Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Verður samfélagið einangrun og ótta að bráð?

Um helgina sem leið stóðu samtökin Málfrelsi fyrir fundi undir yfirskriftinni “Ótti og einangrun”. Þar kynnti rithöfundurinn Laura Dodsworth efni metsölubókar sinnar A State of Fear sem fjallar um það hvernig bresk yfirvöld beittu hræðsluáróðri til að fá almenning til að fylgja sóttvarnarreglum. Vísar hún t.a.m. í skýrslu stjórnvalda er segir: “A substantial number of…
Atlagan að kjarna frelsisins

Atlagan að kjarna frelsisins

Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14.
Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Á fundi Mál­frels­is í Þjóðminja­safn­inu kl. 14 nk. laug­ar­dag verða fram­an­greind álita­mál rædd og leitað svara við þeirri spurn­ingu hvort sam­fé­lagsvef­ur­inn sé að rakna upp. Á fund­in­um fá Íslend­ing­ar tæki­færi til að hlusta á sjón­ar­mið konu sem hvet­ur okk­ur til að verða ekki ótt­an­um að bráð, held­ur taka ábyrgð á eig­in til­vist með virkri þátt­töku í því að verja lýðræðið. Laura Dodsworth er höf­und­ur bók­ar­inn­ar „A State of Fear“ (2021) sem fjall­ar um þann hræðslu­áróður sem fyr­ir ligg­ur að bresk stjórn­völd beittu frá því snemma árs 2020 í því skyni að hræða fólk til hlýðni við til­skip­an­ir yf­ir­valda.
Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fundi Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14 laugardaginn 15 apríl.
Munum við einhvern tíma læra?

Munum við einhvern tíma læra?

„Þau“ eru hermennirnir sem streyma á vígvöllinn í stað þess að neita því, unnustur þeirra, sem tína blómin til að leggja á leiði þeirra, í stað þess að banna þeim að fara. Því stríð brjótast ekki út án hermanna, og eins og hið fræga leikverk Aristófanesar, Lýsistrata, kennir okkur, þá  brjótast þau ekki heldur út án unnusta þeirra; stríð brjótast aðeins út með stuðningi fólksins, eða vegna afskiptaleysis þess.
Hin dularfullu umframdauðsföll

Hin dularfullu umframdauðsföll

Nágrannalöndin Noregur og Svíþjóð, eru að koma mjög svipað út úr tölfræðinni sem sýnir umframdauðsföll en þjóðirnar tóku ekki eins á faraldrinum og beittu ekki sömu sóttvarnaraðgerðum. Svíþjóð var, eins og þekkt er orðið, harðlega gagnrýnt fyrir að hafa samfélagið opið og starfrækt án grímuskyldu, nema innan heilbrigðiskerfisins.
Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Í kjölfarið á ráðstefnu Málfrelsis í janúar tók Þórarinn Hjartarson viðtal við Toby Young í podcastinu Ein pæling. Þeir ræða hér um ritskoðun og þöggun, útilokun, kórónuveirufaraldurinn og framtíðina. Viðtalið er nú komið á Youtube og má horfa á það hér. https://youtu.be/cg6mGGXnXCs
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Það er nauðsynlegt að við séum ekki sundruð meira en nú er orðið. Að við gröfum ekki skotgrafir á milli hópa með ólíkar áherslur sem deila þó því hugarfari að yfirvöldum ríkja og heilbrigðismála sé ekki lengur treystandi. Að blaðamenn séu ekki ábyrgir gagnrýnendur á samfélagið. Að hagsmunabarátta stórra alþjóðafyrirtækja teygir anga sína djúpt inn í samfélag okkar.
Samsærisstaðreyndir

Samsærisstaðreyndir

Skaðinn sem atburðir síðustu 3ja ára hafa valdið almenningi um allan heim er óendalega mikill og verður aldrei bættur. Eins og kom fram í vitnaleiðslunni eru sterkar vísbendingar um að rangt hafi verið haft við hvað varðar sjálfa tilurð faraldursins og ljóst að stjórnvöld víða um heim hafa blekkt eigin þegna með óttaáróðri og mörgu fleiru.
Endalok Fréttablaðsins

Endalok Fréttablaðsins

Það er raunar hlálegt að það óvissuástand sem nú er uppi er í bein afleiðing af þeirri sjálfsmorðsárás á samfélagið sem stjórnmálaflokkarnir stóðu að, allir sem einn snemma árs 2020, en sem Fréttablaðið barðist gegn af mikilli einurð lengi vel, árás sem raunar átti sér ekki aðeins stað hérlendis, heldur um allan heim.
Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.