Stóru fjölmiðlarnir eru á fallanda fæti

Stóru fjölmiðlarnir eru á fallanda fæti

Traust almennings til fjölmiðla á Vesturlöndum hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Þetta kemur m.a. fram í könnunum þar sem spurt er hvort fólk telji fréttamiðla vera óháða gagnvart þrýstingi frá stjórnmálum og ríkisvaldi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum gætir stöðugt vaxandi vantrausts til stóru fjölmiðlanna. Í leit að skýringum má telja mestar líkur á að þetta megi rekja til þess…
Er samtalið búið?

Er samtalið búið?

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur borið á talsverðri reiði í samfélaginu undanfarið bæði vegna kennslubókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt, sem er á vegum Menntamálastofnunar, og svo nokkurra plakata á vegum Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar (þó að plakatið um BDSM sem fannst í Langholtsskóla hafi reyndar verið merkt Samtökunum 78 og Reykjavíkurborg). Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá þá bera Samtökin 78 enga ábyrgð á bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt, en bæði bókinni og plakötum hefur verið slengt saman í umræðu á samfélagsmiðlum, enda eiga þau sameiginlegt að koma umdeildum skilaboðum áleiðis til barna.
Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Hvað er í gangi með kynfræðsluna?

Umræðan um kynfræðslu er komin út í skurð. Fjölmiðlar virðast ekki nenna að útskýra ákveðinn misskilning varðandi þetta mál og kjósa þess í stað að rægja fólk fyrir að gagnrýna bókina "Kyn, kynlíf og allt hitt" eftir Cory Silverberg. Í þessari grein verður farið yfir málin og greitt úr flækjunni.
„Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

„Woke“, opinberar syndajátningar og gagnsleysi dyggðaflöggunar

Hugarheimur æði margra samborgara okkar er gegnsýrður af amerískum þankagangi. Þess sér reglulega stað í stjórnmálaumræðunni hér — sem og annars staðar í Norðurálfu — þar sem reynt er að heimfæra deiluefni bandarísks þjóðlífs upp á evrópskan veruleika. Útkoman verður í besta falli hjákátleg en getur líka orðið stórskaðleg.
Google á sakamannabekk vegna einokunartilburða

Google á sakamannabekk vegna einokunartilburða

Nú hefjast réttarhöld yfir Google vegna brota á samkeppnislögum og fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Réttarhöldin standa næstu tvo mánuði. Google er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki í heimi. Það safnar upplýsingum um alla notendur sína, tengir þær saman og selur svo öðrum. Google veit miklu meira um notendur sína en notendurnir sjálfir. Flestir Íslendingar þekkja fyrirtækið…
Skoðanir eða þekking

Skoðanir eða þekking

Við ber­umst með straumn­um til nýrr­ar þjóðfé­lags­gerðar að kín­verskri fyr­ir­mynd, all­ir verða að ganga í takt sem hjá okk­ur er sleg­inn af vest­rænni þekk­ingu og sum­um þeim gild­um sem okk­ar þjóðfé­lags­gerð bygg­ist á – nema kannski gagn­rýn­inni hugs­un og víðsýni.
Að vera vitur fyrirfram

Að vera vitur fyrirfram

Greinin sem hér fer á eftir, eftir Helga Örn Viggósson, birtist á Facebook þann 30. janúar 2021. Helgi fer þar ítarlega í gegnum yfirlýsingar Kára Stefánssonar um tilurð og virkni bóluefnanna, en eins og alkunna er dásamaði hann þau mjög um leið og þau komu á markað, og raunar fyrr. Helgi vísar hér til rannsókna og viðvarana vísindamanna sem þá þegar höfðu komið fram. Allt upplýsingar sem lágu fyrir strax þá, áður en bólusetningaherferðin hérlendis hófst fyrir alvöru, og um hálfu ári áður en Kári Stefánsson krafðist útskúfunar þeirra sem neituðu að taka áhættuna, útskúfunar þeirra sem hugsuðu gagnrýnið, sem kynntu sér fyrirliggjandi upplýsingar og tóku upplýstar ákvarðanir á grunni þeirra. Útskúfunar þeirra sem höfðu hugrekki til að leitast við að upplýsa aðra af umhyggju fyrir velferð þeirra og voru tilbúnir til að hætta eigin hagsmunum, eigin orðspori og jafnvel fjölskyldu- og vinaböndum í því skyni. Útskúfunar þeirra sem ekki voru “vitrir eftir á” heldur vitrir fyrirfram.
Klappstýran sem krafðist ævilangrar sóttkvíar óbólusettra viðurkennir loks skaðsemi bóluefnanna

Klappstýran sem krafðist ævilangrar sóttkvíar óbólusettra viðurkennir loks skaðsemi bóluefnanna

Þrátt fyrir að viðurkenna loks hættuna sem stafar af hinum svokölluðu bóluefnum, reynir Kári þó í viðtalinu að halda fram hreinni fjarstæðu í örvæntingarfullri tilraun til að réttlæta "sóttvarnaráðstafanirnar". Hann staðhæfir, þvert á allar staðreyndir sem fyrir lágu, jafnvel þvert á sönnunargögnin sem hans eigið fyrirtæki safnaði strax í mars 2020, að í upphafi faraldursins hafi litið út fyrir að hann væri "fyrsti kafli í sögunni um útrýmingu mannkyns."
Fréttamaður RÚV gerir lítið úr kynlífsþrælkun barna

Fréttamaður RÚV gerir lítið úr kynlífsþrælkun barna

Sjálfstæða stórmyndin Sound of Freedom hefur vakið mikla athygli í sumar vegna sigurfarar sinnar um bandarísk kvikmyndahús. Hefur hún þénað 150 milljónir Bandaríkjadollara á fjórum vikum þrátt fyrir að hafa aðeins kostað 15 milljónir í framleiðslu, vera gefin út af óreyndum litlum kvikmyndaframleiðanda, og vera í samkeppni við margfalt dýrari og betur markaðsettar Hollywood myndir…
Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Áður en ég sný mér að þeim Dwight og Jo sem vísað er til í fyrirsögn langar mig til að segja frá samræðu um Úkraínustríðið. Þátttakendur komu víða að – gott ef ekki úr öllum heimshornum. Margir voru herskáir, ekki síst þeir sem bjuggu fjarri ófriðarbálinu, þeir vildu enga uppgjöf, barist skyldi til síðasta manns…
Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Ég er varkárari en Chomsky og Marcuse. Ég vara við því að við eigum á hættu að lenda í alræðissamfélagi — ekki að við séum þar enn. En blæbrigði eru stundum til einskis. Samkennari einn lýsti mér nýlega sem „hugmyndafræðingi öfgastefnu gegn stjórnvöldum“ á degi sem í háskólanum var tileinkaður hægriöfgastefnu. Við venjulegar aðstæður hefði ég sprungið úr hlátri. En bros mitt var dauft. Ég get ekki útilokað að kollegi minn trúi þessu í einlægni.
Dauðaþögn í fjölmiðlum um nýja stórmynd um kynlífsþrælkun barna

Dauðaþögn í fjölmiðlum um nýja stórmynd um kynlífsþrælkun barna

Á sjálfstæðisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí síðastliðnum, kom út kvikmyndin Sound of Freedom. Myndin skartar Jim Caviezel (Passion of the Christ og Count of Monte Cristo) í aðalhlutverki og óskarsverðlaunahafanum Mira Sorvino í aukahlutverki. Sagan er byggð á sönnum atburðum, og fjallar um alríkisfulltrúa sem vann fyrir Department of Homeland Security við að berjast gegn kynlífsglæpum…