Hvert er erindi Málfrelsis?

Krossgötur.is eru ritmiðill samtakanna Málfrelsi og þar höfum við í ritnefnd skrifað greinar reglulega sl. 2,5 ár, ásamt því að halda viðburði og taka þátt í þjóðfélagsumræðunni með því að gefa kost á okkur í viðtöl, skrifa skoðanagreinar á helstu fréttamiðlum landsins og fleira. 

Félagið Málfrelsi var stofnað haustið 2022 af nokkrum hvatamönnum og með fyrrum formanni samtakanna, Þorsteini Siglaugssyni, og Birni Jónassyni, heitnum í fararbroddi. Við tókum á þessum tíma eftir óhóflegri ritskoðun á upplýsingaflæði, bæði á samfélagsmiðlum og í fréttafjölmiðlum, í sambandi við covid-faraldurinn, sem var almennt ekki viðurkennt og reynt var að gera lítið úr réttmætum ábendingum okkar. 

Ritskoðunin náði yfir flesta umræðufleti í faraldrinum, svo sem umræðu um uppruna veirunnar, skaðsemi aðgerða yfirvalda, gagnsleysi grímunotkunar, aukaverkanir af sprautunum og margt fleira.

En nú er svo við komið að sjálfur forstjóri META-samsteypunnar, Zuckerberg eða Sykurbergur eins og við segjum stundum, kemur sjálfur með yfirlýsingu sem staðfestir þessa stórfelldu ritskoðun sem hefur verið að eiga sér stað undanfarin ár. Hann fór í viðtal á dögunum hjá stærsta hlaðvarpsþáttamanni Bandaríkjamanna, Joe Rogan, og viðurkenndi þar að ríkisstjórn Bidens hafi þrýst á Facebook um að ritskoða færslur um aukaverkanir bóluefna. Það átti að fjarlægja í grundvallaratriðum allt sem ýjaði að því að bóluefnin væru með aukaverkanir. 

Þessi játning á broti á tjáningarfrelsi og stórfelldri og alvarlegri þöggunarherferð er ákveðin viðurkenning og sigur fyrir okkur í samtökunum Málfrelsi og fyrir alla félagsmenn, sem og aðra sem voru settir út í horn eða þaggaðir fyrir það eitt að benda á aukaverkanirnar. 

Robert F Kennedy Jr sem dæmi lenti illa í þögguninni þegar Instagram reikningi hans var lokað, án haldbærra skýringa. Hann var með 800.000 fylgjendur þegar reikningnum var lokað. Tveimur árum seinna fékk hann aðgang að reikningnum sínum aftur en þá voru allar færslur horfnar og reikningurinn hafði misst rúmlega 30.000 fylgjendur, sem draga má líkur að að séu þá reikningar sem var einnig lokað í þessari þöggunarherferð META.

Þáttastjórnendanum Joe Rogan var reyndar einnig hótað sniðgöngu og ritskoðun í faraldrinum fyrir að birta viðtal við Dr. Robert Malone, vísindamann sem átti þátt í að þróa MRNA-tæknina fyrir bóluefnin og sem varaði við þeim. 

Í yfirlýsingu Zuckerberg reynir hann að að afsaka þöggunina talsvert og talar um að “mistök” hafa átt sér stað og að framvegis eigi að draga úr þessum “mistökum”. Hann notar hugtakið “mistök”. 

Hann málar upp myndina af Bandaríkjunum sem einhverskonar griðarstað málfrelsis sem þurfi að vernda á meðan að restin af heiminum, þmt. Evrópa í heilu lagi, sé ekki eins vel að sér í þessum efnum. Það má hver og einn hafa sína skoðun á því. Hvort betra sé að fangelsa fólk fyrir upplýsingamiðlun, sbr. Assange eða hreinlega ráða það af dögunum. Bandaríkin eiga líklega metið í ótímabærum andlátum og eða morðtilraunum á valdhöfum og þjóðarleiðtogum þar í landi. 

Það er einnig annað sem ber að hafa í huga og það er inngilding hagsmunaaðila í gegnum fjölmiðlanotkun almennings. Áherslur og orðræða hefur fært sig úr raunheimum og yfir í stafræna heiminn seem er mjög auðvelt að manípúlera og stýra með algórythmum og hagsmunastýrðri framvindu á narratívi, td. vegna eignarhalds á fréttasamsteypum. Inngildingu er líka beint að börnunum okkar. Þessi inngilding á sér stað í gegnum neytendur á afþreyingarefni og hefur mótandi áhrif á sjálfsmynd þeirra og þar eru enskuáhrifin áþreifanleg afleiðing. Lífstílsmótandi þáttaseríur á borð við Friends, Seinfeld, The Office, Kardashian ofl. hafa menningarmótandi áhrif.

Þá er athyglivert að ekki sé lengur í boði fullt nám í Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands í Reykjavík. Þetta fag er öflug greiningartól til að efla gagnrýna hugsun og fylgjast betur með hagsmunatengdri orðræðu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Tilvera okkar allra er orðin mjög háð internetinu og snjallsímanotkun. Við gerum beinlínis allt í gegnum símtækin okkar í dag. Það er merkilegt að fjölmiðlafræðin sé ekki talin mikilvægari aðhald en þetta.

Fréttatilkynningar stórfyrirtækja, sbr. Carbfix, eiga oft greiðan aðgang að almenningi í gegnum fréttavettvanga. Stundum eru fréttatilkynningar birtar gagnrýnislaust og í þeim tilvikum er ekki hægt að kalla fréttirnar blaðamennsku. Nýleg úttekt á Heimildinni eftir Helga Seljan sýnir að fyrirtækið ætlaði sér annað mun umfangsmeira en það sem áður hefur verið látið í skyn.

Einkunarorð Félagsins Málfrelsi, eru samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Félagið stendur vörð um málfrelsið og aðrar grunnstoðir lýðræðisríkja þar sem mannréttindi fá að njóta sín. Umfjöllunarefnin á Krossgötur.is hverfast í kringum þessi gildi.

Við birtum líka efni úr ýmsum áttum og tökum við aðsendu efni sem fer fyrir ritnefnd miðilsins.

Hægt er að skrá sig í samtökin og styðja þannig starfið sem er unnið í sjálfboðarvinnu. Hægt er að taka þátt í samtökunum með því að bjóða sig fram í störf félagsins, svo sem stjórnarstörf eða ritnefnd Krossgatna.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *