Atlagan að börnunum

Atlagan að börnunum

Kórónuveiran lokaði ekki einum einasta skóla. Hún lokaði ekki landamærunum. Hún lokaði ekki einu einasta fyrirtæki. Hún skipaði engum að ganga með gagnslausa grímu. Það var ekki hún sem bannaði fólki að vinna fyrir sér og hóf gegndarlausa peningaprentun sem nú hefur leitt af sér fordæmalausa verðbólgu og efnahagslegar þrengingar fjölda heimila. Það voru einstaklingar sem að þessu stóðu.
Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Hvort viljum við Eisenhower eða Biden?

Áður en ég sný mér að þeim Dwight og Jo sem vísað er til í fyrirsögn langar mig til að segja frá samræðu um Úkraínustríðið. Þátttakendur komu víða að – gott ef ekki úr öllum heimshornum. Margir voru herskáir, ekki síst þeir sem bjuggu fjarri ófriðarbálinu, þeir vildu enga uppgjöf, barist skyldi til síðasta manns…
Kundera og mikilvægi fáfengileikans

Kundera og mikilvægi fáfengileikans

1984 Orwells er léleg skáldsaga, segir Kundera í áttunda hluta ritgerðasafnsins Svikin við erfðaskrárnar. Hún er tilraun til að færa pólitík í búning skáldsögu og slíkar tilraunir misheppnast. En auk þess eru áhrif hennar slæm, segir Kundera, því hún þynnir raunveruleikann "út í hráa pólitík." Lífið er þynnt út í pólitík og pólitíkin út í áróður og verður þannig "hluti af hugsunarhætti alræðisins, hugsunarhætti áróðursins, þrátt fyrir góðan ásetning."
Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

Endalok sögunnar? Endalok samfélagsins?

„Það er ekkert til sem heitir samfélag“ sagði Margrét Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands í viðtali árið 1987. Aðeins einstaklingar eru til, fjölskyldur eru til. „Það er til nokkuð sem heitir samfélag“ sagði annar breskur forsætisráðherra, Boris Johnson, í ávarpi í mars 2020 þar sem hann hafði einangrað sig í neðanjarðarbyrgi. „Ég held að kórónuveirukreppan hafi…
Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise

Þegar Kurt Carlsen kom heim til New York biðu hans móttökur sem hann hafði ekki órað fyrir. Honum var fagnað sem þjóðhetju og farið með hann í skrúðgöngu frá hafnarbakkanum og heim, en tugþúsundir fylltu gangstéttirnar, veifuðu og fögnuðu heimkomu hans. Í huga Carlsens skipstjóra var málið einfalt: Honum var treyst fyrir skipinu og farmi þess. Ábyrgðin var hans og einskis annars, og ekki kom annað til greina en að standa undir henni.
Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Við létum sprauta okkur. Við erum að tæma vopnabúr og ríkissjóði í stríðsrekstur á landamærum  tveggja ríkja. Við erum að taka á okkur gríðarlega skattheimtu og skerðingar á lífskjörum í nafni loftslagsbreytinga. Við erum að telja okkur í trú um að kyn homo sapiens séu ekki tvö eins og annarra spendýra heldur óendanlega mörg. Þeir sem andmæla eru samsæriskenningasmiðir, vitleysingar og jafnvel hættulegir. Þeir eiga ekki að fá að tjá sig!
Munum við einhvern tíma læra?

Munum við einhvern tíma læra?

„Þau“ eru hermennirnir sem streyma á vígvöllinn í stað þess að neita því, unnustur þeirra, sem tína blómin til að leggja á leiði þeirra, í stað þess að banna þeim að fara. Því stríð brjótast ekki út án hermanna, og eins og hið fræga leikverk Aristófanesar, Lýsistrata, kennir okkur, þá  brjótast þau ekki heldur út án unnusta þeirra; stríð brjótast aðeins út með stuðningi fólksins, eða vegna afskiptaleysis þess.
Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf

Þann 25. mars 2020 birti belgíski sálfræðiprófessorinn Mattias Desmet stutta blaðagrein, titlaða "De angst voor het coronavirus is gevaarlijker dan het virus zelf", eða "Óttinn við kórónuveiruna er hættulegri en veiran sjálf". Þessi grein vakti mikil viðbrögð, fyrst í Belgíu en í kjölfarið víða um heim og greining Desmets á þeirri kreppu sem hófst fyrir þremur árum hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Í tilefni af þessum tímamótum endurbirti Desmet greinina á bloggi sínu og hefur veitt Krossgötum góðfúslegt leyfi til að þýða hana og birta.
Var grímuskyldan léttir fyrir marga?

Var grímuskyldan léttir fyrir marga?

Eftir situr að gríman var mögulega elskað fyrirbæri af mörgum. Hún var gullstjarna fyrir góða hegðun. Hún var tákn fyrir hinn þæga þegn. Hún faldi okkur og leyfði okkur að hverfa í fjöldann. Hennar er jafnvel saknað af einhverjum. 
Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Félagar mínir sumir, sem aldrei hafa talað við mig um trúmál, hafa á síðustu vikum fært talið út á óvenjulegar brautir: Um Jóhannes, endatímana, Ragnarök o.fl. sem aldrei hefur áður komið til tals. Í afhelguðu samfélagi virðist mér sem einhvers konar trúarleg vakning sé mögulega að gerjast í hjörtum fólks. Frammi fyrir andstreymi, veikindum og dauða veitir efnis- og tómhyggja litla huggun.