Valið er okkar

Valið er okkar

Daniel Hannan hefur um margra ára skeið skrifað pistla í Daily Telegraph, Spectator o.fl. þar sem rauði þráðurinn hefur verið einstaklingsfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur manna og þjóða. Morgunblaðið birti ítarlegt viðtal Andrésar Magnússonar við Hannan sl. fimmtudag, sem vert er að vekja athygli á.  Ömurlegar og fáránlegar aðgerðir Hannan segir í viðtalinu að enn sjáist engin…
Stafrænt þunglyndi og einmana múgur

Stafrænt þunglyndi og einmana múgur

Í raunverulegum samræðum endurspeglar fólk stöðugt hvert annað með líkamstjáningu sinni. Andlits- og líkamsvöðvar hlustandans dragast saman á sama hátt og vöðvar þess sem talar, og sömu svæði í heilanum virkjast. Þegar fólk talar saman myndar það eins konar yfir-lífveru í sálrænum og að hluta líkamlegum skilningi.
Að þykjast er allt sem þarf

Að þykjast er allt sem þarf

Tóbaksiðnaðurinn, áfengisframleiðendur og framleiðendur klasasprengna, eiturgass og pyntingatóla þurfa ekki að örvænta. ESG kemur þeim til bjargar. Í stað samfélagslegrar ábyrgðar koma áferðarfallegar skýrslur. Raunveruleg áhrif starfseminnar skipta engu máli lengur séu aflátsbréfin aðeins keypt dýrum dómum. Að þykjast er allt sem þarf.
Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Þegar vesturlandabúar reyndu að flýja til Sovétríkjanna

Við létum sprauta okkur. Við erum að tæma vopnabúr og ríkissjóði í stríðsrekstur á landamærum  tveggja ríkja. Við erum að taka á okkur gríðarlega skattheimtu og skerðingar á lífskjörum í nafni loftslagsbreytinga. Við erum að telja okkur í trú um að kyn homo sapiens séu ekki tvö eins og annarra spendýra heldur óendanlega mörg. Þeir sem andmæla eru samsæriskenningasmiðir, vitleysingar og jafnvel hættulegir. Þeir eiga ekki að fá að tjá sig!
„Fasisminn vill ekkert ónæði“

„Fasisminn vill ekkert ónæði“

Í gær kom reiðarslag í baráttunni fyrir frjálsa fjölmiðlun, og frelsun Julian Assange, þegar breski dómarinn Jonathan Swift hafnaði beiðni um að áfrýja dómnum um framsal til Bandaríkjanna. Flestir óttast að ómannúðleg meðferð og lífstíðardómur á bakvið lás og slá sé í vændum fyrir Assange verði hann framseldur frá Bretlandi. Ákæran hljóðar upp á allt…
Blaðamenn þöglir

Blaðamenn þöglir

Þögn blaðamanna á meðferð Julian Assange er nógu skerandi. En Assange er sannarlega ekki einn. Aðfarirnar gegn hugrökkum blaðamönnum og uppljóstrurum á Vesturlöndum verða æ ógeðfelldari og hópur þeirra sem lenda í þöggun, fangelsun og morðtilræðum fer sístækkandi. Blaðamenn sem láta þetta viðgangast án mótbára eru meðsekir.
Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Meirihluti sérfræðinganna leitast við að hindra að almenningur hugsi sjálfstætt. Almenningur forðast þá sjálfstæða hugsun og krefst leiðsagnar. Sérfræðingarnir hafa þá ekki önnur úrræði en að festast í dogmatískum skoðunum, því víki þeir frá þeim þvingar almenningur þá til fylgis við þær aftur. Þannig viðheldur ósjálfræðið sjálfu sér.
Mun íslenskt réttarkerfi standast prófið?

Mun íslenskt réttarkerfi standast prófið?

Nú eftir að nær allir Íslendingar hafa smitast, þá blasir tilgangsleysi aðgerðanna við öllum.  En mun íslenskt réttarkerfi átta sig á því og standast prófið, eða er stjórnarskráin marklaust plagg sem yfirvöld geta ýtt til hliðar þegar hentar. Klukkan 9:00 í dag (7.júní) fer mál sem tengist þessum aðgerðum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í sal 201. Hvet alla sem geta komist til að mæta.
Stjórnarskrá átti að verja réttindi borgara

Stjórnarskrá átti að verja réttindi borgara

Þegar vestræn ríki sömdu og samþykktu stjórnarskrár á sínum tíma, eftir aldalanga kúgun einvalda, prinsa, kónga, keisara og fursta, var markmiðið eitt: Að takmarka völd hins opinbera og tryggja þannig réttindi einstaklinga og samfélags þeirra. Þær voru girðing til að halda aftur af ríkisvaldinu, ekki uppskrift í beitingu þess. Með því að innleiða stjórnarskrá er…
Twitter ritskoðar heimildarmyndina “What is a woman?”

Twitter ritskoðar heimildarmyndina “What is a woman?”

Sumarið 2022 gaf íhaldssami bandaríski fjölmiðillinn The Daily Wire út heimildarmyndina “Hvað er kona?” (e. “What is a Woman?”). Í myndinni rannsakar stjórnmálaskýrandinn Matt Walsh hugtökin kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender) á stafrænu öldinni, með áherslu á réttindahreyfingu transfólks, ofstæki gegn transfólki og hvað það þýði að vera kona. Til að fræðast um…
Fórnarlömbum stríðs ljáð rödd

Fórnarlömbum stríðs ljáð rödd

Anne-Laure Bonnel heitir frönsk fréttakona og lengi vel kennari við Parísarháskóla. Hún fór til Donbass héraðs í austurhluta Úkraínu í ársbyrjun 2015, hálfu ári eftir að stríð braust þar út. Hún fór þangað til að ljá almenningi rödd sem ekki hafði fengið að heyrast.