Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Twitter files uppljóstrunarbylgjan virðist engan enda ætla að taka og hún leiðir í ljós að þöggunin og spillingin í faraldrinum var mun útbreiddari en nokkur gat ímyndað sér. Skjáskot af tölvupóstum frá Robert Flaherty, verkefnisstjóra stafrænu samskiptadeildar Hvíta Hússins, sýna fram á beinar tilskipanir til stjórnenda stærstu samskiptamiðlana um að þagga markvisst niður og eyða efni sem gæti ýtt undir efasemdir gagnvart bólusetningarherferðinni.
Í þágu upplýstrar umræðu: Samantekt um hlutskipti Kúrda

Í þágu upplýstrar umræðu: Samantekt um hlutskipti Kúrda

Ég varpaði fram þeirri spurningu undir lok fundar Málfrelsisfélagsins hverju það gæti sætt að tilraunir Kúrda til að koma á friði fengju nánast aldrei að heyrast í fjölmiðlum heimsins og visaði ég sérstaklega í orð Abdullah Öclans, helsta leiðtoga Kúrda í Tyrklandi, Sýrlandi og víðar.
Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur.
Hver vill svara fyrst?

Hver vill svara fyrst?

Reglulega erum við minnt á mikilvægi þess að standa vörð um „vestræn gildi“. Svo mikils virði séu þau, okkur svo dýrmæt, að allt sé til vinnandi að vaðrveita þau. Þurfi til þess að heyja stríð þá verði svo að vera.  Látum það síðastnefnda liggja á milli hluta að sinni þótt röksemdafærslan sé varasöm. Mörg verstu…
Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi efna til málfundar um tjáningarfrelsið og hindranir í vegi þess. Frummælendur verða Toby Young formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 7. janúar og hefst kl. 14.
Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur…
Hversu langt verður bataferlið?

Hversu langt verður bataferlið?

Nýlega var ég spurður að því í útvarpsviðtali hvers vegna ég teldi viðbrögðin við kórónuveirunni hafa verið jafn öfgafull og raun bar vitni. Ég sagði að mín besta ágiskun væri fjöldamóðursýki líkt og Mattias Desmet hefur getið sér til um. Skiljanlega spurði fréttamaðurinn þá hversu líklegt það væri í raun og veru að meira og minna allur heimurinn yrði slíku að bráð; fyrir henni…
Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í nýlegu viðtali að bandarísk stjórnvöld beiti nú miklum þrýstingi og að nái þau sínu fram gæti svo farið að Assange verði framseldur á næstu vikum. Kristinn er staddur í Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeim hagsmunum tjáningarfrelsis sem eru í húfi verði Julian Assange dæmdur. Markmiðið sé að fá stjórnmálaleiðtoga í Suður Ameríku og Mexíkó til að hvetja Biden-stjórnina til að endurskoða málið út frá eigin hugsjónum um hefðbundið fjölmiðlafrelsi og að fella niður kærur á grundvelli þeirra.