Til varnar þess óverjanlega

Til varnar þess óverjanlega

Kannski er kominn tími til að leyfa rógburð og mannorðsárásir, afleiðingalaust. Slíkt fellur hvort eð er yfirleitt bara í frjósaman jarðveg ef ásökunin hefur meira að bak við sig en illkvittinn huga. Undantekningar frá þessu finnast vissulega í sögunni, en þá hefur atbeini stjórnvalda eða ráðandi afla ávallt leikið lykilhlutverk.
Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Samfélagsmiðlar samfélaga, ekki samfélags

Mögulega er versti glæpurinn sá að þykjast vera torg en vera borg. Að þykjast leyfa ólíkar skoðanir en leyfa svo bara sumar. Þeir sem mæta á torgið telja sig vera í samfélagi manna en eru svo raun í samfélagi borgara – í einu samfélagi en ekki samfélagi allra manna. 
Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Þegar múgurinn reiðist röngu fólki

Oft grípa blaðamenn til þeirrar einföldunar að skella skuldinni á „öfgamenn“ þótt það blasi við öllum að á götum eru venjulegir einstaklingar í borgaralegum klæðum að fá útrás fyrir það sem þeir telja vera aftenging samfélags og stjórnmála. Blaðamenn þurfa að veita samhengi áður en hægt sé að ræða rétt og rangt.
Mistökin sem mokað er yfir

Mistökin sem mokað er yfir

Nýlega fylltust allir fréttatímar af fregnum um „mörg smit“ í samfélaginu. Spítalar væru að taka upp sóttvarnaraðgerðir: Grímur, takmarkanir á heimsóknartíma, einangrun deilda og löng veikindaleyfi starfsmanna. Tilkynnt var að byrjað verði að sprauta á ný í haust. Ekki yrði þó gripið til almennra samkomutakmarkana. Ekki brugðust blaðamenn við með hneykslun og gagnrýnum spurningum, sem…
Hlustum á nasistann

Hlustum á nasistann

Auðvelt er að telja upp fjölda skoðana sem óhætt er að kalla óumdeildar í okkar samfélagi. Almennt er til dæmis viðurkennt að náttúran sé verðmæt í sjálfu sér og eigi að fá pláss og næði. Fáir missa svefn yfir því að tveir einstaklingar af sama kyni felli saman hugi og stofni heimili, gangi í hjónaband…
Orð sem miðill, orð sem blekking

Orð sem miðill, orð sem blekking

Orwell sá betur en flestir að besta leiðin til að heilaþvo almenning eða afla einhverjum vondum málstað fylgis er ekki sú að kúga, ógna, hóta, hræða, fangelsa og svelta. Nei, það væri skilvirkast að breyta tungumálinu, gefa gömlum orðum nýja merkingu og finna upp á nýjum orðum til að ná fram hughrifum.
Þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, hvað ertu þá?

Þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, hvað ertu þá?

Í opinni og lýðræðislegri umræðu má búast við því að skoðanir séu skiptar. Oft eru málin flókin og á þeim margar hliðar og ekki alveg á hreinu að eitt hafi valdið öðru en miklu frekar að röð atburða yfir lengri tíma hafi þrýst á einhverja þróun mála. Þar með er ekki sagt að það sé…
Þegar lygar bráðna

Þegar lygar bráðna

Yfirvöld eru furðulegt fyrirbæri. Við treystum þeim til að byggja upp og viðhalda innviðum, heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og utanríkisstefnu, svo eitthvað sé nefnt. Við afhentum þeim stóran hluta launa okkar í von um að fá þjónustu í staðinn.  En þau eru meira en það. Þau eru meira en bara rekstraraðili á grunnstoðum. Þau passa líka upp…
Treystu mér, ég er læknir

Treystu mér, ég er læknir

Læknastéttin er sennilega með dáðustu stéttum sem um getur og er það ekkert skrýtið. Læknar bjarga lífum, lækna mein og hlúa að sjúkum. Sá sem leggur á sig langt og erfitt námið gerir það af umhyggju fyrir heilsu náungans og almennri velferð manna. Læknar verðskulda að njóta mikillar virðingar þótt enginn sé vitaskuld hafinn yfir…