Marka endalok staðreyndavöktunar endurkomu staðreyndanna?

Marka endalok staðreyndavöktunar endurkomu staðreyndanna?

Það er hins vegar áfram stórt áhyggjuefni hvernig risafyrirtæki sem njóta náttúrulegrar einokunarstöðu hafa tök á að stýra umræðunni, stjórna því hvort og hvernig efni hefðbundinna fréttamiðla er komið á framfæri, draga notendur inn í bergmálshella og móta afstöðu þeirra, yfirleitt á grundvelli ógagnsærra algríma.
Áfellisdómur yfir kerfinu

Áfellisdómur yfir kerfinu

Sóttvarnaráðstafanir á borð við lokanir og grímuskyldu reyndust í mörgum tilvikum byggðar á ótraustum vísindum. Samkvæmt skýrslunni var tillagan um að halda 6 feta fjarlægð tilviljanakennd og án vísindalegrar undirstöðu. Grímuskylda, sem átti að verja almenning gegn smiti, var kynnt með óljósum og mótsagnakenndum skilaboðum sem drógu úr trausti almennings á heilbrigðisyfirvöldum.
Hættum við að geta hugsað?

Hættum við að geta hugsað?

Með tilkomu spunagreindar á borð við ChatGPT hefur gervigreindartækni tekið risastökk fram á við og notkun hennar vex hratt. Hefðbundin gervigreind getur greint gögn, reiknað og gert flóknar spár. En spunagreindin hefur náð valdi á tungumálinu, getur skilið texta og bætt við hann og í krafti þess getur hún skrifað ritgerðir og skýrslur, lesið gríðarlegt…
Olli prentlistin galdrafárinu?

Olli prentlistin galdrafárinu?

Við sjáum nánast daglega slík dæmi um að fjölmiðlum sé bannað að starfa, frelsi blaðamanna skert og þeir drepnir við störf sín, fólk dæmt í fangelsi fyrir að tjá skoðanir sínar. Það grunngildi sem tjáningarfrelsið hefur löngum verið er á hröðu undanhaldi. Það að almenningur láti sér þetta í léttu rúmi liggja, og að fræðimenn sem á endanum grundvalla störf sín einmitt á réttinum til frjálsrar tjáningar taki þátt í atlögunni án þess að átta sig á alvarleikanum er risastórt áhyggjuefni. Því tjáningarfrelsið er ekki aðeins forsenda þekkingarleitar og framþróunar, það er einnig sjálf grunnforsenda þess að lýðræðið fái þrifist. 
Gagnrýnin hugsun og gervigreind

Gagnrýnin hugsun og gervigreind

Þannig snýst gagnrýnin hugsun ekki aðeins um að sannreyna staðreyndir og hugsa rökrétt og af nákvæmni, heldur snýst hún ekki síður um þá siðferðilegu afstöðu að kjósa að leita sannleikans og að hafa hugrekki til að viðurkenna að maður kunni að hafa rangt fyrir sér.
Mannúð

Mannúð

Nú á næstu dögum stendur til að leggja líf Yazans í hættu - þetta unga, stutta líf þessa þjáða barns. Á því er engin þörf. Það er enginn sem bíður tjón af því að bjarga þessu barni. Það eina sem lýtur í lægra haldi er miskunnarleysið, andstæða mannúðarinnar, miskunnarleysið sem krefst þess að öllum glufum sé lokað, barið í alla bresti, sérhver sprunga fyllt - að tryggt sé með öllum ráðum að engin birta komist inn.
Hræðsla, þöggun og grundvöllur lýðræðisins

Hræðsla, þöggun og grundvöllur lýðræðisins

Nú þegar svo virðist komið að ritskoðun og þöggun sé í huga margra að verða eðlilegt ástand, bæði fyrir tilstilli stjórnvalda ýmissa ríkja og ekki síður samfélagsmiðlarisa er kannski vert að huga að grundvelli og inntaki tjáningarfrelsisins. Það er kannski kaldhæðnislegt að samfélagsmiðlarisinn Meta skuli minna mig á þessa færslu sem skrifuð var fyrir tveimur…