Tilnefning Roberts Kennedy til heilbrigðsráðherra

Tilnefning Roberts Kennedy til heilbrigðsráðherra

Tilnefning Donalds Trump á Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra hefur valdið miklum verðlækkunum á hlutabréfum Moderna, Pfizer og Novavax. Hlutabréf í Moderna féllu um 7% eftir tilkynningu um að RFK Jr. yrði heilbrigðisráðherra, hlutabréf Pfizer lækkuðu um 3% og Novavax sá hlutabréf sín falla um 5%. Hugmyndin um að einn af þekktustu efasemdamönnum Bandaríkjanna…
Frambjóðendurnir og dómnefndin

Frambjóðendurnir og dómnefndin

Ég var spurð í sumar hvort ástæðan fyrir því að gagnrýnisraddir fá stundum ekki undirtektir eða meðbyr almennings hljóti ekki að vera sú að málflutningurinn sé bara ekki nógu öflugur og nái því ekki til fólks. Þessu var ég ósammála. Helstu sérfræðingar heimsins geta verið sammála um ýmis álitamál en ná samt ekki alltaf að…
Hættum við að geta hugsað?

Hættum við að geta hugsað?

Með tilkomu spunagreindar á borð við ChatGPT hefur gervigreindartækni tekið risastökk fram á við og notkun hennar vex hratt. Hefðbundin gervigreind getur greint gögn, reiknað og gert flóknar spár. En spunagreindin hefur náð valdi á tungumálinu, getur skilið texta og bætt við hann og í krafti þess getur hún skrifað ritgerðir og skýrslur, lesið gríðarlegt…
Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Mögulega er versti glæpurinn sá að þykjast vera torg en vera borg. Að þykjast leyfa ólíkar skoðanir en leyfa svo bara sumar. Þeir sem mæta á torgið telja sig vera í samfélagi manna en eru svo raun í samfélagi borgara – í einu samfélagi en ekki samfélagi allra manna. 
Olli prentlistin galdrafárinu?

Olli prentlistin galdrafárinu?

Við sjáum nánast daglega slík dæmi um að fjölmiðlum sé bannað að starfa, frelsi blaðamanna skert og þeir drepnir við störf sín, fólk dæmt í fangelsi fyrir að tjá skoðanir sínar. Það grunngildi sem tjáningarfrelsið hefur löngum verið er á hröðu undanhaldi. Það að almenningur láti sér þetta í léttu rúmi liggja, og að fræðimenn sem á endanum grundvalla störf sín einmitt á réttinum til frjálsrar tjáningar taki þátt í atlögunni án þess að átta sig á alvarleikanum er risastórt áhyggjuefni. Því tjáningarfrelsið er ekki aðeins forsenda þekkingarleitar og framþróunar, það er einnig sjálf grunnforsenda þess að lýðræðið fái þrifist. 
Þögnin er ærandi

Þögnin er ærandi

Lítið lát er á dauðsföllum og ljóst er að langtímaskaði Covid-19 mRNA bóluefnanna er meiri en svartsýnustu menn óttuðust. Að stinga höfðinu í sandinn og draga úr eða tefja  upplýsingagjöf um fjölda látinna er ekki neinum til gagns og hjálpar ekki sköðuðum. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisstéttir horfist í augu við heilsufarsvandamálin sem bóluefnin…
Er ég stýrð andstaða?

Er ég stýrð andstaða?

Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að eftir yfirlestur þessarar greinar þá skil ég  vel að einhver telji þessa grein vera málgagn stýrðrar andstöðu. Ég veit ekki hvernig ég get afsannað þann grun enda gæti ég verið stýrð andstaða án þess að vita af því.
Dvínandi þátttaka í bólusetningum barna: þvinganir eða traust?

Dvínandi þátttaka í bólusetningum barna: þvinganir eða traust?

Í stað þess að stuðla að opinskárri og upplýstri umræðu um bæði ávinningu og áhættu bólusetninga, er umræðan að verða einhliða. Ef markmiðið er að byggja upp heilbrigðara og samheldnara samfélag, gæti leiðin áfram ekki legið í tilskipunum og áróðri, heldur í trausti, samræðu og gagnsæi.
Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið

Rykkilínsmálið veitir innsýn í hvernig smávægileg persónuleg deila getur orðið að stórum átökum sem endurspegla valdastríð, réttlæti og samfélagsstöðu. Snæbjörn Pálsson var einstaklingur sem taldi sig órétti beittan og barðist gegn valdakerfi sem byggði á persónulegum tengslum og miðstýrðum völdum. Í nútímanum sjáum við enn sambærileg átök þar sem einstaklingar eða hópar standa gegn stórum valdaaðilum, hvort sem þeir eru stórfyrirtæki, stjórnvöld eða samfélagsmiðlar. Vald tengist enn efnahagslegum og pólitískum tengslum, og þeir sem mótmæla því lenda oft í erfiðleikum með að fá réttláta meðferð í kerfi sem getur verið flókið, formfast og tengt persónulegum völdum. Rykkilínsmálið sýnir okkur að mótþrói gegn slíkum kerfum er ekki nýr vandi. Það kallar fram spurningar um réttlæti, vald og hvernig samfélög takast á við breytingar, bæði á 18. öld og í nútímanum.
Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Verðum að ráðast gegn rót vandans, ekki bara á birtingarmyndina

Og já, leitt að heyra að barnið þitt hafi verið misnotað eða lagt í einelti – við bara getum ekki boðið upp á áfallameðferð á næstunni, því aftur; sérhæft starfsfólk hefur yfirgefið kerfið. Við bara forgangsröðum öðru en heilsu og velferð barna. En hey – við ætlum að reyna að plástra þetta sár með því að fjölga löggum á vakt! Allir sáttir?