Posted inFjölmiðlar Mannréttindi Tjáningarfrelsi
Ritskoðunin og útsendarar hennar
Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplýsingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull.