Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Blaðamaðurinn sem barðist fyrir mannorði sínu og hafði sigur

Það krefst hugrekkis að berjast gegn róginum en það er það sem Ware gerði. Hann höfðaði sögulegt meiðyrðamál gegn Verkamannaflokknum, útgefanda vefsíðunnar, og einnig gegn Naomi Wimborne-Idrissii, sem var fyrst til að ásaka hann um „kynþáttafordóma“ og að vera „hægrisinnaður“.
Sapere aude!

Sapere aude!

Árið 1784 orðaði Immanúel Kant þetta svo í ritgerðinni Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?: "Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því "Sapere aude!, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!"
Þar sem er vilji þar er vegur

Þar sem er vilji þar er vegur

Þurfa nú ekki einhverjir að fara að eiga sér draum; þann draum að hugsað verði upp á nýtt, að farið verði að gera í stað þess bara að vera, stýra í stað þess að láta stjórnast?  Það þarf með öðrum orðum fleiri gerendur og færri verendur.  Þá tendrast bjartsýnin á ný. Ég held að marga sé farið að lengja eftir henni.
Hægri rugludallarnir svokölluðu

Hægri rugludallarnir svokölluðu

Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.
Vísindi hverra?

Vísindi hverra?

Mögulega er skýringa ekki að leita til vísindanna heldur yfirvalda, stórfyrirtækja og fjölmiðla á spena þeirra. Ástand ótta ríkti og við þreifuðum út í loftið eftir einhverju til að veita okkur sálarró (og aðrir fundu tækifæri til að hagnast á ástandinu). Við tókum þátt í þöggunum á röddum sem fylgdu ekki línunni enda mátti ekki raska samtakamættinum í sjálfseyðileggingunni. Þetta kom vísindum ekkert við, enda eru þau alls ekki alltaf sammála um allt þá frekar en nokkurn tímann. Það er jú eðli vísinda: Þau eru leitandi. 
Ritskoðunin og útsendarar hennar

Ritskoðunin og útsendarar hennar

Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplýsingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull.
Ísland í eftirsannleik: Samfélagslegar gaslýsingar og afbakaður raunveruleiki

Ísland í eftirsannleik: Samfélagslegar gaslýsingar og afbakaður raunveruleiki

Í heimi þar sem fyrirfinnast raunveruleg fyrirbæri sem ekki má ræða ríkir menning þöggunar. Í heimi þar sem forvitni er löstuð er um að ræða samfélag sem tapar þorsta sínum eftir þekkingu. Samfélagsgerðin stendur þá í stað þó hún noti ný hugtök og viðurkenni nýja valdastjórn. Þegnarnir nærast á kenningarkerfi sem jafnframt lokar á hugvitið. Innsæið dofnar og tilfinningagreindin dalar. Eftir stöndum við þekkingarlaus og merkingarlaus.
Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það var í salarkynnum háskólans í Hamborg sem til stóð um síðustu helgi að ræða um stjórnmál og efnahagsmál undir yfirskriftinni “Við viljum endurheimta heiminn okkar”. En svo gerist það að boð berast frá stjórnendum háskólans um að ákveðið hafi verið að banna að ráðstefnan fari fram innan veggja skólans, þýska leyniþjónustan hafi sagt að umræðan væri þess eðlis að hún ýtti undir róttækni og öfgar í stjórnmálum.
Atlagan að kjarna frelsisins

Atlagan að kjarna frelsisins

Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14.
Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Einangrað og óttaslegið fólk lætur vel að stjórn

Á fundi Mál­frels­is í Þjóðminja­safn­inu kl. 14 nk. laug­ar­dag verða fram­an­greind álita­mál rædd og leitað svara við þeirri spurn­ingu hvort sam­fé­lagsvef­ur­inn sé að rakna upp. Á fund­in­um fá Íslend­ing­ar tæki­færi til að hlusta á sjón­ar­mið konu sem hvet­ur okk­ur til að verða ekki ótt­an­um að bráð, held­ur taka ábyrgð á eig­in til­vist með virkri þátt­töku í því að verja lýðræðið. Laura Dodsworth er höf­und­ur bók­ar­inn­ar „A State of Fear“ (2021) sem fjall­ar um þann hræðslu­áróður sem fyr­ir ligg­ur að bresk stjórn­völd beittu frá því snemma árs 2020 í því skyni að hræða fólk til hlýðni við til­skip­an­ir yf­ir­valda.
Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Ótti og einangrun – Er samfélagsvefurinn að rakna upp?

Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fundi Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 14 laugardaginn 15 apríl.
Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Í kjölfarið á ráðstefnu Málfrelsis í janúar tók Þórarinn Hjartarson viðtal við Toby Young í podcastinu Ein pæling. Þeir ræða hér um ritskoðun og þöggun, útilokun, kórónuveirufaraldurinn og framtíðina. Viðtalið er nú komið á Youtube og má horfa á það hér. https://youtu.be/cg6mGGXnXCs