Hin endanlega lausn
Þegar ég kom til fundarins vissi ég það eitt að þar myndi tala maður sem hafði eytt þriðjungi ævinnar í haldi miskunnarlausra stríðsherra. Það fór eiginlega ekki saman hljóð og mynd þegar þessi maður sté í pontu og tók að tala. Því þarna fór ekki bitur maður, fullur heiftar og sjálfsvorkunnar, heldur maður sem lífshamingjan og kærleikurinn geislaði af.