Posted inGagnrýnin hugsun Lýðræði Sálfræði
Stafrænt þunglyndi og einmana múgur
Í raunverulegum samræðum endurspeglar fólk stöðugt hvert annað með líkamstjáningu sinni. Andlits- og líkamsvöðvar hlustandans dragast saman á sama hátt og vöðvar þess sem talar, og sömu svæði í heilanum virkjast. Þegar fólk talar saman myndar það eins konar yfir-lífveru í sálrænum og að hluta líkamlegum skilningi.