Munum við einhvern tíma læra?

Munum við einhvern tíma læra?

„Þau“ eru hermennirnir sem streyma á vígvöllinn í stað þess að neita því, unnustur þeirra, sem tína blómin til að leggja á leiði þeirra, í stað þess að banna þeim að fara. Því stríð brjótast ekki út án hermanna, og eins og hið fræga leikverk Aristófanesar, Lýsistrata, kennir okkur, þá  brjótast þau ekki heldur út án unnusta þeirra; stríð brjótast aðeins út með stuðningi fólksins, eða vegna afskiptaleysis þess.
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Endalok Fréttablaðsins

Endalok Fréttablaðsins

Það er raunar hlálegt að það óvissuástand sem nú er uppi er í bein afleiðing af þeirri sjálfsmorðsárás á samfélagið sem stjórnmálaflokkarnir stóðu að, allir sem einn snemma árs 2020, en sem Fréttablaðið barðist gegn af mikilli einurð lengi vel, árás sem raunar átti sér ekki aðeins stað hérlendis, heldur um allan heim.
Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið sem við höfum til að berjast við heimsendaspámenn og snákaolíusala er gagnrýnin hugsun; skýr rökhugsun, sífelld leit að staðreyndum, sívakandi efi. Og það nægir ekki að örlítill minnihluti hafi gagnrýna hugsun á valdi sínu. Fjöldinn þarf að vera nægur til að stöðva áróðurinn í fæðingu. Það að stuðla að þessu er mikilvægasta verkefni samtímans.
Roald Dahl og afneitun veruleikans

Roald Dahl og afneitun veruleikans

Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum eða einkalegri upplifun einstaklinga.
Áströlsk yfirvöld leyndu upplýsingum, hvað um íslensk?

Áströlsk yfirvöld leyndu upplýsingum, hvað um íslensk?

Komið er í ljós að áströlsk yfirvöld leyndu vísvitandi andlátum vegna kóvítbóluefna. Um er að ræða andlát þar sem búið var að staðfesta að dánarorsökin væri bóluefnið. Flest voru þessi andlát meðal barna. Yfirvöld halda því fram að þetta hafi verið gert til að draga ekki úr tiltrú á bóluefnið!  Á sama tíma hafa fjölmiðlar og samfélagsmiðlar markvisst hindrað að upplýsingar um andlát og annan skaða af þessum efnum kæmu fram á sjónarsviðið, ritskoðað, þaggað niður í og bannað þá sem vakið hafa athygli á vandanum.
Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.
Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

En í þessu hafi ritskoðunar, lyga og blekkinga vekur heiðarleg rödd Kevins Bass von. Einmana rödd enn sem komið er að vísu, en margir fleiri innan vísindasamfélagsins hljóta að hugsa á sömu nótum. Þeir þora kannski ekki að tjá sig ennþá. En á einhverjum tímapunkti verða þeir að gera það. Þeir verða að tjá sig og þeir verða að horfast í augu við ábyrgð sína.
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.