Posted inGagnrýnin hugsun Heimspeki Útilokunarmenning
Hvað er vekni?
Meðal gallanna má telja afneitun á náttúrulegu eðli mannsins sem dýrategundar með hlutlægt tilfinninga- og siðferðislíf sem býður sjálfdæmishyggju birginn. Ýmsir óttast einnig ósættanleikann sem skautunarmenningin virðist bera í sér og kvíðann og gremjuna sem hún vekur upp, ekki síst á samfélagsmiðlum sem fitna eins og púki á fjósbita við hvert nýtt samfélagslegt kvíðakast.