Frelsaðu hugann

Af hverju er svona auðvelt að blekkja gáfað fólk?

“Sem lögmál, hef ég komist að því að því gáfaðri sem maður er og því betur menntaður, því auðveldara er að rugla hann í ríminu.” Svo sagði sjónhverfingameistarinn Harry Houdini. Hann sagði það þegar hann deildi við skapara Sherlock Holmes, Sir Arthur Conan Doyle, vegna trúar þess síðarnefnda á miðilsfundi og álfa. Þrátt fyrir að…
Kundera og mikilvægi fáfengileikans

Kundera og mikilvægi fáfengileikans

1984 Orwells er léleg skáldsaga, segir Kundera í áttunda hluta ritgerðasafnsins Svikin við erfðaskrárnar. Hún er tilraun til að færa pólitík í búning skáldsögu og slíkar tilraunir misheppnast. En auk þess eru áhrif hennar slæm, segir Kundera, því hún þynnir raunveruleikann "út í hráa pólitík." Lífið er þynnt út í pólitík og pólitíkin út í áróður og verður þannig "hluti af hugsunarhætti alræðisins, hugsunarhætti áróðursins, þrátt fyrir góðan ásetning."
Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Er meiri ritskoðun á Vesturlöndum í dag en í Sovétríkjunum á sínum tíma?

Ég er varkárari en Chomsky og Marcuse. Ég vara við því að við eigum á hættu að lenda í alræðissamfélagi — ekki að við séum þar enn. En blæbrigði eru stundum til einskis. Samkennari einn lýsti mér nýlega sem „hugmyndafræðingi öfgastefnu gegn stjórnvöldum“ á degi sem í háskólanum var tileinkaður hægriöfgastefnu. Við venjulegar aðstæður hefði ég sprungið úr hlátri. En bros mitt var dauft. Ég get ekki útilokað að kollegi minn trúi þessu í einlægni.
Dauðaþögn í fjölmiðlum um nýja stórmynd um kynlífsþrælkun barna

Dauðaþögn í fjölmiðlum um nýja stórmynd um kynlífsþrælkun barna

Á sjálfstæðisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí síðastliðnum, kom út kvikmyndin Sound of Freedom. Myndin skartar Jim Caviezel (Passion of the Christ og Count of Monte Cristo) í aðalhlutverki og óskarsverðlaunahafanum Mira Sorvino í aukahlutverki. Sagan er byggð á sönnum atburðum, og fjallar um alríkisfulltrúa sem vann fyrir Department of Homeland Security við að berjast gegn kynlífsglæpum…
Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Afskipti YouTube (Google) af forsetaframboði í BNA

Þann 18. júní sl. fjarlægði YouTube, sem er í eigu Google, viðtal kanadíska sálfræðingsins Dr. Jordan B. Peterson við bandaríska forsetaframbjóðandann Robert F. Kennedy Jr. af vettvangi sínum.  Kennedy sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi fyrir hönd demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum 2024. Skoðanakannanir benda nú þegar til þess að hann sé næst líklegastur til að ná…
Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

„Það er ekkert til sem heitir samfélag“ sagði Margrét Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands í viðtali árið 1987. Aðeins einstaklingar eru til, fjölskyldur eru til. „Það er til nokkuð sem heitir samfélag“ sagði annar breskur forsætisráðherra, Boris Johnson, í ávarpi í mars 2020 þar sem hann hafði einangrað sig í neðanjarðarbyrgi. „Ég held að kórónuveirukreppan hafi…
Pólitískir fangar og frelsi fjölmiðla

Pólitískir fangar og frelsi fjölmiðla

Á mánudaginn var hélt hinn þekkti rannsóknarblaðamaður, Julian Assange, upp á sitt fimmta afmæli sem pólitískur fangi í einu rammgerðasta fangelsi heims. Þessi blaðamaður og pólitíski fangi er ekki í rammgirtu fangelsi í Rússlandi eða Belarús. Hann situr í Belmarch fangelsinu í London, fangelsi sem geymir hættulegustu fangana, þá sem dæmdir hafa verið fyrir hryðjuverk…
Ómurinn af frelsinu

Ómurinn af frelsinu

Þrælahald var gert ólöglegt á Vesturlöndum á nítjándu öldinni. Engu að síður hafa aldrei verið fleiri þrælar í heiminum en í dag – um 20 milljónir manna. Þar af eru átta milljón börn. Tvær af þessum átta milljónum barna eru nauðbeygð til þess að athafna sig í kynlífsiðnaðinum! Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir barna kynferðislega misnotuð…
Dulin valdataka í boði WHO?

Dulin valdataka í boði WHO?

Flestir Íslendingar hafa heyrt um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO). Okkar heittelskaði fyrrverandi sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, apaði eftir nánast öllum þeim ráðleggingum sem komu frá þeirri yfirþjóðlegu stofnun á covid tímanum. En fæstir vita hversu áhrifarík þessi stofnun er og að hún á eftir að verða enn valdameiri ef viðbætur við núgildandi alþjóða heilbrigðisreglugerðina, IHR (International Health Regulations),…
Valkvæð blinda sóttvarnalæknis?

Valkvæð blinda sóttvarnalæknis?

Nýr sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir í nýlegu viðtali að Covid sé ekki búið, því enn séu smit í gangi. Enn sé unnt að fá bólusetningu. Fjöldamörg afbrigði af Omicron hafi verið í gangi, nánar tiltekið hundruðir. Guðrún segist vonast til að bóluefni verði tilbúið þegar næsti faraldur kemur. Spurð um aukaverkanir, segist Guðrún ekki vita um fjölda…
Að uppnefna forsetaframbjóðanda

Að uppnefna forsetaframbjóðanda

Skjáskot úr myndbandi af ræðu RFK Jr hjá Hillsdale College. Á dögunum átti sér stað sögulegt viðtal við forsetaframbjóðandann Robert Kennedy Jr í einum vinsælasta hlaðvarpsþættinum í heiminum; „The Joe Rogan Experience“. Hlaðvarpið, sem hefur gefið út yfir 2000 þætti á 13 árum, er í efsta sæti á vinsældarlista Spotify í flestum enskumælandi löndum og…
Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Þegar Kurt Carlsen kom heim til New York biðu hans móttökur sem hann hafði ekki órað fyrir. Honum var fagnað sem þjóðhetju og farið með hann í skrúðgöngu frá hafnarbakkanum og heim, en tugþúsundir fylltu gangstéttirnar, veifuðu og fögnuðu heimkomu hans. Í huga Carlsens skipstjóra var málið einfalt: Honum var treyst fyrir skipinu og farmi þess. Ábyrgðin var hans og einskis annars, og ekki kom annað til greina en að standa undir henni.