Tjáningarfrelsið á stríðstímum

Tjáningarfrelsið á stríðstímum

Fyrri heimsstyrjöldin 1914-1918 var merkilegt sögulegt tímabil fyrir margar sakir og það eru margar lexíur sem hægt er að læra af henni. Allir sagnfræðingar nú á dögum eru nokkurn veginn sammála um að þetta stríð hafi verið fullkomlega tilgangslaust glapræði. Fleiri milljónum hermanna var fórnað fyrir ekki neitt. Heil kynslóð glataðist. Það voru stríðsóðir konungar, keisarar…
Fundur 15. maí: Samtökin 78 sitja fyrir svörum

Fundur 15. maí: Samtökin 78 sitja fyrir svörum

Málfrelsi lítur á það sem hlutverk sitt að ýta undir upplýsta umræðu um umdeild mál. Við efnum því til fundar um þetta málefni, sem haldinn verður á Kringlukránni þann 15. maí nk. kl. 19:30. Þar mun Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnstýra Samtakanna 78 halda stutt erindi um hinseginfræðslu samtakanna og í kjölfarið verður opnað á spurningar úr sal.
Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Í janúar sl. skilaði Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, inn umsögn í Samráðsgátt um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu. Umrætt mál er nú komið til Allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og hefur umsögn félagsins verið send nefndinni. Þetta mál er að mati félagsins gróf tilraun til að skerða málfrelsi og mismuna þegnum landsins.
Sjö ára grunnskólabörnum kennt að þau megi taka myndir af líkömum sínum

Sjö ára grunnskólabörnum kennt að þau megi taka myndir af líkömum sínum

Undanfarin misseri hefur verið virk umræða á samfélagsmiðlum og víðar um veggspjöld sem hanga á veggjum margra grunnskóla landsins. Fréttavefurinn Vísir kallar þau veggspjöld um kynheilbrigði, en greinir frá því að þau hafi verið „fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda.“ Þó sjái verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg að almennt sé mikil ánægja…
Hvað um fastanefndina um rangupplýsingar? Spurning handa Elon Musk

Hvað um fastanefndina um rangupplýsingar? Spurning handa Elon Musk

Þú sagðir sjálfur í margfrægu tísti sem mjög var fagnað: "Fólk sem slær um sig með rangupplýsingatali er nær örugglega sjálft sekt um að dreifa röngum upplýsingum." Einmitt. Hvað er það þá sem þú eða fulltrúar þínir eru að ræða í fastanefnd ESB um rangupplýsingar? Eru það ekki rangar upplýsingar? Því umræða um "rangupplýsingar" og hvernig eigi að "berjast" gegn þeim þannig að ESB sé ánægt, þetta er nú einmitt tilgangur nefndarinnar!
Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Það krefst hugrekkis að berjast gegn róginum en það er það sem Ware gerði. Hann höfðaði sögulegt meiðyrðamál gegn Verkamannaflokknum, útgefanda vefsíðunnar, og einnig gegn Naomi Wimborne-Idrissii, sem var fyrst til að ásaka hann um „kynþáttafordóma“ og að vera „hægrisinnaður“.
Sapere aude!

Sapere aude!

Árið 1784 orðaði Immanúel Kant þetta svo í ritgerðinni Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?: "Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því "Sapere aude!, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!"
Þar sem er vilji þar er vegur

Þar sem er vilji þar er vegur

Þurfa nú ekki einhverjir að fara að eiga sér draum; þann draum að hugsað verði upp á nýtt, að farið verði að gera í stað þess bara að vera, stýra í stað þess að láta stjórnast?  Það þarf með öðrum orðum fleiri gerendur og færri verendur.  Þá tendrast bjartsýnin á ný. Ég held að marga sé farið að lengja eftir henni.
Hægri rugludallarnir svokölluðu

Hægri rugludallarnir svokölluðu

Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.
Vísindi hverra?

Vísindi hverra?

Mögulega er skýringa ekki að leita til vísindanna heldur yfirvalda, stórfyrirtækja og fjölmiðla á spena þeirra. Ástand ótta ríkti og við þreifuðum út í loftið eftir einhverju til að veita okkur sálarró (og aðrir fundu tækifæri til að hagnast á ástandinu). Við tókum þátt í þöggunum á röddum sem fylgdu ekki línunni enda mátti ekki raska samtakamættinum í sjálfseyðileggingunni. Þetta kom vísindum ekkert við, enda eru þau alls ekki alltaf sammála um allt þá frekar en nokkurn tímann. Það er jú eðli vísinda: Þau eru leitandi. 
Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Getur verið að fyrir hvert dauðsfall vegna Covid-19 hafi að minnsta kosti tveimur einstaklingum verið fórnað með gagnslausum ráðstöfunum, og þá eru dauðsföll vegna bólusetninga ekki talin með? Er mögulegt að það hafi ekki verið sérlega góð hugmynd að tæta upp samfélagsvefinn vegna veiru með 0,2% dánarhlutfall?
Lokanir í nafni sóttvarna misstu marks

Lokanir í nafni sóttvarna misstu marks

Hvernig stendur á því að vægar sóttvarnaaðgerðir skila engu síðri árangri en harðar? Skýringin liggur sjálfsagt í því að lokanir og aðrar aðgerðir eru jafnan viðbragð við fjölgun smita. Smit skila sér ekki í greiningu fyrr en eftir nokkra daga. Hér á landi lagði sóttvarnalæknir til dæmis óljóst mat á þróunina og sendi heilbrigðisráðherra minnisblað um aðgerðir eftir að greindum smitum fjölgaði. Eftir að hafa farið yfir málið og kynnt það í ríkisstjórn gaf ráðherra svo út reglugerð um lokanir. Þá var öllum hvort eð er orðið ljóst að smitum væri að fjölga og höguðu sér eftir því, hver eftir sínum efnum og aðstæðum.