Sapere aude!

Sapere aude!

Árið 1784 orðaði Immanúel Kant þetta svo í ritgerðinni Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?: "Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því "Sapere aude!, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!"
Hægri rugludallarnir svokölluðu

Hægri rugludallarnir svokölluðu

Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.
Ritskoðunin og útsendarar hennar

Ritskoðunin og útsendarar hennar

Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplýsingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull.
Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Um helgina sem leið stóðu samtökin Málfrelsi fyrir fundi undir yfirskriftinni “Ótti og einangrun”. Þar kynnti rithöfundurinn Laura Dodsworth efni metsölubókar sinnar A State of Fear sem fjallar um það hvernig bresk yfirvöld beittu hræðsluáróðri til að fá almenning til að fylgja sóttvarnarreglum. Vísar hún t.a.m. í skýrslu stjórnvalda er segir: “A substantial number of…
Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Á fundi Mál­frels­is í Þjóðminja­safn­inu kl. 14 nk. laug­ar­dag verða fram­an­greind álita­mál rædd og leitað svara við þeirri spurn­ingu hvort sam­fé­lagsvef­ur­inn sé að rakna upp. Á fund­in­um fá Íslend­ing­ar tæki­færi til að hlusta á sjón­ar­mið konu sem hvet­ur okk­ur til að verða ekki ótt­an­um að bráð, held­ur taka ábyrgð á eig­in til­vist með virkri þátt­töku í því að verja lýðræðið. Laura Dodsworth er höf­und­ur bók­ar­inn­ar „A State of Fear“ (2021) sem fjall­ar um þann hræðslu­áróður sem fyr­ir ligg­ur að bresk stjórn­völd beittu frá því snemma árs 2020 í því skyni að hræða fólk til hlýðni við til­skip­an­ir yf­ir­valda.
Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fundi Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14 laugardaginn 15 apríl.
Samsærisstaðreyndir

Samsærisstaðreyndir

Skaðinn sem atburðir síðustu 3ja ára hafa valdið almenningi um allan heim er óendalega mikill og verður aldrei bættur. Eins og kom fram í vitnaleiðslunni eru sterkar vísbendingar um að rangt hafi verið haft við hvað varðar sjálfa tilurð faraldursins og ljóst að stjórnvöld víða um heim hafa blekkt eigin þegna með óttaáróðri og mörgu fleiru.
Endalok Fréttablaðsins

Endalok Fréttablaðsins

Það er raunar hlálegt að það óvissuástand sem nú er uppi er í bein afleiðing af þeirri sjálfsmorðsárás á samfélagið sem stjórnmálaflokkarnir stóðu að, allir sem einn snemma árs 2020, en sem Fréttablaðið barðist gegn af mikilli einurð lengi vel, árás sem raunar átti sér ekki aðeins stað hérlendis, heldur um allan heim.
Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Þann 25. mars 2020 birti belgíski sálfræðiprófessorinn Mattias Desmet stutta blaðagrein, titlaða "De angst voor het coronavirus is gevaarlijker dan het virus zelf", eða "Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf". Þessi grein vakti mikil viðbrögð, fyrst í Belgíu en í kjölfarið víða um heim og greining Desmets á þeirri kreppu sem hófst fyrir þremur árum hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Í tilefni af þessum tímamótum endurbirti Desmet greinina á bloggi sínu og hefur veitt Krossgötum góðfúslegt leyfi til að þýða hana og birta.
Hvenær má ljúga?

Hvenær má ljúga?

Getur lygarinn gert hreint fyrir sínum dyrum, játað lygarnar, og haldið áfram að styðja við fórnarlömb ofbeldis? Vitaskuld. Sé áhuginn á að veita slíkan stuðning áfram til staðar þá er það bara spurning um að biðjast afsökunar og gera það af auðmýkt en ekki með útúrsnúningum. Málfrelsi má líka nýta til þess.
Svíum farnaðist betur en flestum í faraldrinum

Svíum farnaðist betur en flestum í faraldrinum

Menn vildu ekki hafa þennan samanburð við Svíþjóð. Svíar gerðu það erfiðara fyrir aðra að halda því fram að aðeins væri ein leið möguleg. Fyrir þessa kollega hefði verið þægilegra ef Svíar hefðu gert eins og allir aðrir. Menn reyndu að fela eigið óöryggi með því að skamma Svía
Hvernig “Orðalögreglan” stýrir því hvaða fréttir við fáum

Hvernig “Orðalögreglan” stýrir því hvaða fréttir við fáum

Ég skrifaði í síðasta mánuði á Substack um „Atlöguna að málfrelsinu“ Sú atlaga felur þó ekki ávallt í sér beina ritskoðun, útilokun og að neitað sé að takast á um hugmyndir á opnum umræðuvettvangi. Líkt og feluleikurinn með skýrslu World Obesity Federation sýnir eru fréttir stundum síaðar og efni sem ekki fellur að tilteknum stjórnmálaskoðunum er einfaldlega ekki birt. Þegar atlögur hennar valda því að almenningur fær ekki upplýsingar um mikilvæg málefni er takmarki Orðalögreglunnar náð.