Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Í janúar sl. skilaði Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, inn umsögn í Samráðsgátt um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu. Umrætt mál er nú komið til Allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og hefur umsögn félagsins verið send nefndinni. Þetta mál er að mati félagsins gróf tilraun til að skerða málfrelsi og mismuna þegnum landsins.
Þar sem er vilji þar er vegur

Þar sem er vilji þar er vegur

Þurfa nú ekki einhverjir að fara að eiga sér draum; þann draum að hugsað verði upp á nýtt, að farið verði að gera í stað þess bara að vera, stýra í stað þess að láta stjórnast?  Það þarf með öðrum orðum fleiri gerendur og færri verendur.  Þá tendrast bjartsýnin á ný. Ég held að marga sé farið að lengja eftir henni.
Atlagan að kjarna frelsisins

Atlagan að kjarna frelsisins

Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14.
Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Í kjölfarið á ráðstefnu Málfrelsis í janúar tók Þórarinn Hjartarson viðtal við Toby Young í podcastinu Ein pæling. Þeir ræða hér um ritskoðun og þöggun, útilokun, kórónuveirufaraldurinn og framtíðina. Viðtalið er nú komið á Youtube og má horfa á það hér. https://youtu.be/cg6mGGXnXCs
Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.
Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk.
Lygasagan um Föðurlandsvinadaginn fellur saman

Lygasagan um Föðurlandsvinadaginn fellur saman

Nú gætu sumir spurt sig hvers vegna þetta fólk ætti að ljúga um atburði þessa örlagaríka dags. Í besta falli hafi fjölmiðlar og aðrir hlaupið svo dæmalaust á sig, og með slíkum látum, að í geðshræringu sinni hafi þeir logið því að sjálfum sér og öðrum að um eiginlegt hryðjuverk hafi verið að ræða. Og að þeir hafi síðan vaknað upp við vondan draum og vitað upp á sig sökina.
Trúnaðarbresturinn teygir sig lengra

Trúnaðarbresturinn teygir sig lengra

Enn er DT að afhjúpa upplýsingar sem varpa ljósi á óheilindi þeirra sem stýrðu aðgerðum í ,,kófinu". Nýjasta hneykslismálið snýr að því hvernig vísindalegir ráðgjafar bresku ríkisstjórnarinnar leyndu upplýsingum um svonefnt Alfa-afbrigði. Í a.m.k. 3 mánuði dreifði afbrigðið sér meðal almennings. Sú mikla útbreiðsla var svo notuð til að renna stoðum undir að þetta afbrigði væri…
Hver verður lærdómurinn?

Hver verður lærdómurinn?

Þegar frá líður mun þetta tímabil vafalaust verða sérstakt rannsóknarefni í háskólum. Stjórnmálafræðingar munu ræða um hvernig stefnumörkunarvald var afhent sérfræðingum. Lögfræðingar munu leita skýringa á því hversu veikt réttarríkið var í raun þegar á reyndi. Fjölmiðlafræðingar munu vafalaust vilja ræða hvort / hversu mikið hið svonefnda fjórða vald var gert óvirkt með ríkisstyrkjum. Sagnfræðingar munu ræða hvort nýtt stjórnarfar hafi rutt sér til rúms í kófinu, þar sem virðing fyrir frelsi einstaklingsins var gengisfelld og þar sem lýðræðið vék fyrir valdboðsstjórn. 
Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Félagar mínir sumir, sem aldrei hafa talað við mig um trúmál, hafa á síðustu vikum fært talið út á óvenjulegar brautir: Um Jóhannes, endatímana, Ragnarök o.fl. sem aldrei hefur áður komið til tals. Í afhelguðu samfélagi virðist mér sem einhvers konar trúarleg vakning sé mögulega að gerjast í hjörtum fólks. Frammi fyrir andstreymi, veikindum og dauða veitir efnis- og tómhyggja litla huggun.  
Leitin að hófstilltu umræðunni

Leitin að hófstilltu umræðunni

Þegar ég hóf nám í fjölmiðlafræði, við Háskólann í Malmö fyrir 20 árum síðan, höfðu helstu samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter ekki litið dagsins ljós. Menn höfðu ekki miklar áhyggjur af „upplýsingaóreiðu“. Í staðinn var tjáningarfrelsi í hávegum haft. Enda stórkostlegt afrek Vesturlanda að hafa opnað fyrir þau samfélagslegu mannréttindi að geta stundað opna umræðu. Annars væri ekkert lýðræði.