðsfall vegna Covid-19 hafi að minnsta kosti tveimur einstaklingum verið fórnað með gagnslausum ráðstöfunum, og þá eru dauðsföll vegna bólusetninga ekki talin með? Er mögulegt að það hafi ekki verið sérlega góð hugmynd að tæta upp samfélagsvefinn vegna veiru með 0,2% dánarhlutfall?
Lokanir í nafni sóttvarna misstu marks

Lokanir í nafni sóttvarna misstu marks

Hvernig stendur á því að vægar sóttvarnaaðgerðir skila engu síðri árangri en harðar? Skýringin liggur sjálfsagt í því að lokanir og aðrar aðgerðir eru jafnan viðbragð við fjölgun smita. Smit skila sér ekki í greiningu fyrr en eftir nokkra daga. Hér á landi lagði sóttvarnalæknir til dæmis óljóst mat á þróunina og sendi heilbrigðisráðherra minnisblað um aðgerðir eftir að greindum smitum fjölgaði. Eftir að hafa farið yfir málið og kynnt það í ríkisstjórn gaf ráðherra svo út reglugerð um lokanir. Þá var öllum hvort eð er orðið ljóst að smitum væri að fjölga og höguðu sér eftir því, hver eftir sínum efnum og aðstæðum.
Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Um helgina sem leið stóðu samtökin Málfrelsi fyrir fundi undir yfirskriftinni “Ótti og einangrun”. Þar kynnti rithöfundurinn Laura Dodsworth efni metsölubókar sinnar A State of Fear sem fjallar um það hvernig bresk yfirvöld beittu hræðsluáróðri til að fá almenning til að fylgja sóttvarnarreglum. Vísar hún t.a.m. í skýrslu stjórnvalda er segir: “A substantial number of…
Munum við einhvern tíma læra?

Munum við einhvern tíma læra?

„Þau“ eru hermennirnir sem streyma á vígvöllinn í stað þess að neita því, unnustur þeirra, sem tína blómin til að leggja á leiði þeirra, í stað þess að banna þeim að fara. Því stríð brjótast ekki út án hermanna, og eins og hið fræga leikverk Aristófanesar, Lýsistrata, kennir okkur, þá  brjótast þau ekki heldur út án unnusta þeirra; stríð brjótast aðeins út með stuðningi fólksins, eða vegna afskiptaleysis þess.
Hin dularfullu umframdauðsföll

Hin dularfullu umframdauðsföll

Nágrannalöndin Noregur og Svíþjóð, eru að koma mjög svipað út úr tölfræðinni sem sýnir umframdauðsföll en þjóðirnar tóku ekki eins á faraldrinum og beittu ekki sömu sóttvarnaraðgerðum. Svíþjóð var, eins og þekkt er orðið, harðlega gagnrýnt fyrir að hafa samfélagið opið og starfrækt án grímuskyldu, nema innan heilbrigðiskerfisins.